Wednesday, April 16, 2008

Lokafærslan


Þessi áfangi hefur verið sá áhugaverðasti og skemmtilegasti sem ég hef tekið í minni skólagöngu. Hann kom mjög á óvart þar sem ég hafði heyrt frá öllum þeim sem höfðu farið í kvikmyndafræði á undan að þetta væri afar leiðinlegt og misheppnað fag. Við ákváðum þó nokkrir að gefa þessu séns því Sigurður Páll átti að hafa tekið verulega til í faginu til þess að gera þetta áhugaverðara og skemmtilegra. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á bíomyndum og stuttmyndagerð og lengi viljað verða fróðari um kvikmyndagerð.
Það kom svo í ljós að þetta var fullkomið valfag með öllu raungreinanáminu í 6. bekk og fór langt fram úr væntingum. Persónulega fannst mér bloggið sniðugasta pælingin vegna þess að það fékk mig til þess að kafa dýpra í bíómyndir sem ég horfði á til þess að geta skrifað þúsundir orða um þær sem ég horfði á í vetur og þar sem ég hafði aldrei haldið blogg eða tjáð mig opinberlega um svona hluti lærði ég margt á þessu. Stuttmyndagerðin var auðvitað snilld og ég sé eftir að hafa ekki eytt meiri tíma í þær 2 sem við gerðum á árinu.


Mér fannst sérstaklega gaman hvað Siggi Palli var opinn fyrir tillögum og sveigjanlegur í kennslu en þá á ég kannski aðallega við tillögu Jóns um dómskerfi bloggfærslanna. Hann hefur líka verið furðulega þolinmóður gagnvart fyrirlestra- og stuttmyndaseinkunum og á hrós skilið fyrir það.
RIFF-hátíðin og leikstjóraheimsóknir brutu námið skemmtilega upp. Allar myndirnar sem ég sá á RIFF-hátíðinni voru mjög skemmtilegar og áhugaverðar að mínu mati. Ég hafði aldrei farið á kvikmyndahátíð áður og taldi afar ólíklegt að ég gæti haft áhuga á því sem þar væri sýnt en eins og svo margt annað þá kom þetta skemmtilega á óvart. Þó ég hafi persónuleg ekki sérstaklega gaman af íslenskum bíómyndum fannst mér skemmtilegt að fara og sjá bíómyndir eftir leikstjóra sem við fengum svo í heimsókn. Þeir útskýrðu líka margt áhugavert um kvikmyndagerð sem ég hafði ekki hugmynd um.


Bíómyndatímarnir eftir skóla voru afar skemmtilegir því í þeim voru sýndar áhugaverðar bíómyndir sem ég hefði annars ekki horft á. Allar þær bíómyndir sem ég hef horft á í tengslum við þennan áfanga í vetur finnst mér hafa víkkað sjóndeildarhringinn og vakið áhuga minn á mörgum gerðum kvikmynda.
Hins vegar er auðvitað fáránlegt að við séum að fara taka skriflegt próf úr bók sem enginn hefur lesið sem gildir 50% af lokaeinkunn í þessu fagi. Ég veit að þú gast ekkert gert í því máli Siggi en það þarf að hrauna yfir þetta. Þetta skiptir þó afar litlu máli í mínum augum.
Ef ég ætti að benda á eitthvað sem ég hefði viljað læra frekar þá væri það meiri umfjöllun um nútímakvikmyndagerð.

Ég gæti talað áfram endalaust en vil enda þetta á að þakka kærlega fyrir veturinn og hrósa Sigga Palla fyrir frábæra frammistöðu! 5/5 stjörnur.

Sunday, April 6, 2008

Man Bites Dog

Ben: Usually I start the month with a postman.

Mér finnst Man Bites Dog vera áhugaverðasta myndin sem við höfum horft á í skólanum í vetur en hún fjallar um heimildarmyndagerð um ógeðslegustu persónu sem ég hef séð í bíómynd hingað til. Benoît Poelvoorde tekst með ótrúlega góðum leik að skapa fjöldamorðingja sem er algjörlega iðrunarlaus og sterkt dæmi um mann með alvarlega andfélagslega persónuleikaröskun sem Árni flutti einmitt fyrirlestur um í tímanum á undan þeim sem við sáum þessa mynd í. Það sem er svo ógeðslegt við hann er hversu eðlilegur og kammó hann getur verið en myrðir og rænir saklaust fólk sér til viðurværis eins og ekkert sé eðlilegra. Besta dæmið um þetta úr myndinni fannst mér vera clipið að neðan úr afmælinu hans þegar hann er nýkominn af spítala.


Það sem mér fannst svo shockerandi við þessa mynd var hversu trúverðug hún var. Ég vissi ekkert um þessa mynd áður en ég sá hana og var lengi að fatta mig á því hvað væri í gangi vegna þess að við sjáum hana sem low-budget heimildarmynd.

Það sem situr samt fastast í mér var atriðið þegar hann kæfði lítinn krakka eftir að hafa myrt foreldra hans og heldur á meðan smá ræðu fyrir myndavélina um það hvað hann sé í raun minnst fyrir að drepa börn. Benoît var óhugnarlega sannfærandi í þessari mynd og nú er einn af mínum uppáhalds leikurum.

Aðalpersónan og upptökucrew-ið heita allir sínum raunverulegu nöfnum í myndinni og eru allir skráðir leikstjórar myndarinnar. Ég gef myndinni 5/5 stjörnur fyrir frumleik, geðveika persónusköpun og leik og mæli eindregið með henni.

Saturday, March 29, 2008

The Spiderwick Chronicles

Ég vil byrja á að nefna að ég hef ekki lesið neinar af þessum bókum og geri mér enga grein fyrir samræmi bíómyndarinnar og bókanna. Vil einnig taka fram að það eru engar kóngulær í myndinni.


The Spiderwick Chronicles er bíómynd gerð eftir metsölubókum Tony DiTerlizzi og Holly Black. Mér fannst hún keimlík The Chronicles of Narnia sem allir ættu að kannast við en þær fengu báðar 7.2 á IMDb. Þær eru báðar hæfilega brútal barnaævintýramyndir sem náð hafa miklum vinsældum. Ég hef lúmskt gaman af svona ævintýramyndum sem eru vel gerðar og mér fannst þessi skemmtileg.

Myndin fjallar um lítinn strák sem flytur með mömmu sinni, systur og tvíburabróður í gamalt hús sem gamall frændi hans átti eitt sinn og uppgötvar leyndardóma sem frændi hans eyddi lífi sínu í að rannsaka. Ætli maður myndi ekki flokka þetta sem töfraraunsæi því hann uppgötvar ósýnilegan töfraheim innan þess sem við eigum að þekkja. Þessi frændi hans hafði eytt lífi sínu í að skrifa bók um rannsóknir sýnar sem gegna svipuðu hlutverki og hringurinn í LOTR. Þessi mynd er svipuð Home Alone myndunum að því leyti að hún fjallar basically um verur sem vilja ræna hús krakka sem beitir öllum ráðum til þess að halda þeim frá. Ég hafði gaman af því hvað margt er absurd í þessari mynd og fyndnasta atriði myndarinnar fannst mér vera þegar tómatsósusprengjan í bakarofninum drap alla svartálfana en tómatsósa fyrir þá er eins og sólarljós fyrir vampírur.


Ég er svo hrifinn af vel sömdum samtölum og því þegar krakkar eru ýkt mikil gáfnaljós í bíómyndum og sem dæmi tek ég andlega gerólíkan tvíburabróður aðalpersónunnar í þessari mynd sem er einmitt leikin af sama leikaranum, Freddie Highmore, sem stóð sig prýðilega að mínu mati. Í byrjun myndarinnar er aðalpersónan að slást við systur sína og biður tvíburabróður sinn um hjálp sem svarar einfaldlega:
"I'm a pacifist"

og labbar í burtu.
Mér fannst það líka frekar gott þegar gamla krúttlega frænkan sem þau heimsækja á eins konar geðveikrahæli fyrir aldraða sýnir þeim ör eftir svartálfa og útskýrir hvers vegna hún sé á þessu hæli:

"If they say 'suicide' and you say 'goblins',
this place is where they put you. "

Stór hluti myndarinnar fer í tölvuteiknaðar persónur sem eru meðal aðalpersóna myndarinnar og mér fannst það koma geðveikt vel út. Ég tók ekki eftir neinu sem var asnalega tölvuteiknað.

Mér fannst persónurnar mjög góðar og sem dæmi vil ég nefna mínar uppáhalds í þessari mynd sem mynduðu comic relief myndarinnar sem mér fannst snilld. Þær eru báðar ýkt asnalegar með geðveikan veikleika fyrir ákveðnum mat:

Thimbletack er eins konar ógeðslegur vitfirrtur búálfur sem býr í húsinu og gætir bókarinnar. Hann er með sjúkleg anger issues og er líkur Hulk að því leiti að hann breytist alltaf í stærri græna gerð af sjálfum sér þegar hann verður pissed off nema hann verður engin ofurhetja, bara sjúklega pirraður vitfirrtur búálfur sem rífur kjaft eins og hann eigi lífið að leysa og það eina sem róar hann í þessu ástandi er hunang sem hann er skemmtilega sjúkur í. Mér fannst Martin Short standa sig geðveikt vel sem raddleikari þessarar persónu.


Hogsqueal er eins konar góðhjartaður svínaálfur sem elskar ekkert meira en að éta litla sæta fugla lifandi. Ekkert getur haldið athygli hans þegar fugl flýgur hjá og hann hættir öllu sem hann er að gera sama hversu mikilvægt það er til þess að ná í og éta viðkomandi fugl.

Myndatakan og klippingin í þessari mynd var góð. Ég tók fyrst eftir því í byrjun myndarinnar þegar strákurinn er að lesa bók frænda síns í myrkri með vasaljós hvað ljósið var notað á flottan hátt til að skapa viðeigandi stemmningu. Mér finnst myndatakan og klippingin eiga stóran þátt í því hversu vel ég næ að lifa mig inn í myndir og það tókst vel í þessari mynd.

Almennt fannst mér myndin vel leikin. Ég get eiginlega ekki sett út á leik neinnar persónu í myndinni og fannst hún alveg laus við klisju barnamynda og vel gerð fyrir börn sem fullorðna. Ég gef henni 3,5/5 stjörnur.

Sunday, March 16, 2008

Rambo

Ég setti Rambo ekkert ofarlega á To-Do listann minn fyrr en Arnar sagði mér í gær að ég yrði að sjá þessa mynd svo ég horfði á hana í morgun. Ég var búinn að heyra frá mörgum að hún væri mjög brútal en ég verð að segja að þetta er ofbeldisfyllsta mynd sem ég hef séð lengi. Ég er ánægður með að hafa ekki horft á neina trailera úr myndinni því hún kom svo skemmtilega á óvart. Ég ætla ekkert að fara í gömlu Rambómyndirnar því ég man voða lítið úr þeim ef ég sá þær allar yfir höfuð þó það hefði verið gaman að sjá þær áður en ég horfði á þessa.

Rambo að fjarlægja barkann.

Það sem mér fannst flottast í þessari mynd var hversu raunverluleg hún er. Mér fannst hún koma með nýja kynslóð af ofbeldi í bíómyndum. Hún sýnir svo fullkomlega hvað vopn geta gert við mannslíkamann og ég nefni sem dæmi þegar sniperinn skaut verðina í hausinn þegar Rambo var að flýja og hausarnir á þeim bókstaflega sprungu og þeir flugu marga metra. Við höfum séð áður hvernig fer fyrir fólki sem lendir á jarðsprengjum en þessi mynd sýndi vel öll smáatriðin. Maður getur séð kjötflyksurnar slettast út um allt þegar Rambo skýtur Tælendingana í tætlur með byssunni hérna fyrir neðan í að mér fannst svalasta atriði myndarinnar.


En mér fannst ofbeldið alls ekki hafa farið yfir línuna. Þvert á móti er ég hlynntur því þegar bíómyndir sýna ofbeldi eins og það er en ekki eitthvað fantasy based kjaftæði með engum afleiðingum sem vekur áhuga hjá ungum krökkum. Ofbeldi á að vera ógeðslegt og eitthvað sem maður vill halda sig fjarri og þessi mynd ásamt mörgum öðrum nýlegum myndum koma þeim boðskap vel til skila finnst mér.

Sylvester Stallone er búinn að standa sig vel undanfarið. Ég bjóst ekki við því að þessi mynd né nýja Rocky myndin yrðu nálægt því svona góðar. Kallinn er orðinn 62 ára og er ennþá bringing it. Ég fílaði hann í tætlur í þessari mynd auk þess sem hann leikstýrði henni sjálfur og skrifaði handritið með Art Monterastelli.

Það eina sem ég fílaði ekki í þessari mynd var Julie Benz. Hún lék þetta ekki vel og mér fannst hún hafa mjög vond áhrif sérstaklega þar sem hún er hvatning Rambo í myndinni. Ég vil helst ekki sýna nein myndbönd því mér finnst það of mikill spoiler. Ég gef myndinni 4/5 stjörnur og hvet fólk til að sjá hana.

Friday, March 14, 2008

25th Hour

Ég ákvað að kíkja á 25th Hour því ég sá hana í listanum hjá Sigga Palla og því ég fíla Edward Norton. Þetta er þung ádeilu-atmó-mynd og mér fannst ég hafa horft á hana við góðar aðstæður, einn heima, þunnur og nývaknaður. Ég er oft á þeim nótum sem þessi mynd er á þegar ég er þunnur og ég datt alveg inn í þessa mynd. Hún byrjar og endar mjög vel og er með opinn endi sem ég er persónulega mjög hrifinn af og ætla ekkert að fara í því það myndi spoila helling fyrir þeim sem hafa ekki séð þessa mynd.

Hún byrjar snilldarlega. Maður heyrir í hundi vera misþyrmt áður en opnunarskotið kemur. Það fyrsta sem aðalpersóna myndarinnar gerir í þessari mynd er það besta sem honum finnst hann hafa gert á allri ævi sinni. Hann stoppar á leið sinni að selja eiturlyf til þess að bjarga þessum hundi. Í fyrstu ætlar hann einfaldlega að skjóta hann í hausinn til að binda enda á kvalir aumingja hundsins en þegar hundurinn byrjar með kjaft og ætlar að bítann ákveður hann að fara með hann á sjúkrahús og annast hann þaðan í frá. Strax í byrjun myndarinnar fer manni að líka við Monty Brogan aðalpersónu myndarinnar þó hann lifi á þjáningu annarra.


Ég tók eftir einu flottu í klippingunni á þessari mynd sem ég kannast við að hafa séð einhvers staðar áður. Oft þegar Monty er að gera eitthvað tilfinningaríkt þá er það sýnt tvisvar eða þrisvar mjög stutt frá mismunandi sjónarhornum sem mér fannst koma vel út t.d. þegar hann skellir niður skottinu í byrjun myndarinnar þegar hann ætlar með hundinn á sjúkrahús.

Persónur myndarinnar eru frábærar og þá sérstaklega þær sem eru næst Monty. Monty og tveir bestu vinir hans eru allir moldríkir en ótrúlega ólíkir. Mér fannst Philip Seymour Hoffman sem leikur Jacob vin Monty's geðveikt góður. Í öllum þeim myndum sem ég hef séð Hoffman leikur hann persónu sem fólki líkar illa við af mismunandi ástæðum og hann nær því svo vel. Ég veit ekkert um hans persónulega líf en hann er allavega mjög góður í því að vera antisocial. Jacob er ríkur erfingi sem er kennari í menntaskóla og er hrifinn af fucked up gellu sem er undir aldri. Hann er mjög bældur gaur sem veit ekkert hvernig hann á að lifa lífinu.
Frank er þessi ideal hlutabréfabraskari sem er geðveikt successful á blaði með algjört asshole attitude. Lítið annað að segja um hann finnst mér nema það hvað Monty og vinir hans eru allir losers á mismunandi sviðum.
Pabbi Monty's er alkóhólisti og fyrrverandi slökkviliðsmaður sem á bar í New York. Hann er góður maður og samband þeirra feðga er gott þrátt fyrir að hann kenni sjálfum sér um það hvernig fór fyrir Monty því hann var alltaf blindfullur heima eftir að mamma Monty's dó.

Þessi mynd er mjög jarðbundin og alvarleg og einblínir harkalega á neikvæðu hliðar lífsins. Þessi mynd sýnir iðrun og tilfinningalíf hans á síðasta sólarhringnum áður en hann verður sendur í fangelsi. Mér fannst Edward Norton jafngóður og alltaf í þessari mynd og honum tekst að vekja mikla samúð á Monty þrátt fyrir það sem hann hefur gert. Myndbandið að neðan fannst mér besta clip myndarinnar og það er gott dæmi um ádeiluna í myndinni.


Ég vil ekki að kryfja plot myndarinnar þó mér finnist það vera flottast við þessa mynd því það væri bara alltof mikill spoiler. Í stað þess hvet ég fólk til að sjá þessa mynd. Ég veit um fáa sem hafa séð hana enda er þetta ein af þessum góðu myndum sem fóru algerlega framhjá manni. Frábær mynd, ég gef henni 5/5 stjörnur.

Tuesday, March 11, 2008

The Bourne Ultimatum

Ég var ekkert að drífa mig í að horfa á þessa mynd því ég var ekkert að búast við einhverju sérstöku. Hún kom samt á óvart. Ég verð að segja að þetta er með betri high-budget háhraða spennumyndum sem ég hef séð. Mér fannst klippingin eiga stærstan þátt í að gera myndina að því sem hún er að undanskildum öllum peningunum.

Þó ég fíli
Matt Damon ekki þá fannst mér hann fínn í þessu hlutverki. Tilfinningalaus og ringlaður. Ég veit ekki um neinn leikara sem hefði náð Jason Bourne eitthvað betur því það er lítið til að ná.

"He just drove off the roof."

Þessi mynd er aftur á móti frábær í sinni grein enda vann hún Óskarsverðlaun fyrir besta hljóð, bestu klippingu og bestu hljóðklippingu, hehe. Það er líka allt sem þessi mynd er, brjálaður hasar. Eftir að myndin kom í bíó var ég að forvitnast um hvað fólki finndist um þessa mynd og spurði að gamni nokkra í fjölskyldunni sem eru yfir fimmtugt. Þeim fannst hún ömurleg því þau vissu aldrei hvað var í gangi. Mér finnst það svolítið lýsandi fyrir þessa mynd því hún er svo fast-paced að gamalt fólk á engan séns í að fylgjast með henni. Þessi mynd hefði aldrei getað orðið eitthvað meira en hún varð, góður hasar.

Það sem gerði þessa mynd að því sem hún er var klippingin, hljóðið og peningarnir. Sem smá innskot þá kostaði þessi mynd 110 milljónir dollara. Það eru um það bil 7,5 milljarða íslenskra króna á meðan t.d. American Beauty kostaði 15 milljónir dollara eða 1 milljarð. Auðvitað eru þessar myndir á tveimur mismunandi sviðum en þetta gefur alveg til kynna þennan gríðarlega budget. Klippingin er ógeðslega hröð og án efa sjúk vinna. En hún er ógeðslega flott líka. Myndavélin er alltaf á hreyfingu og mér fannst ýkt töff hvernig þeir léku sér með fókusinn og skuggana, maður lifir sig svo vel inn í hana. Ég sá þessa mynd því miður ekki í bíó þannig ég tók ekkert eftir einhverju geðveiku hljóði nema bara hvað allt var klippt vel saman.

Spoiler:
Mér fannst endirinn á myndinni mjög fyndinn. Svo ég komi með samlíkingu við fyrri myndir sem ég er nýbúinn að blogga um þá fannst mér atriðið þar sem hann komst að því hann skráði sig í þetta sjálfur minna mig á atriðið í Star Wars Episode III: Revenge of the Sith þegar Darth Vader var krýndur.

Þessi mynd er frábær í sínum flokki og ég gef henni 4/5 stjörnur.

Sunday, March 9, 2008

Hearts of Darkness - A Filmmaker's Apocalypse

Heimildarmyndin Hearts of Darkness - A Filmmaker's Apocalypse segir frá gerð stórmyndarinnar Apocalypse Now og er talin vera besta "making of" mynd allra tíma. Hún segir frá öllum þeim vandræðum sem leikstjórinn Francis Ford Coppola, sem leikstýrði m.a. öllum Godfather myndunum, þurfti að klást við við gerð myndarinnar. Kostnaðurinn fór langt fram yfir áætlun, tökur myndarinnar tóku miklu lengri tíma en búist var við, skipta þurfti um aðalleikara í miðjum tökum og monsúnregnið skall á við tökur myndarinnar. Marlon Brando ætlaði meira að segja að stinga af með þá milljón dollara sem Coppola hafði látið hann fá fyrirfram fyrir tökur myndarinnar vegna þess að Coppola var á eftir áætlun. Allt stefndi í gjaldþrot Coppola sem var orðinn milljónamæringur eftir Godfather 1 og 2 og fjármagnaði Apocalypse Now alveg sjálfur.

Francis Ford Coppola

Ég var mjög hrifinn af þessari mynd. Hún útskýrir vel allt í kringum gerð myndarinnar og meira til. Ég fíla líka viðhorf Coppola hjónanna til fjármagns myndarinnar. Þau eru ekkert að stressa sig yfir þeim gríðarlegu fjármunum sem Francis setti í gerð myndarinnar sem virtist lengi vel ætla að hrynja og verða að engu. Francis er sannur listamaður og ég tek undir það með honum þegar hann útskýrir í lok myndarinnar hvernig tæknivæðing kvikmyndageirans sé að eyðileggja þá kvikmyndagerðarlist með þeirri fyrirhöfn sem hann sýnir glögglega í þessari heimildarmynd. Ég gef henni 4/5 stjörnur.

Being John Malkovich

Ég horfði á Being John Malkovich strax eftir að ég sá American Beauty síðustu helgi. Það besta við þessa mynd finnst mér hvað hún er frumleg. Mér fannst hún aðeins missa sig í lokin en hún var annars mjög góð. Upplifun mín á myndinni var ekkert stórkostleg því mér fannst American Beauty svo ógeðslega góð að ég var ennþá að melta hana þegar ég byrjaði að horfa á þessa og í samanburði finnst mér hún ekki komast nálægt American Beauty. Samt eru þær báðar mjög frumlegar og það er orðið sjaldgæft í dag finnst mér.

Plot myndarinnar.

Í fyrsta lagi fjallar myndin um það að komast inn í huga annars og geta upplifað allt sem hann upplifir með því að fara í gegnum einhver falin göng. Þetta tengist aðalpersónunni Craig því hann er brúðuleikari og hefur alltaf dreymt um slíkt enda er hann ýkt sorglegur og leiður á sínu eigin lífi. Konan hans Lotte er hrifnari af apanum sínum en honum og vill fara í kynskiptaaðgerð og sofa hjá vinkonu eiginmanns síns Maxine í gegnum John Malkovich. En Craig vill líka sofa hjá Maxine svo þarna er kominn ástarþríhyrningur. Charlie Kaufman skrifar þarna geðveikt handrit líkt og hann gerði líka fyrir Eternal Sunshine of the Spotless Mind en báðar þessar myndir eru mjög frumlegar og góðar og segja sögur af stórskrítnu fólki.

Þessi mynd sýnir hvað maðurinn getur auðveldlega brenglast af losta, eigingirni og frægð. Mér finnst þessi mynd frekar þunglyndisleg því hún einblínir svo rosalega á ömurleika mannsins en hún gerir það vel því það er fátt sorglegra en að vilja vera einhver annar en maður sjálfur.

7½ hæð

Húmorinn er frábær í þessari mynd. Mér fannst Floris algjör snilld, kona með doktorsgráðu í talgallafræði sem heyrir illa / þykist heyra illa og tekst að sannfæra Dr. Lester yfirmanninn hennar um að hann sé með alvarlega talgalla.


Svo er atriðið þegar John Malkovich fer inn í hausinn á sjálfum sér snilld og ótrúlega vel gert. En vegna þess að mér fannst þessi mynd aðeins missa sig í lokin gef ég henni 4/5 stjörnur. Skylduáhorf samt sem áður.

Saturday, March 8, 2008

The Big Lebowski

Ég var að sjá The Big Lebowski í fyrsta sinn í gær. Coen bræður eru alltaf jafngóðir. Þessi mynd er með þeim betri sem ég hef séð og ég ætla að fara stuttlega í þrjá helstu þættina sem ég fílaði við þessa mynd.

Í fyrsta lagi fíla ég boðskap myndarinnar. Það mætti gefa út fleiri svona myndir sem kenna manni á lífið. Á vissan hátt má líkja þessari mynd við American Beauty sem ég horfði einnig á í fyrsta sinn nýlega. Í báðum þessum myndum kemur fram djúpur boðskapur um lífið og tilveruna. Kannski eru þetta aðeins of djúpar pælingar hjá mér en fyrir mér var hún álíka innblástur og American Beauty þó mér finnist hún ekki komast nálægt henni í kvikmyndagæðum.

Í öðru lagi fíla ég persónurnar í þessari mynd. Þessi mynd skilgreindi dude nútímans svo segja má að þessi persóna hafa haft talsverð áhrif. Þarna tókst Coen bræðrum að skapa persónu sem er komin í uppáhald hjá mér. Þó svo hann eigi sína galla þá er mjög margt sem fólk gæti lært af þessari persónu enda flokka ég þessa mynd sem skylduáhorf. Bara við að sjá hann sitja í stól tjáir hann manni hversu innilega hann langar að láta fara vel um sig. Hann er nautnaseggur sem drekkur white russian í öll mál og rakar sig ekki né fer í klippingu og gengur um í baðslopp allan daginn bara því það er svo fokking þægilegt. Þó ég komist ekki nálægt því að vera eins og hann þá finnst mér ég hafa hluta af honum í mér og það er kannski þess vegna sem mér fannst þessi mynd svona góð. Jeff Bridges náði þessu hlutverki fullkomlega að mínu mati.

Jesus Quintana: You ready to be fucked, man? I see you rolled your way into the semis. Dios mio, man. Liam and me, we're gonna fuck you up.
The Dude: Yeah, well, you know, that's just, like, your opinion, man.

Kunnulegt skot.

Walter var líka ótrúlegur. Hann minnti mig á gamlan vin minn sem ég ætla ekki að nefna nafni. Hann vill bara hafa rétt fyrir sér og gerir hvað sem er til að vinna rifrildi. Samt eru Walter og The Dude bestu vinir. John Goodman fannst mér besti leikarinn í þessari mynd. Það er ekki auðvelt að ná svona karakter og hann náði því meistaralega.

Ríki Lebowski-inn er algjör andstæða The Dude og endurspeglar næstum alla þá vondu persónueiginleika sem maður getur búið yfir. Það er ekki alltaf sem maður hatar manneskju í hjólastól, maður ætti að vorkenna þeim en Coen bræðrum tókst að búa til persónu í hjólastól sem ég gat hatað og það finnst mér vel af sér vikið.

The Big Lebowski: You don't go out looking for a job dressed like that? On a weekday?
The Dude: Is this a... what day is this?
The Big Lebowski: Well, I do work sir, so if you don't mind...
The Dude: I do mind, the Dude minds. This will not stand, ya know, this aggression will not stand, man.

Í þriðja lagi er plottið geðveikt í þessari mynd. Þó mér finnist söguþráðurinn þannig séð ekkert sérstaklega áhugaverðurþó hann sé mjög skemmtilegur en mér fannst ótrúlega töff hvernig allir lausu endarnir, sem ég var orðinn semi pirraður á því mér fannst myndin ekki vera að fara neitt, komu saman á flottan hátt. Walter hafði fokkin rétt fyrir sér allan tímann, þessir gaurar voru bara fakes og pussur og gellan rændi sjálfri sér og þessi rich asshole var bara erfingi og loser.

5 pottþéttar stjörnur.

Thursday, March 6, 2008

Hold Up Down

Þessi mynd var betri en ég bjóst við, mér fannst hún frekar skemmtileg. Ég hef alltaf verið veikur fyrir myndum sem segja sögur margra persóna sem tengjast og mér fannst þessi mynd ná því skemmtilega.

Mér fannst myndatakan mjög góð, leiðinlegt að ég finn engar myndir úr þessari mynd á netinu aðrar en þetta plakat. Þó bardagasenurnar í lokin hafi verið dálítið súrar þá fannst mér þær mjög vel gerðar og vel myndaðar. Ég var alltaf að búast við brjáluðum bardagasenum bara vegna þess að myndin er japönsk.

Myndin minnti mig á það hversu skapstórir japanir eru í bíómyndum. Ég veit ekkert um það hvort þeir hegði sér almennt svona asnalega en mér finnst frekar sjaldgæft að sjá chillaðan japana í bíómynd nema honum sérstaklega sé ætlað að vera ýkt cool. Annars tel ég mig ekki hafa séð nóg af japönskum myndum til að fullyrða það.

Ég fattaði ekki alveg söguþráðinn. Mér fannst senan þar sem allir koma inn í kirkjuna og allir klikkast og fara að slást koma alveg out of nowhere og fattaði ekkert hvernig hún tengdist endanum. Þetta var eins og einhvers konar innskot í myndina sem hafði engin áhrif á söguþráðinn miðað við það hvernig allt er í góðu þegar hún endar. Ég fattaði heldur ekkert í þessum draugum.

Grínið í myndinni var ágætt. Japanir eru voða mikið fyrir svona "tilgerðarlegt grín" eða "japanskt grín" hvort sem á betur við. Voða ýktar tjáningar og allir alltaf með rosaleg svipbrigði og minna af hnitmiðuðum kaldhæðnishúmor. En mér fannst þessi mynd ágæt og ég gef henni 3/5 stjörnur.

Monday, March 3, 2008

American Beauty

Ég horfði á American Beauty í fyrsta sinn síðastliðin laugardag. Ég var búinn að ætla að sjá hana í mjög langan tíma og lét loksins verða af því og grunaði engan veginn að hún væri svona góð. Það er svo sannarlega ekki af ástæðulausu sem hún vann Óskarsverðlaun fyrir bestu mynd, bestu leikstjórn, besta handrit, besta leikara í aðalhlutverki og bestu kvikmyndagerð. Alls 5 Óskarsverðlaun og 3 aðrar Óskarstilnefningar. Þetta er meistaraverk og ein besta mynd sem ég hef séð og fer beint í top10 listann hjá mér. Plottið í myndinni er með þeim betri sem ég hef séð og persónurnar eru tær snilld.

Þetta er besta frammistaða Kevin Spacey sem ég hef séð hingað til. Hann er svo fokking geðveikt góður í þessari mynd. Hann nær kaldhæðnislegu framkomu og kjánasakap Lester Burnham svo vel allt frá því að vera ógeðslegur perri í það að vera fáránlega kúl stoner. Þetta er svo meistaralega leikið hjá honum enda fær hann Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í þessari mynd.

"I rule!"

Annette Bening stendur sig líka geðveikt vel í þessari þessari mynd enda fékk hún tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir besta leik í aukahlutverki. Hún nær þessari bitchy-wife týpu svo vel að ég var farinn að fokking hata persónuna hennar undir lokin.

Þó Thora Birch og Wes Bentley sýni ekki beint einhverja afburðarframmistöðu í þessari mynd finnst mér þau samt koma miklu til skila í myndinni með leik þeirra sem þetta emo-par. Svo ég gerist mjög klisjulegur og vitni í 3. bekkjar íslenskunámsefnið finnst mér þau vera nokkurs konar "málpípa höfundar" ásamt Lester Burnham þar sem þau eru eins konar "rebels" í myndinni og gefa skít í nánast allt sem hægt er að gefa skít í en hafa samt margt fram að færa eins og ræðan sem bæði Wes Bentley og Kevin Spacey fara með í myndinni um fegurð lífsins.

Plottið í myndinni er með þeim betri sem ég veit um. Það að Angela Hayes hafi verið hrein mey eftir allt saman og að Frank Fitts pabbi Ricky's hafi verið hommi meikaði svo sense en kom samt svo á óvart. Það að Frank hafi síðan skotið Lester en ekki konan hans var líka frekar töff twist en myndin í heild er með geðveikt góðan söguþráð enda fékk hún Óskarinn fyrir besta handrit.

Mér fannst Angela Hayes áhugaverð persóna í þessari mynd. Það þegar hún segist vera hrein fannst mér geðveikt punchline. Hún hegðar sér druslulega sem svona cover fyrir það hvað hún er í raun óörugg með sig og playar svona dæmigerða hot two-faced teenage bitch. En í lok myndarinnar þegar hún reynist vera allt annað kemur í ljós að hún er í raun frekar nice. Þó hún sé hot get ég ekki verið alveg sammála Lester um að hún sé það fallegasta sem ég hafi séð, mér fannst hún freekar creepy looking á pörtum.


Mér fannst ádeilan í myndinni einnig mjög beitt og góð. Það hvernig fer fyrir Frank og samband þeirra feðga sýndi mjög vel heimskulega hommafóbíu bandarískra hermanna og enn betur þar sem Frank var hommi eftir allt saman. Líka í fyrirtækinu sem Lester vann hjá í byrjun myndarinnar hvernig hann er kúgaður fyrir að vera of mikill nice guy og hvernig maður getur gleymt sér og látið lífið fara illa með mann ef maður er ekki nógu fastur á sínu.

Það er bara svo margt sem gerir þessa mynd svona góða. Það að hún hafi fengið Óskarsverðlaun fyrir alla mikilvægustu þætti bíómyndar segir sig sjálft svosem. Mjög góðar og djúpar pælingar út í lífið og tilveruna og góður boðskapur fannst mér setja punktinn yfir i-ið. Ég gæti rakið allt upp til enda í þessari mynd og talað endalaust um hana. Þetta er ein af þeim myndum sem manni líður vel eftir að hafa horft á og gaf mér persónulega hálfgerða uppljómun eftir að ég sá hana. Ég gef henni umsvifalaust 5/5 stjörnur.

Mér finnst eftirfarandi atriði mjög lýsandi fyrir þessa mynd og sýna afbragðsgóðan leik Kevin Spacey. Enjoy.

Tuesday, February 26, 2008

Star Wars Episode VI: Return of the Jedi

Þá er það síðasta Star Wars færslan í bili. Mér finnst Return of the Jedi góð en ekki koma með margt nýtt til sögunnar og því eiginlega típískt framhald af The Empire Strikes Back sem sló svo rosalega í gegn enda erfitt að gera betur.

Þessi mynd er svolítil nostalgía fyrir mig. Mér fannst hún lengi best af gömlu Star Wars myndunum og horfði langmest á hana þegar ég var lítill. Mér fannst Luke bara eitthvað svo svalur með þetta græna geislasverð, kominn með svarta skikkju og farinn að kyrkja fólk líkt og pabbi sinn.

Hressir feðgar.

Stríðssenurnar í skóginum með litlu Ewokunum finnst mér æðislegar. Ég gat horft aftur og aftur á atriðin þar sem Ewokarnir rústuðu AT-ST vélmennunum og hló alltaf jafnmikið.

Ég tók eftir einu sem versnaði í myndinni við endurnýjunina á tæknibrellunum. Sarlacc skrímslið á Tatooine í byrjun myndarinnar þegar Jabba ætlar að aflífa Luke og félaga varð svo gervilegt eftir breytinguna að mér finnst að það ætti að breyta því aftur.

Stríðin í geimnum verða alltaf flottari og flottari með hverri Star Wars myndinni vegna vaxandi tölvutækni og það er miklu meira gert úr þeim í þessari mynd en hinum tveimur fyrri nú þegar það á að stúta Death Star í annað sinn.

Mér finnst þetta góður endir á sögunni. Hæfilega dramatískur með happy ending og hæfilega lokaður. Ég gef myndinni 5/5 stjörnur því hún er í svo miklu uppáhaldi hjá mér. Persónulega vona ég að George Lucas taki sér góðan tíma áður en hann gerir næstu Star Wars mynd ef hann ákveður að gera það og geri það þá almennilega.

Svona í tilefni þess að þetta er loka Star Wars færslan set ég myndband með epískum lokabardaga Luke og Vader og svo dauða Vader's klippt saman. Ég man hvað ég gat endalaust horft á þetta þegar ég var lítill og spólaði alltaf yfir geimflaugasenurnar.

Monday, February 25, 2008

Star Wars Episode V: The Empire Strikes Back

Þessi mynd er ein af þeim fáu "framhaldsmyndum" sem eru umdeilanlega betri en myndin sem kom á undan. Ég held að ástæðan fyrir því sé samspil af því að hún fékk miklu stærri budget eftir vinsældir fyrstu myndarinnar og það hvað söguþráðurinn í þessari mynd er miklu þéttari og með fullt af nýjum persónum án þess að missa neitt af því frábæra sem fyrsta myndin hafði. Þessi mynd mynd er með betri tæknibrellur, meiri hasar, fleiri djúpar persónur, fleiri plánetur, meiri dramatík, eftirminnilegri atriði og 3 mínútum lengri en fyrsta myndin.


Eitt frægasta atriði kvikmyndasögunnar.

Mér finnst bestu leikararnir í þessari mynd vera Harrison Ford og Billy Dee Williams sem leikur Lando Calrissian. Þó Mark Hamill standi sig príðilega eins og í hinum myndunum þá finnst mér hann ekki nærri því eins góður leikari og Ford enda verður Hamill engin stjarna eftir leik sinn í þessum myndum.

Ég verð að hrósa John Williams fyrir tónlistina í þessari mynd enda vann hann Óskarsverðlaun fyrir vikið. Öll tónlistin í myndinni finnst mér ótrúlega góð og The Imperial March finnst mér eitt flottasta theme song sem ég hef heyrt.

Stríðið á Hoth var líka alveg vel epískt. Þar komu fullt af nýjum vélmennum og tækjum til sögunnar og fyrsta svona stríðið sem við sjáum í Star Wars. Þar sést greinilega að þessi mynd hafði mun stærri budget en sú fyrri. Í þessari mynd sjáum við líka Yoda og Emperor Palpatine koma fyrir í fyrsta sinn en þeir eru mikilvægar persónur í öllum myndunum nema þeirri fyrstu.

Irvin Kershner með Yoda í hendi sér.

En svo það komi örugglega fram þá leikstýrði George Lucas ekki þessari mynd heldur var það Irvin Kershner en hann leikstýrði meðal annars RoboCop 2.
Þetta er ein besta bíómynd sem ég hef séð og ég hef ekkert til að setja út á hana. Ég gef henni 5/5 stjörnur.

Star Wars Episode IV: A New Hope

A New Hope er óneitanlega ein áhrifamesta bíómynd allra tíma. Mörgum finnst hún besta Star Wars myndin en persónulega finnst mér hún næstbest. Ég horfði á hana margoft þegar ég var lítill og hlýt að hafa séð hana svona 100 sinnum. En þegar ég horfði á hana núna um jólin reyndi ég að horfa á hana með augum kvikmyndagagnrýnanda sem ég hef aldrei gert áður.

Hún hefur alla þá þætti sem góð bíómynd þarf að hafa. Góða leikara og leikstjórn, frábæran söguþráð og persónur, byltingakenndar tæknibrellur og epíska tónlist. En þrátt fyrir allt þetta komu vinsældir myndarinnar öllum á óvart, jafnvel Lucas sjálfum. Reyndar er hálfáránlegt að vinsældir hennar hafi ekki komið einhverjum á óvart því hún varð svo sjúklega vinsæl.

Ekki má gleyma því að þessi mynd er 30 ára gömul. Þó næstum öll eintök af myndinni í dag séu með endurnýjuðum tæknibrellum voru upprunalegu brellurnar samt geðveikar og vöktu gríðarlega athygli.

Geðveikt skot.

Það var líka þessi mynd sem gerði Harrison Ford frægan. Persónulega finnst mér hann besti leikarinn í myndunum á eftir Alec Guinness sem er fullkominn í sínu hlutverki. Lucas hefði heldur ekki getað valið betri raddleikara fyrir Darth Vader, James Earl Jones gerir þetta meistaralega.

Ég held að ef þessi mynd hefði komið út á þessu ári hefði hún ekki verið nærri því eins góð. Mistökin sem Lucas gerði í nýju myndunum voru þau að hann lagði mesta áherslu á tæknibrellur og vanrækti hitt. Það að fá áhættuleikara til að hoppa í heljarstökk fyrir gömlu leikarana eða jafnvel tölvuteikna einhver backflips fyrir þá voru stór mistök og sem betur fer vantaði það í þessa mynd. Ég get ekki gefið henni minna en 5/5 stjörnur.

Monday, February 18, 2008

Star Wars Episode III: Revenge of the Sith

Þó Hayden Christensen leiki í nýjustu Star Wars myndinni, Revenge of the Sith, er ég alls ekki eins ósáttur með hana eins og episode I og II. Þvert á móti er þessi mynd semi í uppáhaldi hjá mér því mér finnst þessi hluti sögunnar svo svalur. Þessi hluti er mest brutal af þeim öllum og by far sá dramatískasti enda er þetta "risið" í allri sögunni.

En Hayden kom dálítið á óvart. Mér fannst hann talsvert betri í þessari mynd en episode II en þar var hann með kúkinn langt upp eftir bakinu.


Já mér fannst Hayden ekki standa sig eins ógeðslega í þessari mynd eins og þeirri síðustu en það var kannski aðeins auðveldara fyrir hann að pulla svona svalan character sem er alltaf með hettu á hausnum, hann fékk líka 3 ár til að æfa sig frá Attack of the Clones.

Mér fannst Ian McDiarmid standa sig mjög vel í þessari mynd. Þó var örlítið asnalegt þegar hann hvæsti á Samuel L. Jackson. Ég man að ég byrjaði virkilega að hlakka til myndarinna þegar ég heyrði hann segja "...Rise" í trailer myndarinnar og fæ semi hroll þegar ég heyri ræðuna þar sem hann krýnir Vader.

John Williams var eiginlega sá eini sem stóð sig fullkomlega í þessari mynd. Tónlistin er svo geðveik. Honum tókst að gera myndina geðveikt dramatíska eins og mér finnst myndbandið að neðan sýna ágætlega. Þakka "antidonnie" fyrir að senda þetta myndband inná youtube.
Svalasta atriði myndarinnar að mínu mati er þegar Anakin slátrar The Separatists á Mustafar en það byrjar á 2:06 í myndbandinu að neðan.


Mér fannst Lucas leggja miklu meiri vinnu í þessa mynd en hinar tvær á undan og takast vel í að gera þessa mynd dramatíska.
Ég gef þessari mynd 4 af 5 stjörnum.

Star Wars Episode II: Attack of the Clones

Þá er það næstlélegasta Star Wars myndin, Attack of the Clones. Mér fannst þessi mynd góð þegar ég sá hana fyrst enda sá ég ekkert nema svalar tæknibrellur. Hún segir söguna á ágætan hátt en sem bíómynd út af fyrir sig fannst mér hún ekki góð. Það sem mér fannst fara úrskeiðis í þessari mynd er nokkurn vegin útskýrt í eftirfarandi myndbandi.


Hayden Christensen er ömurlegur í þessari mynd.

Ég fílaði Anakin engan vegin í þessari mynd og fannst þessi fyrirsæta, Hayden Christensen, leika þetta hlutverk ömurlega. Og þar sem öll myndin fjallar um persónuna sem hann leikur finnst mér það vera honum að kenna hvað þessi mynd er léleg.

Mér finnst eins og George Lucas hafi bara leikstýrt þessari mynd lélega. Meira að segja
Samuel L. Jackson er kjánalegur. Allir leikararnir hljóma eins og þeir séu að lesa handritið upphátt. Þó Ewan McGregor sé geðveikur leikari finnst mér hann ekkert ná Obi-Wan Kenobi eins og Alec Guinness gerði meistaralega.

Count Dooku fannst mér líka asnalegur. Christopher Lee náði hlutverkinu illa að mínu mati og mér fannst asnalegt að sjá hann eða áhættuleikarann hans hoppandi í heljarstökk enda var klippingin á milli hans og áhættuleikarans léleg.

Svo er annað tengt gömlu Star Wars myndunum sem mér finnst fáránlegt. Jango Fett, geðveikasti bounty hunter Star Wars myndanna, klónar sig til þess að búa til her af fullkomnum hermönnum fyrir stríðið gegn vélmönnunum og þeir eru geðveikt góðir. En í gömlu myndunum er búið að "fela þá alla í einhverju fjalli" og í staðinn eru komnir Storm Troopers sem eru algjörir aumingjar.


Í stuttu máli fannst mér Lucas vera að flýta sér of mikið við tökur myndarinnar og gera miklu minni kröfur en til þeirra gömlu.
Gef myndinni 3 af 5 stjörnum.

Tuesday, February 12, 2008

Star Wars Episode I: The Phantom Menace

Þessi færsla og næstu 5 fara í umfjöllun um Star Wars bíómyndirnar frægu og ég ætla að fjalla um þær í réttri röð ólíkt höfundi myndanna, George Lucas.

Ég vil byrja á að nefna að ég er talsverður aðdáandi og ég held að flestir geti verið sammála mér um að The Phantom Menace sé án efa sú slappasta. Gungans eru bara óþolandi og ef eitthvað eyðilagði þessa mynd þá var það Jar Jar Binks.

En auðvitað var þessi mynd kúl að mörgu leiti. Darth Maul er fokkin geðveikur. Þessi mynd var líka mesta lightsaber action sem sést hafði á sínum tíma enda fannst mér hún mjög kúl þegar ég sá hana fyrst.


Hún vakti mikla athygli á sínum tíma en þá höfðu allir harðkjarna Star Wars nördarnir beðið í 16 ár frá því Return of the Jedi kom út.
Þó gæði þessarar myndar séu ekkert miðað við þær gömlu þá kom hún samt með margt nýtt á sjónarsviðið. Miklu betri tæknibrellur, fokkin double-bladed lightsaber action, fullt af nýjum Jedi hæfileikum, Star Wars heiminn fyrir Sith byltinguna og fullt af drasli sem George Lucast datt í hug á þessum 16 árum.

Það breytir því samt ekki að hún er með leiðinlegustu atburðarásina og lélegasta comic reliefið af þeim öllum. Mér fannst hún líka langdregin á köflum. Kafli myndarinnar þar sem aðalpersónurnar eru fastar á Tattooine fannst mér afskaplega óspennandi en þar sjáum við engin geislasverð í langan tíma. Mér fannst líka lélegt hvað George Lucast tróð mikið af nýjum og illa gerðum geimverum í þessa mynd sem aldrei höfðu sést í gömlu myndunum.
Gef myndinni 2,5 af 5 stjörnum.

En ég vil enda þessa færslu á frægu myndbandi sem sýnir ungan dreng leika lystir sínar með ímynduðu geislasverði og gefur gott dæmi um hversu mikil áhrif þessi mynd hafði á suma. Þessi gaur er æðislegur.

Thursday, February 7, 2008

The Machinist

Ég hef lengi ætlað að sjá þessa mynd og lét loks verða af því síðustu helgi. Hún fór fram úr væntingum. Fyrst vil ég benda á að það liðu 6 mánuðir frá því Christian Bale kláraði að leika í þessari mynd og byrjaði að leika í Batman Begins. Eins og sumir gætu furðað sig á þá er hann orðinn frekar massaður þegar hann lék í Batman miðað við það hvernig hann er t.d. á myndinni hér fyrir neðan sem tekin er úr þessari mynd. Christian Bale fær feit props frá mér fyrir þetta afrek og og hversu vel hann leikur geðveikt fólk.Þetta er önnur myndin sem ég sé með Christian Bale á frekar stuttu tímabili þar sem hann leikur geðklofasjúkling. Hin myndin var American Psycho sem ég bloggaði um fyrir jól.
Í stuttu máli segir myndin frá Trevor Reznik, vélvirkja með ofsóknargeðklofa sem hefur þjáðst af svefnleysi í heilt ár. Hann er traustur viðskiptavinur einnar vændiskonu sem er einnig besti vinur hans. Í myndinni fer allt í háaloft í hausnum á honum þegar hann veldur því að vinnufélagi hans missir höndina í vinnustaðaslysi. Myndin byrjar á endinum og segir söguna skemmtilega fannst mér. Ég persónulega dýrka myndir þar sem ég þarf stanslaust að pæla hvað sé raunverulegt og hvað ekki. Mér fannst þessi mynd allavega vera með þeim flóknari sem ég hef séð. Atburðarásin er ruglandi og fékk mig til að pæla og framhaldið af byrjunarsenu myndarinnar sem kemur í lokinn fannst mér geðveikt. Ég fann fyrir miklum áhrifum Memento og Psycho. Ég hef því miður ekki séð neitt annað eftir leikstjórann, Brad Anderson, en hann er aðallega að leikstýra sjónvarpsþáttum.
Tónlistin var geðveik. Mér fannst hún lýsa líðan aðalpersónunnar svo vel gegnum myndina og skapa mjög dramatískt andrúmsloft. Flottust fannst mér tónlistin þegar hann byrjaði að missa vitið, þá fór ég a.m.k. að taka eftir því hvað hún var flott.
Ég gef þessari mynd 5 stjörnur af 5 mögulegum og set hana í top10 listann minn. Ég setti trailerinn fyrir neðan sem kynningu fyrir þá sem hafa ekki séð myndina og vona að hann hvetji ykkur til að sjá hana. Must-see mynd.


SPOILER:
Eins og ég skildi þetta þá keyrði hann á litla krakkann á þessum rauða bíl sínum ári áður en söguþráður myndarinnar hefst, flýr og losar sig við bílinn. Samviskubitið veldur svefnleysi sem þróast í ofsóknargeðklofa. Hann missir minnið tímabundið og gleymir öllu sem tengdist hit'n'runninu og fer að skapa persónurnar sem tengdust þessu hit'n'runni í sínu núverandi lífi án þess að vita það, sér þjónustukonuna á flugvellinum sem mömmu stráksins sem hann keyrði á og býr til gaur á vinnustaðnum sínum sem á að vera hann sjálfur. Endilega commentið.

Saturday, January 19, 2008

Oldboy

Þá er það fyrsta færslan mín á árinu. Ég var latur í jólafríinu og bloggaði ekkert en horfði þó á góðan slatta af bíómyndum og ætla meðal annars að skrifa ítarlegar færslur um Godfather þríleikinn allar Star Wars myndirnar. En nú er það myndin Oldboy sem ég sá síðasta sumar ef ég man rétt.
Þessi margverðlaunaða kóreska mynd er ein af bestu myndum sem ég hef séð og ég gæti vel hugsað mér að hafa hana í top10 listanum mínum. Hún fjallar í stuttu máli um líf manns sem er eyðilagt þegar honum er rænt og hann fangelsaður í eins konar íbúð í 15 ár án nokkurra útskýringa. Honum er svo sleppt og gefnir peningar, sími og fín föt. Hann kemst svo að því þegar hann hefnir sín og reynir að koma einhverri reglu á líf sitt að maðurinn sem læsti hann inni er ennþá með plön fyrir hann.
Mér fannst þessi mynd ótrúlega vel gerð. Aðalleikarinn Min-sik Choi sýndi reiði sína príðilega og mér fannst myndin ekkert tilgerðarleg á neinn hátt. Ég hef ekki séð neina aðra mynd eftir leikstjóra myndarinnar, Chan-wook Park, en gæti vel hugsað mér að gera það. Það svalasta við þessa mynd fannst mér hvernig hún náði að tjá tilfinningar aðalpersónunnar.
Að neðan má sjá clip úr myndinni þar sem hann hefnir sín á starfsfólki "fangelsisins". Flottasta atriði myndarinnar að mínu mati byrjar 2:50 í clipinu.