Monday, December 3, 2007

Stardust

Ég fór með litla frænda minn á Stardust fyrir skömmu og fannst hún furðulega góð. Ástæðan fyrir því að ég valdi þessa mynd var sú að engin önnur kom til greina, mig langaði ekkert að sjá þessa mynd því trailerinn hreif mig alls ekki.
Það var nefnilega þannig að aðalleikarinn, Charlie Cox, sem ég hef aldrei séð áður og var ekki að búast við neinu frá, lék þetta geðveikt vel. Ég var að búast við klisjukenndri væmri ævintýramynd en ég fílaði hana í botn. Robert De Niro leikur líka klæðskipting og stendur sig vel í því.
Í stuttu máli fjallar myndin um fátækan búðarstrák sem er staðráðinn í að giftast einhverri ríkri tussu og segist ætla færa henni stjörnu sem þau sjá hrapa. Eitt leiðir af öðru og hann endar á að ferðast inn í einhvern töfraheim og ég vil ekki segja mikið meira.
Ég komst að því þegar ég fór að skoða IMDb að leikstjórinn Matthew Vaughn leikstýrði og skrifaði handrit Layer Cake m.a. svo það var kannski engin tilviljun að þessi mynd hitti í mark, enda fær hún 8.1 á IMDb. Þetta er ein af þeim fáu típísku ævintýramyndum þar sem ég trúði leik aðalpersónunnar og datt inn í myndina. Þetta kom á óvart því ég er vanalega ekki fyrir svona myndir.
Gef henni 4 af 5 stjörnum.

No comments: