Monday, December 3, 2007

Rashômon

Við horfðum á myndina Rashômon eftir Akira Kurosawa sem kom út 1950 nýlega í skólanum og ég var frekar hrifinn. Myndin gerist á 12. öld í Japan og fjallar um árás illræmda ræningjas Tajomaru á samuraia og konu hans. Ræninginn nauðgar konunni og samurainn deyr en við heyrum fjórar mismunandi sögur af atvikinu og myndin fer í að rekja allar sögurnar og við eigum að meta hver sanna sagan var. Mér fannst þessi mynd góð en ofleikur Japanana fór dálítið í taugarnar á mér. Mér fannst myndatakan mjög góð. Gef henni 3,5 af 5 stjörnum.

No comments: