Tuesday, February 26, 2008

Star Wars Episode VI: Return of the Jedi

Þá er það síðasta Star Wars færslan í bili. Mér finnst Return of the Jedi góð en ekki koma með margt nýtt til sögunnar og því eiginlega típískt framhald af The Empire Strikes Back sem sló svo rosalega í gegn enda erfitt að gera betur.

Þessi mynd er svolítil nostalgía fyrir mig. Mér fannst hún lengi best af gömlu Star Wars myndunum og horfði langmest á hana þegar ég var lítill. Mér fannst Luke bara eitthvað svo svalur með þetta græna geislasverð, kominn með svarta skikkju og farinn að kyrkja fólk líkt og pabbi sinn.

Hressir feðgar.

Stríðssenurnar í skóginum með litlu Ewokunum finnst mér æðislegar. Ég gat horft aftur og aftur á atriðin þar sem Ewokarnir rústuðu AT-ST vélmennunum og hló alltaf jafnmikið.

Ég tók eftir einu sem versnaði í myndinni við endurnýjunina á tæknibrellunum. Sarlacc skrímslið á Tatooine í byrjun myndarinnar þegar Jabba ætlar að aflífa Luke og félaga varð svo gervilegt eftir breytinguna að mér finnst að það ætti að breyta því aftur.

Stríðin í geimnum verða alltaf flottari og flottari með hverri Star Wars myndinni vegna vaxandi tölvutækni og það er miklu meira gert úr þeim í þessari mynd en hinum tveimur fyrri nú þegar það á að stúta Death Star í annað sinn.

Mér finnst þetta góður endir á sögunni. Hæfilega dramatískur með happy ending og hæfilega lokaður. Ég gef myndinni 5/5 stjörnur því hún er í svo miklu uppáhaldi hjá mér. Persónulega vona ég að George Lucas taki sér góðan tíma áður en hann gerir næstu Star Wars mynd ef hann ákveður að gera það og geri það þá almennilega.

Svona í tilefni þess að þetta er loka Star Wars færslan set ég myndband með epískum lokabardaga Luke og Vader og svo dauða Vader's klippt saman. Ég man hvað ég gat endalaust horft á þetta þegar ég var lítill og spólaði alltaf yfir geimflaugasenurnar.

Monday, February 25, 2008

Star Wars Episode V: The Empire Strikes Back

Þessi mynd er ein af þeim fáu "framhaldsmyndum" sem eru umdeilanlega betri en myndin sem kom á undan. Ég held að ástæðan fyrir því sé samspil af því að hún fékk miklu stærri budget eftir vinsældir fyrstu myndarinnar og það hvað söguþráðurinn í þessari mynd er miklu þéttari og með fullt af nýjum persónum án þess að missa neitt af því frábæra sem fyrsta myndin hafði. Þessi mynd mynd er með betri tæknibrellur, meiri hasar, fleiri djúpar persónur, fleiri plánetur, meiri dramatík, eftirminnilegri atriði og 3 mínútum lengri en fyrsta myndin.


Eitt frægasta atriði kvikmyndasögunnar.

Mér finnst bestu leikararnir í þessari mynd vera Harrison Ford og Billy Dee Williams sem leikur Lando Calrissian. Þó Mark Hamill standi sig príðilega eins og í hinum myndunum þá finnst mér hann ekki nærri því eins góður leikari og Ford enda verður Hamill engin stjarna eftir leik sinn í þessum myndum.

Ég verð að hrósa John Williams fyrir tónlistina í þessari mynd enda vann hann Óskarsverðlaun fyrir vikið. Öll tónlistin í myndinni finnst mér ótrúlega góð og The Imperial March finnst mér eitt flottasta theme song sem ég hef heyrt.

Stríðið á Hoth var líka alveg vel epískt. Þar komu fullt af nýjum vélmennum og tækjum til sögunnar og fyrsta svona stríðið sem við sjáum í Star Wars. Þar sést greinilega að þessi mynd hafði mun stærri budget en sú fyrri. Í þessari mynd sjáum við líka Yoda og Emperor Palpatine koma fyrir í fyrsta sinn en þeir eru mikilvægar persónur í öllum myndunum nema þeirri fyrstu.

Irvin Kershner með Yoda í hendi sér.

En svo það komi örugglega fram þá leikstýrði George Lucas ekki þessari mynd heldur var það Irvin Kershner en hann leikstýrði meðal annars RoboCop 2.
Þetta er ein besta bíómynd sem ég hef séð og ég hef ekkert til að setja út á hana. Ég gef henni 5/5 stjörnur.

Star Wars Episode IV: A New Hope

A New Hope er óneitanlega ein áhrifamesta bíómynd allra tíma. Mörgum finnst hún besta Star Wars myndin en persónulega finnst mér hún næstbest. Ég horfði á hana margoft þegar ég var lítill og hlýt að hafa séð hana svona 100 sinnum. En þegar ég horfði á hana núna um jólin reyndi ég að horfa á hana með augum kvikmyndagagnrýnanda sem ég hef aldrei gert áður.

Hún hefur alla þá þætti sem góð bíómynd þarf að hafa. Góða leikara og leikstjórn, frábæran söguþráð og persónur, byltingakenndar tæknibrellur og epíska tónlist. En þrátt fyrir allt þetta komu vinsældir myndarinnar öllum á óvart, jafnvel Lucas sjálfum. Reyndar er hálfáránlegt að vinsældir hennar hafi ekki komið einhverjum á óvart því hún varð svo sjúklega vinsæl.

Ekki má gleyma því að þessi mynd er 30 ára gömul. Þó næstum öll eintök af myndinni í dag séu með endurnýjuðum tæknibrellum voru upprunalegu brellurnar samt geðveikar og vöktu gríðarlega athygli.

Geðveikt skot.

Það var líka þessi mynd sem gerði Harrison Ford frægan. Persónulega finnst mér hann besti leikarinn í myndunum á eftir Alec Guinness sem er fullkominn í sínu hlutverki. Lucas hefði heldur ekki getað valið betri raddleikara fyrir Darth Vader, James Earl Jones gerir þetta meistaralega.

Ég held að ef þessi mynd hefði komið út á þessu ári hefði hún ekki verið nærri því eins góð. Mistökin sem Lucas gerði í nýju myndunum voru þau að hann lagði mesta áherslu á tæknibrellur og vanrækti hitt. Það að fá áhættuleikara til að hoppa í heljarstökk fyrir gömlu leikarana eða jafnvel tölvuteikna einhver backflips fyrir þá voru stór mistök og sem betur fer vantaði það í þessa mynd. Ég get ekki gefið henni minna en 5/5 stjörnur.

Monday, February 18, 2008

Star Wars Episode III: Revenge of the Sith

Þó Hayden Christensen leiki í nýjustu Star Wars myndinni, Revenge of the Sith, er ég alls ekki eins ósáttur með hana eins og episode I og II. Þvert á móti er þessi mynd semi í uppáhaldi hjá mér því mér finnst þessi hluti sögunnar svo svalur. Þessi hluti er mest brutal af þeim öllum og by far sá dramatískasti enda er þetta "risið" í allri sögunni.

En Hayden kom dálítið á óvart. Mér fannst hann talsvert betri í þessari mynd en episode II en þar var hann með kúkinn langt upp eftir bakinu.


Já mér fannst Hayden ekki standa sig eins ógeðslega í þessari mynd eins og þeirri síðustu en það var kannski aðeins auðveldara fyrir hann að pulla svona svalan character sem er alltaf með hettu á hausnum, hann fékk líka 3 ár til að æfa sig frá Attack of the Clones.

Mér fannst Ian McDiarmid standa sig mjög vel í þessari mynd. Þó var örlítið asnalegt þegar hann hvæsti á Samuel L. Jackson. Ég man að ég byrjaði virkilega að hlakka til myndarinna þegar ég heyrði hann segja "...Rise" í trailer myndarinnar og fæ semi hroll þegar ég heyri ræðuna þar sem hann krýnir Vader.

John Williams var eiginlega sá eini sem stóð sig fullkomlega í þessari mynd. Tónlistin er svo geðveik. Honum tókst að gera myndina geðveikt dramatíska eins og mér finnst myndbandið að neðan sýna ágætlega. Þakka "antidonnie" fyrir að senda þetta myndband inná youtube.
Svalasta atriði myndarinnar að mínu mati er þegar Anakin slátrar The Separatists á Mustafar en það byrjar á 2:06 í myndbandinu að neðan.


Mér fannst Lucas leggja miklu meiri vinnu í þessa mynd en hinar tvær á undan og takast vel í að gera þessa mynd dramatíska.
Ég gef þessari mynd 4 af 5 stjörnum.

Star Wars Episode II: Attack of the Clones

Þá er það næstlélegasta Star Wars myndin, Attack of the Clones. Mér fannst þessi mynd góð þegar ég sá hana fyrst enda sá ég ekkert nema svalar tæknibrellur. Hún segir söguna á ágætan hátt en sem bíómynd út af fyrir sig fannst mér hún ekki góð. Það sem mér fannst fara úrskeiðis í þessari mynd er nokkurn vegin útskýrt í eftirfarandi myndbandi.


Hayden Christensen er ömurlegur í þessari mynd.

Ég fílaði Anakin engan vegin í þessari mynd og fannst þessi fyrirsæta, Hayden Christensen, leika þetta hlutverk ömurlega. Og þar sem öll myndin fjallar um persónuna sem hann leikur finnst mér það vera honum að kenna hvað þessi mynd er léleg.

Mér finnst eins og George Lucas hafi bara leikstýrt þessari mynd lélega. Meira að segja
Samuel L. Jackson er kjánalegur. Allir leikararnir hljóma eins og þeir séu að lesa handritið upphátt. Þó Ewan McGregor sé geðveikur leikari finnst mér hann ekkert ná Obi-Wan Kenobi eins og Alec Guinness gerði meistaralega.

Count Dooku fannst mér líka asnalegur. Christopher Lee náði hlutverkinu illa að mínu mati og mér fannst asnalegt að sjá hann eða áhættuleikarann hans hoppandi í heljarstökk enda var klippingin á milli hans og áhættuleikarans léleg.

Svo er annað tengt gömlu Star Wars myndunum sem mér finnst fáránlegt. Jango Fett, geðveikasti bounty hunter Star Wars myndanna, klónar sig til þess að búa til her af fullkomnum hermönnum fyrir stríðið gegn vélmönnunum og þeir eru geðveikt góðir. En í gömlu myndunum er búið að "fela þá alla í einhverju fjalli" og í staðinn eru komnir Storm Troopers sem eru algjörir aumingjar.


Í stuttu máli fannst mér Lucas vera að flýta sér of mikið við tökur myndarinnar og gera miklu minni kröfur en til þeirra gömlu.
Gef myndinni 3 af 5 stjörnum.

Tuesday, February 12, 2008

Star Wars Episode I: The Phantom Menace

Þessi færsla og næstu 5 fara í umfjöllun um Star Wars bíómyndirnar frægu og ég ætla að fjalla um þær í réttri röð ólíkt höfundi myndanna, George Lucas.

Ég vil byrja á að nefna að ég er talsverður aðdáandi og ég held að flestir geti verið sammála mér um að The Phantom Menace sé án efa sú slappasta. Gungans eru bara óþolandi og ef eitthvað eyðilagði þessa mynd þá var það Jar Jar Binks.

En auðvitað var þessi mynd kúl að mörgu leiti. Darth Maul er fokkin geðveikur. Þessi mynd var líka mesta lightsaber action sem sést hafði á sínum tíma enda fannst mér hún mjög kúl þegar ég sá hana fyrst.


Hún vakti mikla athygli á sínum tíma en þá höfðu allir harðkjarna Star Wars nördarnir beðið í 16 ár frá því Return of the Jedi kom út.
Þó gæði þessarar myndar séu ekkert miðað við þær gömlu þá kom hún samt með margt nýtt á sjónarsviðið. Miklu betri tæknibrellur, fokkin double-bladed lightsaber action, fullt af nýjum Jedi hæfileikum, Star Wars heiminn fyrir Sith byltinguna og fullt af drasli sem George Lucast datt í hug á þessum 16 árum.

Það breytir því samt ekki að hún er með leiðinlegustu atburðarásina og lélegasta comic reliefið af þeim öllum. Mér fannst hún líka langdregin á köflum. Kafli myndarinnar þar sem aðalpersónurnar eru fastar á Tattooine fannst mér afskaplega óspennandi en þar sjáum við engin geislasverð í langan tíma. Mér fannst líka lélegt hvað George Lucast tróð mikið af nýjum og illa gerðum geimverum í þessa mynd sem aldrei höfðu sést í gömlu myndunum.
Gef myndinni 2,5 af 5 stjörnum.

En ég vil enda þessa færslu á frægu myndbandi sem sýnir ungan dreng leika lystir sínar með ímynduðu geislasverði og gefur gott dæmi um hversu mikil áhrif þessi mynd hafði á suma. Þessi gaur er æðislegur.

Thursday, February 7, 2008

The Machinist

Ég hef lengi ætlað að sjá þessa mynd og lét loks verða af því síðustu helgi. Hún fór fram úr væntingum. Fyrst vil ég benda á að það liðu 6 mánuðir frá því Christian Bale kláraði að leika í þessari mynd og byrjaði að leika í Batman Begins. Eins og sumir gætu furðað sig á þá er hann orðinn frekar massaður þegar hann lék í Batman miðað við það hvernig hann er t.d. á myndinni hér fyrir neðan sem tekin er úr þessari mynd. Christian Bale fær feit props frá mér fyrir þetta afrek og og hversu vel hann leikur geðveikt fólk.Þetta er önnur myndin sem ég sé með Christian Bale á frekar stuttu tímabili þar sem hann leikur geðklofasjúkling. Hin myndin var American Psycho sem ég bloggaði um fyrir jól.
Í stuttu máli segir myndin frá Trevor Reznik, vélvirkja með ofsóknargeðklofa sem hefur þjáðst af svefnleysi í heilt ár. Hann er traustur viðskiptavinur einnar vændiskonu sem er einnig besti vinur hans. Í myndinni fer allt í háaloft í hausnum á honum þegar hann veldur því að vinnufélagi hans missir höndina í vinnustaðaslysi. Myndin byrjar á endinum og segir söguna skemmtilega fannst mér. Ég persónulega dýrka myndir þar sem ég þarf stanslaust að pæla hvað sé raunverulegt og hvað ekki. Mér fannst þessi mynd allavega vera með þeim flóknari sem ég hef séð. Atburðarásin er ruglandi og fékk mig til að pæla og framhaldið af byrjunarsenu myndarinnar sem kemur í lokinn fannst mér geðveikt. Ég fann fyrir miklum áhrifum Memento og Psycho. Ég hef því miður ekki séð neitt annað eftir leikstjórann, Brad Anderson, en hann er aðallega að leikstýra sjónvarpsþáttum.
Tónlistin var geðveik. Mér fannst hún lýsa líðan aðalpersónunnar svo vel gegnum myndina og skapa mjög dramatískt andrúmsloft. Flottust fannst mér tónlistin þegar hann byrjaði að missa vitið, þá fór ég a.m.k. að taka eftir því hvað hún var flott.
Ég gef þessari mynd 5 stjörnur af 5 mögulegum og set hana í top10 listann minn. Ég setti trailerinn fyrir neðan sem kynningu fyrir þá sem hafa ekki séð myndina og vona að hann hvetji ykkur til að sjá hana. Must-see mynd.


SPOILER:
Eins og ég skildi þetta þá keyrði hann á litla krakkann á þessum rauða bíl sínum ári áður en söguþráður myndarinnar hefst, flýr og losar sig við bílinn. Samviskubitið veldur svefnleysi sem þróast í ofsóknargeðklofa. Hann missir minnið tímabundið og gleymir öllu sem tengdist hit'n'runninu og fer að skapa persónurnar sem tengdust þessu hit'n'runni í sínu núverandi lífi án þess að vita það, sér þjónustukonuna á flugvellinum sem mömmu stráksins sem hann keyrði á og býr til gaur á vinnustaðnum sínum sem á að vera hann sjálfur. Endilega commentið.