Monday, December 3, 2007

Some Like It Hot

Some Like It Hot er önnur önnur mynd sem ég missti af og hafði loksins tíma til að horfa á. Í þessu meistaraverki eftir Billy Wilder er Marilyn Monroe í essinu sínu. Epísk mynd. Þetta er fyrsta mynd sem ég sé Marylin Monroe leika í og ég var mjög hrifinn. Klassísk, fyndin og skemmtileg mynd.
Hún fjallar um 2 tónlistarmenn sem verða vitni af St. Valentine's Day blóðbaðinu og reyna að forða sér undan mafíunni sem er að reyna að drepa þá. Þeir dulbúast sem konur og komast að því að eina leiðin til að meika pening er með því að stofna stelpuband. Annar þeirra verður ástfanginn af Marilyn en má ekki segja henni að hann sé gaur því þá fokkast allt upp og hinn er með erfiðan ríkann gamlan kall slefandi yfir sér sem lætur hann ekki í friði. Klassískt grín, mæli eindregið með þessari mynd.
Gef henni 4,5 af 5 stjörnum.
Hér má sjá söngatriði úr myndinni:

No comments: