Monday, December 3, 2007

Stutt yfirlit

Nú er ég búinn með 30 færslur en mun örugglega halda áfram að blogga í jólafríinu þar sem ég ætla mér að horfa á slatta af bíómyndum í fríinu sérstaklega eftir hálskirtlatökuna og miða við að klára stóran hluta 102myndalistans. Við vinirnir erum að pæla í að gera stuttmynd sem einstaklingsverkefni en það gæti líka verið að ég klippi saman trailer úr einhverri bíómynd ég sé bara til eftir áramót. Annars vil ég bara þakka fyrir önnina, þetta er án efa ein áhugaverðasta námsgrein sem ég hef verið í. Mér finnst Siggi eiga mikið hrós skilið, þetta er búið að vera gaman.

The Godfather

Ég horfði á myndina The Godfather eftir skáldsögu Mario Puzo síðast þegar ég var í 10. bekk og þá leigði ég allar 3 myndinar og eyddi deginum í að horfa á þær. Ég horfi á þríleikinn aftur í jólafríinu eftir hálskirtlatökuna og lengi þessa færslu. Ég efa að betri mafíumynd eigi eftir að koma út og þessi kom út 1972, Marlon Brando er svo mikill meistari í þessari mynd. Þegar ég horfi á hana aftur ætla ég að reyna að sjá hana með nýju sjónarhorni og reyna að taka eftir þeim smáatriðum sem við höfum farið í í tímum. Núna er hún í efsta sæti í 250 top movies listanum á IMDb svo það ætti að vera hellingur til að taka eftir. Clip-ið hér að neðan er eitt uppáhalds atriðið mitt með Marlon Brando.

Rashômon

Við horfðum á myndina Rashômon eftir Akira Kurosawa sem kom út 1950 nýlega í skólanum og ég var frekar hrifinn. Myndin gerist á 12. öld í Japan og fjallar um árás illræmda ræningjas Tajomaru á samuraia og konu hans. Ræninginn nauðgar konunni og samurainn deyr en við heyrum fjórar mismunandi sögur af atvikinu og myndin fer í að rekja allar sögurnar og við eigum að meta hver sanna sagan var. Mér fannst þessi mynd góð en ofleikur Japanana fór dálítið í taugarnar á mér. Mér fannst myndatakan mjög góð. Gef henni 3,5 af 5 stjörnum.

Við horfðum á myndina 8 1/2 eftir ítalska leikstjóran Federico Fellini í kvikmyndafræði um daginn og mér fannst hún vægast sagt skrítin. Þessi mynd er að sjálfsögðu mjög spes en hún var á ítölsku og hljóðið sett inná á eftir sem því miður fór ógeðslega í taugarnar á mér.
En myndin segir frá leikstjóranum Guido sem fær engan frið eftir síðustu stórmyndina sína er að undirbúa aðra mynd og flýr inn í draumaheim og fantasíur sem gerir myndina frekar súrrealíska og ruglinslega á pörtum enda finnst flestum hún betri í annað skiptið. Opnunaratriðið í henni er talið eitt það besta í kvikmyndasögunni en það clip má skoða hér að neðan. Þessi mynd er mjög flott og tilkomumikil en hún höfðaði ekki til mín. Ég fann allavega fyrir því að ég var ekki að meta það sem var svona frábært við þessa mynd en gat samt notið hennar á pörtum. Hún er nærri 2 og hálfur tími að lengd og hún virtist enn lengri fyrir mér því ég var að bíða eftir að komast á æfingu sem ég missti svo af því hún var svo fokkin lengi. En þetta er svo tilkomumikil mynd að ég verð eiginlega að gefa henni 4 af 5 stjörnum.

The Seventh Seal

Við horfðum á The Seventh Seal, eða Det Sjunde inseglet, í skólanum um daginn og ég verð að segja að þetta er án efa besta myndin sem við höfum horft á í tímum.
Myndin er eftir sænska leikstjórann Ingmar Bergman og fjallar um riddara sem teflir við dauðann upp á líf sitt á tímum svarta dauða í Evrópu. Fáránlega kúl. Myndin er full af gríni en samt hæfilega alvarleg og heldur sér við efnið. Max von Sydow er í langflestum myndum Bergmans og leikur riddarann í þessari mynd og var mjög góður fannst mér.
Það sem mér fannst merkilegast við þessa mynd voru flott skot. Myndin var full að geðveikt flottum skotum þar sem allt spilaði inní einhvernveginn. T.d. skotið þegar dauðinn kemst að skákleyndarmáli riddarans í kirkjunni þegar andlit dauðans er svo sýnt. Byrjunarskotið sem er hér að neðan er samt flottast fannst mér, þegar riddarinn og dauðinn sitja og spila skák við fjöruna.

Fearless Vampire Killers

Fearless Vampire Killers var ein af þremur myndum eftir Polanski sem við horfðum á þegar við vorum að undirbúa fyrirlesturinn.
Þessi mynd er eins konar grín-spennu-hryllingsmynd sem segir frá professor Abronsius og aðstoðarmanninum hans Alfred og ferð þeirra til Transylvaníu að rannsaka vampírur. Alfred verður ástfanginn af Sarah dóttur húsbondans á bænum sem þeir stoppa á og þeir fara í leiðangur að bjarga henni frá kastala Dracula eftir að hann rænir henni. Polanski sjálfur leikur Alfred og eiginkona Polanski's, Sharon Tate leikur Sarah. Þessi mynd hefur verið fyrirmynd margra mynda eins og t.d. Dracula: Dead and Loving It með Leslie Nielsen og er undir miklum áhrifum þöglu myndanna að mínu mati.
Í clipinu að neðan rænir Dracula Sarah rétt eftir að Alfred hittir hana í fyrsta skipti og verður ástfanginn af henni.


Gef henni 4 af 5 stjörnum.

Rosemary's Baby

Ég horfði á Rosemary's Baby þegar við vorum að undirbúa Polanski fyrirlesturinn okkar. Þó hún sé mjög löng/langdregin fannst mér hún ekki leiðinleg. Mér fannst plotið gott og Mia Farrow lék þetta stórkostlega enda fékk hún Oscar fyrir þetta hlutverk. Auk þess fannst mér tónlistin ótrúlega creepy og man eftir henni frá því ég var lítill, smá svona nostalgíuhryllingur fyrir mig.
Í stuttu máli fjallar myndin um hjónin Rosemary og Guy Woodhouse sem eru að flytja í nýja íbúð í New York þegar margt dularfullt fer að gerast. Þar sem ég er að reyna stuðla að því að fólk drífi sig og horfi á myndir sem það hefur ekki séð sem ég er að blogga um vil ég ekki tala of mikið um söguþráðinn í þessari mynd því myndin er bara söguþráður.
Klassíks hryllingsmynd sem allir ættu að sjá.
Gef henni 4 af 5 stjörnum.

The Shawshank Redemption

Ég horfði á The Shawshank Redemption með pabba eftir endajaxlatökuna um daginn og fannst ég vera að sjá hana í fyrsta skipti. Ég veit ekki hvort það var morfínið en mig minnti ekki að hún hafi verið svona góð enda var ég frekar lítill þegar ég sá hana síðast. Þetta er án efa ein besta mynd sem hefur nokkurn tíman verið gerð. The Green Mile er önnur mynd sem Frank Darabont skrifar handrit að og leikstýrði og þó hún sé ekki alveg jafngóð að mínu mati þá svipar hún mjög til The Shawshank Redemption að því leiti hvernig hún hefur áhrif á mann og nær til manns, mjög tilfinningaþrungnar fangelsismyndir. Þessi mynd er án efa hápunktur Tim Robbins sem er í aðalhlutverki en þó fannst mér Morgan Freeman betri en hann er aldrei aðalpersónan. Myndin vann þó engan Oscar en það er líklega vegna þess að hún var að keppa við Forrest Gump og Pulp Fiction á sínum tíma. Hún er nærri 2 og hálfur tími að lengd og nær að halda manni hæfilega spenntum allan tíman.
En í stuttu máli segir hún frá bankastjóranum Andy Dufresne sem er dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna gruns um morða á eiginkonu sinni og manninum sem hún var að halda fram hjá honum með og reynslu hans í Shawshank fangelsinu.
Eftirfarandi atriði fannst mér eitt af þeim bestu í þessari mynd en þetta er þegar Red vinur Andy's er orðinn þreyttur á endurhæfingarkerfinu í fangelsinu og drullar yfir liðið.

Some Like It Hot

Some Like It Hot er önnur önnur mynd sem ég missti af og hafði loksins tíma til að horfa á. Í þessu meistaraverki eftir Billy Wilder er Marilyn Monroe í essinu sínu. Epísk mynd. Þetta er fyrsta mynd sem ég sé Marylin Monroe leika í og ég var mjög hrifinn. Klassísk, fyndin og skemmtileg mynd.
Hún fjallar um 2 tónlistarmenn sem verða vitni af St. Valentine's Day blóðbaðinu og reyna að forða sér undan mafíunni sem er að reyna að drepa þá. Þeir dulbúast sem konur og komast að því að eina leiðin til að meika pening er með því að stofna stelpuband. Annar þeirra verður ástfanginn af Marilyn en má ekki segja henni að hann sé gaur því þá fokkast allt upp og hinn er með erfiðan ríkann gamlan kall slefandi yfir sér sem lætur hann ekki í friði. Klassískt grín, mæli eindregið með þessari mynd.
Gef henni 4,5 af 5 stjörnum.
Hér má sjá söngatriði úr myndinni:

American Movie

Ákvað að drífa mig og horfa á American Movie því ég missti af henni á sínum tíma. Mér fannst hún ágæt. Í stuttu máli er þetta heimildarmynd um kvikmyndagerðarmanninn Mark Borchardt sem vinnur að því að gera hryllingsstuttmynd. Hann fær vini og ættingja til að hjálpa sér og eltir drauminn í 3 ár sama hvað bjátar á.
Þessi mynd er fyndin og mjög steikt á pörtum eins og sjá má á clipinu hér fyrir neðan en mér fannst hún verða dálítið langdregin undir lokin og var frekar hæg á pörtum.
Eina sem mér fannst athugavert við myndina var hvað klippingin var skemmtileg.
Gef henni 3 af 5 stjörnum.

Chinatown

Chinatown er ein besta mynd Polanski's ef ekki sú albesta. Hún kom út 1974 og vann Oscar og 17 önnur verðlaun og er nú í 46. sæti á top250 lista IMDb.
Ég sá hana fyrst þegar við vorum að undirbúa fyrirlestur um Polanski og ég var límdur við skjáinn í þessa rúmu 2 tíma.
Í þessari mynd er eitt besta plot sem ég hef séð í bíómynd enda vann hún Oscar fyrir besta handrit. Jack Nicholson er snilld í þessu aðalhlutverki og segir myndin söguna frá hans sjónarhorni. Í stuttu máli fjallar myndin um það þegar einkaspæjarinn JJ 'Jake' Gittes uppgötvar leynilega glæpastarfsemi þegar hann tekur að sér mál Evelyn Mulwray sem heldur að eiginmaður sinn sé að halda framhjá sér.
Þessi mynd er skylduáhorf og ætla ég mér ekki að tala mikið meira um hana. Gef henni 5 af 5 stjörnum

Stardust

Ég fór með litla frænda minn á Stardust fyrir skömmu og fannst hún furðulega góð. Ástæðan fyrir því að ég valdi þessa mynd var sú að engin önnur kom til greina, mig langaði ekkert að sjá þessa mynd því trailerinn hreif mig alls ekki.
Það var nefnilega þannig að aðalleikarinn, Charlie Cox, sem ég hef aldrei séð áður og var ekki að búast við neinu frá, lék þetta geðveikt vel. Ég var að búast við klisjukenndri væmri ævintýramynd en ég fílaði hana í botn. Robert De Niro leikur líka klæðskipting og stendur sig vel í því.
Í stuttu máli fjallar myndin um fátækan búðarstrák sem er staðráðinn í að giftast einhverri ríkri tussu og segist ætla færa henni stjörnu sem þau sjá hrapa. Eitt leiðir af öðru og hann endar á að ferðast inn í einhvern töfraheim og ég vil ekki segja mikið meira.
Ég komst að því þegar ég fór að skoða IMDb að leikstjórinn Matthew Vaughn leikstýrði og skrifaði handrit Layer Cake m.a. svo það var kannski engin tilviljun að þessi mynd hitti í mark, enda fær hún 8.1 á IMDb. Þetta er ein af þeim fáu típísku ævintýramyndum þar sem ég trúði leik aðalpersónunnar og datt inn í myndina. Þetta kom á óvart því ég er vanalega ekki fyrir svona myndir.
Gef henni 4 af 5 stjörnum.

Sunday, October 28, 2007

American Psycho

Þegar American Psycho var nýkomin á videoleigur sá ég hluta af henni þegar bróðir minn leigði hana en það var ekki fyrr en síðustu helgi að ég horfði á alla myndina. Ég var vægast sagt mjög hrifinn. Í stuttu máli fjallar myndin um myndarlegan, gáfaðan og moldríkan CEO, Patrick Bateman, sem býr á Wall Street. Hann þjáist af geðklofa og er vanur að komast upp með að myrða fólk. Hann þolir ekki kærustuna sína sem hann grunar að sé að halda fram hjá sér og er að halda fram hjá henni með þunglyndri kærustu samstarfsmanns síns. Myndin segir frá því hvernig geðveikin hans þróast og hvernig það hefur áhrif á hann. Við sjáum inn í hugarheim hans meðan hann er eins konar þulur gegnum myndina. Eftirfarandi quote er gott dæmi:

Patrick Bateman: I have all the characteristics of a human being: blood, flesh, skin, hair; but not a single, clear, identifiable emotion, except for greed and disgust. Something horrible is happening inside of me and I don't know why. My nightly bloodlust has overflown into my days. I feel lethal, on the verge of frenzy. I think my mask of sanity is about to slip.

Mér finnst eftirfarandi clip lýsa persónu Patrick's mjög vel en það er þegar hann myrðir Paul Allen samstarfsmann sinn sem fer mikið í taugarnar á honum. Snilldaratriði. Mig minnir að bróðir minn hafi bannað mér að horfa á meira af myndinni eftir þetta atriði snemma í myndinni:


Christian Bale leikur aðalhlutverkið snilldarlega eins og flest önnur hlutverk sem hann fær eins og sjá má á clipinu að ofan. Mér fannst hann ná þessu hlutverki sérstaklega vel í þessari mynd og ég náði alveg að sökkva mér inn í hugarheim Patrick's. Þessi mynd er meistaraverk sem allir ættu að sjá. Ég gef henni 4,5 af 5 stjörnum.

The Seeker: The Dark is Rising

Þessi færsla er aðallega hugsuð í forvarnatilgangi og fer eftirfarandi texti í að drulla yfir þessa bíómynd. Þessi mynd er byggð á vinsælli bók og miðað við það sem ég sá af trailernum gerði eg ráð fyrir að The Seeker: The Dark is Rising væri ævintýramynd sem ég gæti þolað að horfa á með litla frænda mínum en þetta var alls ekki virði 300kr. kl. 1 á laugardegi. Þegar ég fór á myndina gerði ég mér grein fyrir að þessi myndi yrði ekkert meistaraverk en bókin fékk fína dóma. Myndin var hræðilega misheppnuð. Gagnrýnendur á IMDb.com segja allir það sama. Í stuttu máli fjallar hún um strák sem uppgötvar á 14 ára afmælisdegi sínum að hann einn getur bjargað heiminum með undarlegum kröftum sem hann uppgötvar smám saman. Eins og sjá má er David L. Cunningham enginn meistaraleikstjóri og myndin er gott dæmi um það. Brellurnar voru svo misheppnaðar að þær voru langt frá markmiði sínu að vera kúl. Og það hefði ekki verið mikið mál að gera vonda kallinn kúl. En hann var alls ekki kúl. Hann var ömurlegur. Ég trúði engum tilfinningum sem leikararnir áttu að sýna, sérstaklega ekki aðalhetjunnar, Will Stanton, sem Alexander Ludwig lék illa. Klisjukennd og ömurleg bíómynd sem enginn ætti að sjá. Hálf af 5 stjörnum.

Sunday, October 21, 2007

Top 10 listinn (1. Hluti): Fear and Loathing in Las Vegas

Eftir að heyra Árna tala um hvað Fear and Loathing in Las Vegas sé mikil snilld og ein af 7 langbestu myndum sem hann hefur séð ákvað ég að horfa á hana. Meistaraverk. Hún er svo ótrúlega fokkin vel leikin. Johnny Depp og Benicio Del Toro fara á kostum í henni. Leikstjóri myndarinnar, Terry Gilliam, hefur leikstýrt snilldarmyndum á borð við 12 Monkeys og Monty Python and the Holy Grail. Í stuttu máli segir myndin sögu blaðamannsins Raoul Duke og lögfræðingsins Dr. Gonzo. Þeir eru á leið til Las Vegas til að horfa á einhvern kappakstur í eyðimörkinni sem Raoul Duke á að skrifa grein um. Í myndinni er sagt frá reynslu þeirra af hinum ýmsu eiturlyfjum í Las Vegas. Hún er troðfull af geðveikum línum og eftirfarandi quote lýsir ferðalaginu þeirra frekar vel:

Raoul Duke: We had two bags of grass, seventy-five pellets of mescaline, five sheets of high-powered blotter acid, a saltshaker half-full of cocaine, and a whole galaxy of multi-colored uppers, downers, laughers, screamers... Also, a quart of tequila, a quart of rum, a case of beer, a pint of raw ether, and two dozen amyls. Not that we needed all that for the trip, but once you get into locked a serious drug collection, the tendency is to push it as far as you can. The only thing that really worried me was the ether. There is nothing in the world more helpless and irresponsible and depraved than a man in the depths of an ether binge, and I knew we'd get into that rotten stuff pretty soon.

Þessi mynd er í sérflokki. Hún er ótrúlega spes. Hvert einasta atriði er ógeðslega fyndið og kúl. Myndatakan sýnir vel hvernig þeim líður undir áhrifum og túlkar vel áhrifin meðan Johnny Depp er eins konar þulur myndarinnar og segir okkur frá hverju smáatriði.

Hér er snilldarquote úr myndinni þegar Raoul rankar við sér eftir klikkað blackout:

Raoul Duke: When I came to, the general back-alley ambience of the suite was so rotten, so incredibly foul. How long had I been lying there? All these signs of violence. What had happened? There was evidence in this room of excessive consumption of almost every type of drug known to civilized man since 1544 AD. What kind of addict would need all these coconut husks and crushed honeydew rinds? Would the presence of junkies account for all these uneaten french fries? These puddles of glazed ketchup on the bureau? Maybe so. But then why all this booze? And these crude pornographic photos smeared with mustard that had dried to a hard yellow crust? These were not the hoofprints of your average God-fearing junky. It was too savage. Too aggressive.

Hér er eitt af bestu atriðum myndarinnar þegar þeir taka ether og fara í spilavítið. Þetta atriði er gott dæmi um hvernig myndin fjallar um hvert eiturlyf fyrir sig og gerir vel grein fyrir áhrifum þess með hjálp frábærra leikara og snilldarmyndatöku:


Þessi mynd fer beint í top 10 listann minn. Ég gef henni auðvitað 5 af 5 mögulegum stjörnum. Nú er ég búinn að blogga um 1 af 10 bíómyndunum sem eru á top 10 listanum mínum og næstu 9 færslur ættu að vera um top 10 listann.

Shark Bait með íslensku tali

Drasl.

Wednesday, October 10, 2007

The Cabinet of Dr. Caligari

Í morgun horfðum við á expressionism hryllings-myndina The Cabinet of Dr. Caligari. Mér fannst hún frábær. Klikkuð tónlist sem hélt myndinni gangandi, scary og intense. Ég var alveg að fíla expressionismann, fannst þetta vel leikið og kúl. Þetta er næstbesta silent mynd sem ég hef séð á eftir The General en þær fá sömu einkunn á imdb.com. Í stuttu máli fjallar myndin um tvo vini, Francis og Alan, sem fara í tívolí og sjá sýningu hjá Dr. Caligari þar sem hann hefur til sýnis Cesare, sem getur spáð fyrir um framtíð fólks, Alan þeirra spyr hve lengi hann muni lifa, og Cesare segir að hann muni deyja fyrir dögun. Svo rætist það og Caligari er grunaður um morð og flýr á geðveikrahæli þar sem Alan ásakar forstjórann um að vera Caligari.. ef þið hafið ekki séð myndina vil ég helst ekki segja meira en ég mæli virkilega með þessari mynd. Gef henni 4 af 5 stjörnum.

Sunday, October 7, 2007

Help Me Eros

Ég ákvað að skella mér á þessa mynd því þetta var ein af þeim myndum sem Árni talaði um að vilja sjá og mig langaði að nýta restina af RIFF kortinu mínu og bauð vini mínum með mér. Þetta var síðasta RIFF myndin sem ég fór á og ég var ánægður með hana eins og hinar tvær. Líkt og með Shotgun Stories sökk ég inn í þessa mynd. Hún gerist í Japan og fjallar um mann sem ræktar og reykir marijuana allan daginn og sekkur í þunglyndi þegar hlutabréfin hans falla og kærastan hans yfirgefur hann. Sagan segir frá lífi hans og konunnar hjá hjálparlínunni sem reynir að fá hann til að hætta við að fremja sjálfsmorð. Á sama tíma kynnist hann einni af stelpunum á myndinni sem vinna í búð fyrir neðan íbúðina hans og síðar þeim öllum. Mörg flott atriði í þessari mynd, hún heldur manni límdum. Hún hefur líka opinn endi sem ég fíla mikið. Gef henni 4 af 5 stjörnum.
Hér má sjá trailer úr myndinni.

Monday, October 1, 2007

Fargo

Mig er búið að langa að sjá þessa mynd mjög lengi. Ég hef heyrt frá mörgum að þessi mynd sé með þeim betri sem þeir hafa séð og svo er hún með top rated myndum á imdb.com og einnig á þessum bíómyndalista sem Siggi lét okkur hafa. Svo ég dreif mig og downloadaði henni um helgina. Myndin fjallar um bílasala sem lætur ræna konunni sinni til þess að fá pening út úr ríkum tengdaföður sínum. Hún segir tvær sögur sem tengjast líkt og í myndinni Crash, annars vegar af lögreglukonu sem segir ítrekað "Ya..." og tekur að sér morðmál myndarinnar og hins vegar af manninum sem lætur ræna konunni sinni og persónum þeirrar hliðar sögunnar og allt endar í fári líkt og í Crash. Söguþráðurinn var góður, ég tók eftir því að klippingin var hæg sem skapaði dramatískari stemmningu í myndinni enda var hún róleg og mikið gert úr tilfinningum persónanna nema ljóshærða gaursins hér að neðan sem er skilgreiningin á illum manni. Ég sá þessa mynd víst á sínum tíma en var lítill og man lítið eftir henni og fékk svona skemmtileg flashbacks þegar ég horfði á myndina meðan kunnulegu atriðin runnu saman, eins og þegar illi maðurinn tróð félaga sínum í tætarann. Mæli eindregið með þessari mynd, 4,5 af 5 mögulegum stjörnum.

Friday, September 28, 2007

Shotgun Stories

Þetta var önnur myndin sem ég sá á kvikmyndahátíðinni og jafnframt sú besta. Ég sá hana fyrra föstudagskvöldið strax á eftir You, the Living. Siggi sagði að þessi mynd væri ein þeirra sem hann langaði að sjá á myndinni og með þeim sem voru fyrst síndar svo ég skellti mér á hana með nokkrum vinum mínum. Hún kom mjög á óvart. Miðað við hvernig hún byrjaði var ég ekki að búast við svona rosalega flottri mynd. Þetta var svona mjög kúl smalltown hillbilly mafíudrama. Ég sökk gjörsamlega í þessa mynd. Söguþráðurinn var flottur og góð twists, persónurnar góðar og gott feel yfir myndinni í heild, hélt manni límdum. Í stuttu máli segir hún frá þremur fremur ólíkum bræðrum sem voru yfirgefnir af föður sínum á ungum aldri og deilum þeirra við hálfbræður sína sem faðir þeirra ól upp. Báðir bræðrahóparnir sjá hversu langt þeir munu fara til þess að vernda fjölskyldu sína. Sá elsti er mjög territorial spilafíkill og er við það að missa konuna sína, honum er mjög annt um son sinn og reynir að hitta hann eins oft og hann getur. Sá næsti býr hálfpartinn einn í bílnum sínum og kennir nokkrum strákum í bænum körfubolta og ég myndi lýsa honum sem frekar einmana aumingja, allavega mýkstur af þeim bræðrum. Sá yngsti hins vegar á góða kærustu sem hann ætlar að giftast og á sér besta framtíð af þeim þremur. Hann býr í tjaldi við hús stóra bróður og er mjög árásargjarn og skammar mjúka bróður sinn mikið fyrir það. Mér fannst hún rosalega vel leikin. Strax og ofbeldið byrjaði fór ég að finna til með bræðrunum og loks þeim öllum. Síðan var auðvitað naðran í sögunni sem ýtir undir deilurnar með því að slúðra og sú persóna sinnti sínu hlutverki vel. Mér fannst mjög flott hvernig þögnin spilaði sitt hlutverk í myndinni, það var ekki mikið um tónlist, þá fannst mér ég taka meira eftir tilfinningum persónanna. Miðað við hversu low budget þetta var verð ég að gefa henni 4,5 af 5. Frábær mynd.

Du Levande

Þó mér hafi fundist þessi mynd mjög góð var hún síst af þeim þremur sem ég sá á kvikmyndahátíðinni. Þetta var sú fyrsta sem ég sá og kom frekar mikið á óvart eins og þær allar reyndar. Miðað við það sem Siggi vissi um leikstjórann Roy Andersson gat hann fullvissað okkur um að þessi mynd yrði snilld sem hún var. Ótrúlega súrrealísk og fyndin. Í stuttu máli fjallar hún um mannkynið, það góða og slæma, fyndna og sorglega, kvíða og öryggi, ást og hatur og þörf fólks til að elska og vera elskaður. Myndin fjallar um nokkrar persónur og flakkar milli þeirra gegnum myndina og segir frá þeirra lífsreynslum og þráum. Hún er eins og samansafn af fyndnum sketchum og segir nokkurs konar sögu af þessum persónum og þeirra vandamálum á kómískan hátt. Það var mjög fyndinn andi í myndinni og mikið af endurtekningum sem gerði þetta mjög flott, kúl stíll líka. Góður og mjög spes húmor, allir geðveikt repulsive og þunglyndir í ógeðslegu samfélagi, svo ýkt að það varð geðveikt fyndið. Atriðið í byrjun þar sem konan öskraði og skellti hurðinni var fullkomið opening á myndinni og besta atriðið var þegar gaurinn reif dúkinn af borðinu í matarboðinu, á eftir því var konan með hjálminn.. mér fannst líka gott þegar sálfræðingurinn came clean. Mjög fyndin mynd. Eins og sést á myndinni fyrir neðan er þetta frekar steikt mynd og margir eru eitthvað svo út úr heiminum. Mér finnst myndin ná raunveruleikanum mjög vel þó hann sé frekar þunglyndur í myndinni. Eins og Siggi sagði var Roy Anderson mjög lengi að plana þessa mynd og mér fannst það sjást. Atriðin voru útpæld og sögðu hvert um sig. Maður kynntist persónunum mjög vel eftir fyrsta atriðið um þær enda voru flest atriðin mjög löng og sum frekar gróf. Framar öllu var þetta mjög frumlegtl, 3,5 af 5 stjörnum.

The General

Snilldarmynd. Ótrúlega vel gerð. Stemmningin í myndini var mjög góð og ég fílaði tónlistina í botn. Klippingin var snilldarleg og ég fékk virkilega á tilfinninguna að þessi mynd væri meistaraverk. Mikið og gott comic releaf, Buster Keaton lék þetta frábærlega og ég gat hlegið helling að öllum fíflalátunum. Mér fannst ákveðin stemmning í því að lesa textana í stað þess að heyra í leikurunum, þetta er önnur silent myndin sem ég sé, sú fyrri var Nosferatu. Gaman að sjá hvað allt var útpælt eins og þegar Buster fokkaði upp teinunum og brenndi brúnna og svo auðvitað atriðið þegar lestin hrundi á henni var rosalegt. Mér fannst húmorinn mjög góður og hafði virkilega gaman af þessari mynd, hún fær fullt hús stiga frá mér.

Tuesday, September 25, 2007

Ratatouille

Góð teiknimynd. Skemmtileg með flottum og spes söguþráð. Ein af þessum alvöru teiknimyndum, imdb.com gefur henni 8.4 sem mér finnst reyndar fullmikið því mér fannst hún ekkert epísk. Og mig langaði ekkert að sjá hana eftir að hafa séð trailerinn en fór eftir að ég frétti af einkunninni sem imdb gaf henni. Þegar ég pæli í því var hún alveg meistaralega gerð, teikningin og raddirnar og hvernig allt var eitthvað svo smooth. Fyndnar persónur og skemmtilegur endir. Mér finnst einmitt mjög pirrandi þegar svona grínteiknimyndir fara út í allt of sorglegt drama, drama parturinn í þessari mynd var í mesta lagi í eina mínútu svo maður sökk ekkert í niður í það. Mæli með þessari mynd.

Friday, September 21, 2007

Guðný Halldórsdóttir

Ég hafði mjög gaman af þessari heimsókn Guðnýjar. Það fór ekki milli mála að hún hefur lengi verið í þessum bransa. Hún var hress og skemmtileg og hafði held ég bara frekar gaman af því að tjá sig. Ég tel mig hafa lært helling af þessum fyrirlestri hvað varðar kvikmyndagerð og leikstjórn. En þó hún sé á móti miklum auglýsingum sé ég eftir að hafa ekki nefnt trailer myndarinnar við hana því hann var ömurlegur. Ég var að búast við frekar slakri mynd eftir að hafa séð trailerinn og hefði ekki farið á hana ef hópurinn hefði ekki farið saman. Í bæði skiptin sem við höfum fengið að spjalla við leikstjóra íslenskra mynda hefur mér þótt skemmtilegast þegar leikstjórarnir segja frá ódýru trickunum sem þeir nota í myndunum og auðvitað fyndnu uppákomunum eins og með hundinn sem var hengdur.

Monday, September 17, 2007

The Crying Game

Um helgina horfði ég á The Crying Game. Vel gerð mynd og á fullkomlega rétt á sér á þessum bíómyndalista. Góður leikur í myndinni en hún hefur ekki kostað mjög mikið þar sem lítið action er í myndinni. Twistið í myndinni shockeraði mig doldið þó mig hafi grunað það fyrst en svo sannfærði ég sjálfan mig um að það gæti varla verið og svo BOOM! þarna var það eftir allt saman(þeir sem hafa séð myndina vita hvað ég á við). Söguþráðurinn var mjög skemmtilegur en mér fannst myndin mjög kjánaleg á pörtum, eins og þegar Forest Whitaker var sífellt hlaupandi í hvíta gallanum sínum í draumum aðalpersónunnar. Ég fattaði aldrei hvað var í gangi í hausnum á aðalpersónunni, þessi mynd ruglaði mig dálítið.

Sunday, September 16, 2007

Veðramót

Ég var mjög ánægður með þessa mynd. Hún kom mjög á óvart þar sem ég bjóst við lélegri mynd eftir að hafa séð trailerinn. Klárlega besta íslenska mynd sem ég hef séð sem eru því miður fáar. Hún var vel leikin og dramatíkin var miklu meiri en ég var að búast við. Hilmir Snær frændi minn stóð sig prýðilega í aðalhlutverkinu eins og svo oft áður og hann fær feitt prik fyrir þessa mynd. Mér fannst túlkunin á geðkvillunum í myndinni áhugaverðir. Ég hef verið að vinna með fólki með svipaða röskun og ég var mjög ánægður með hvernig þeir túlkuðu geðveikina í myndinni. Ég er mikill áhugamaður um sálfræði og var frekar sáttur með þá hlið á myndinni. Burt séð frá því hve rosalega ógeðsleg myndin var þá var hún virkilega áhrifarík og ég var frekar shockeraður eftir hana. Ekki mjög oft sem það kemur fyrir mig. Þessi mynd er klárlega ein af þessum góðu íslensku myndum sem fólk ætti að sjá.

Kvikmyndalistinn

Bráðlega horfi ég á margar af þessum myndum á kvikmyndalistanum og ætla þá að velja top 10 af því sem ég hef séð þar og hafa það á þessum top10 lista. Ég hef séð of lítið af svona must-see bíómyndum og ætla taka mig til og horfa á slatta af þessum lista og blogga um þær um leið og ég set þær í top10. Svo á ég eftir að horfa á og blogga um American Movie því ég komst ekki í miðvikudagstímann eftir skóla þegar hún var sýnd.

Maraþonið

Við fengum myndavélina ekki fyrr en 16:30 daginn sem við áttum að taka upp stuttmyndina þegar nokkrir okkar voru búnir í skólanum 13:10 svo við fengum litlan tíma til þess að stúdera myndavélina almennilega áðuren við þurftum að hefjast handa við að skjóta þessa mynd. Sjálfum fannst mér myndin heppnast vel miðað við aðstæður en við klúðruðum lýsingunni gjörsamlega. Pældum allt of lítið í ljósopinu og þegar við vorum að klára myndina um kvöldið neyddumst við því miður til þess að taka lokaatriðið upp úti. Það varð til þess að birtan varð ávallt minni og minni með hverri klippu sem er frekar kjánalegt. Ég var samt ánægður með effectana sem við höfðum í myndinni, hvernig við létum Andrés hoppa úr fötunum í karategallann og hvernig búálfurinn hvarf. Forföll leikara höfðu líka sín áhrif en við fengum Steinar í 6.B til þess að leika búálfinn sem heppnaðist ótrúlega vel. Við hefðum viljað miklu lengri tíma til þess að gera þetta og hvað þá læra á vélina. Tíminn sem það tók vélina að byrja að skjóta og stoppa tafði helling líka. Þetta var gert í allt of miklum flýting.

Wednesday, August 29, 2007

Astrópía

Þegar ég fór á myndina var ég ekki alveg viss hvers konar mynd þetta var og fattaði ekki alveg fyrstu grínatriðin því ég var ekki viss hvort atriðin hefðu átt að vera fyndin plús það hve mörg börn voru á sýningunni sem hlóu ekkert. Ég var mjög hrifinn af stíl myndarinnar, mér fannst hún mjög frumleg og söguþráðurinn skemmtilegur. Nördahúmorinn var góður og sérstaklega larpið í Öskjuhlíðinni. Ég var mjög sáttur með leikarana í myndinni, Ragnhildur Steinunn skilaði sínu. Þó fannst mér dálítið asnalegt hve mikið var gert uppúr kjánalegum skilmingaratriðum í lokin en þetta var auðvitað grínmynd.

Eftir að hafa hlustað á leikstjóra myndarinnar varð ég enn hrifnari af myndinni. Það heillaði mig hvernig hann lýsti því fyrir okkur hvernig hann bjó myndina til. Brellurnar sem voru ótölvugerðar, aðallega þá þegar veggirnir féllu í spilaherberginu.

Fyndin hugmynd að sjálfri myndinni líka, hvernig hún varð til. Hot gella labbar óvart inn í Nexus nördaverslun í leit að Eskimo Models, og allt spann þetta frá því.

Ég gef myndinni 3 stjörnur af 5

Saturday, August 25, 2007

Rush Hour 3

Fín mynd. Hún kom á óvart og mér fanns hún óútreiknanleg og skemmtileg. Mikill hasar, flott kvenfólk, ekkert langdregin og fyndin með góðum söguþráð. Vel gerð mynd.

Chris Tucker getur verið þreytandi en one linerarnir hans í þessari mynd voru ágætir. Ég hafði allavega gaman af honum.

Fátt annað að segja um þessa mynd, fín afþreying.

Friday, August 24, 2007

Transformers

Ég vil byrja á að segja að ég var ekkert inní þessu Transformers æði á þessum tíma og var að sjá þetta allt í fyrsta sinn í myndinni. Mér fannst myndin skemmtileg útaf tæknibrellunum og húmor en var að búast við öðruvísi characterum hjá þessum vélmönnum, ég fékk kjánahrollinn frekar oft.
Vélmennin minntu á Matt Damon í Team America grínmyndinni. Og mér fannst raddirnar hjá þeim svo misheppnaðar að ég fann til. Ræðan sem Optimus Prime fór með í lokin gaf mér leiðilegan kjánahroll. Aðalpersónan var líka svo asnalega dæmigerður bandarískur unglingur. Plotið var augljóst og ófrumlegt og ég vissi einhvern veginn alltaf hvað var að fara að gerast. En myndin átti kannski að vera þannig.
Hins vegar var ég mjög hrifinn af tæknibrellunum. Þær gerðu myndina worth watching. Enda fór ég á myndina til að sjá tæknibrellurnar.
Fín mynd ef maður er Transformers fan.