
Myndin er eftir sænska leikstjórann Ingmar Bergman og fjallar um riddara sem teflir við dauðann upp á líf sitt á tímum svarta dauða í Evrópu. Fáránlega kúl. Myndin er full af gríni en samt hæfilega alvarleg og heldur sér við efnið. Max von Sydow er í langflestum myndum Bergmans og leikur riddarann í þessari mynd og var mjög góður fannst mér.
Það sem mér fannst merkilegast við þessa mynd voru flott skot. Myndin var full að geðveikt flottum skotum þar sem allt spilaði inní einhvernveginn. T.d. skotið þegar dauðinn kemst að skákleyndarmáli riddarans í kirkjunni þegar andlit dauðans er svo sýnt. Byrjunarskotið sem er hér að neðan er samt flottast fannst mér, þegar riddarinn og dauðinn sitja og spila skák við fjöruna.
2 comments:
Smá leiðrétting: Gunnar Björnstrand lék skjaldsveininn Jöns, stórstjarnar Max von Sydow lék riddarann.
Takk, búinn að leiðrétta.
Post a Comment