Monday, December 3, 2007

Stutt yfirlit

Nú er ég búinn með 30 færslur en mun örugglega halda áfram að blogga í jólafríinu þar sem ég ætla mér að horfa á slatta af bíómyndum í fríinu sérstaklega eftir hálskirtlatökuna og miða við að klára stóran hluta 102myndalistans. Við vinirnir erum að pæla í að gera stuttmynd sem einstaklingsverkefni en það gæti líka verið að ég klippi saman trailer úr einhverri bíómynd ég sé bara til eftir áramót. Annars vil ég bara þakka fyrir önnina, þetta er án efa ein áhugaverðasta námsgrein sem ég hef verið í. Mér finnst Siggi eiga mikið hrós skilið, þetta er búið að vera gaman.

The Godfather

Ég horfði á myndina The Godfather eftir skáldsögu Mario Puzo síðast þegar ég var í 10. bekk og þá leigði ég allar 3 myndinar og eyddi deginum í að horfa á þær. Ég horfi á þríleikinn aftur í jólafríinu eftir hálskirtlatökuna og lengi þessa færslu. Ég efa að betri mafíumynd eigi eftir að koma út og þessi kom út 1972, Marlon Brando er svo mikill meistari í þessari mynd. Þegar ég horfi á hana aftur ætla ég að reyna að sjá hana með nýju sjónarhorni og reyna að taka eftir þeim smáatriðum sem við höfum farið í í tímum. Núna er hún í efsta sæti í 250 top movies listanum á IMDb svo það ætti að vera hellingur til að taka eftir. Clip-ið hér að neðan er eitt uppáhalds atriðið mitt með Marlon Brando.

Rashômon

Við horfðum á myndina Rashômon eftir Akira Kurosawa sem kom út 1950 nýlega í skólanum og ég var frekar hrifinn. Myndin gerist á 12. öld í Japan og fjallar um árás illræmda ræningjas Tajomaru á samuraia og konu hans. Ræninginn nauðgar konunni og samurainn deyr en við heyrum fjórar mismunandi sögur af atvikinu og myndin fer í að rekja allar sögurnar og við eigum að meta hver sanna sagan var. Mér fannst þessi mynd góð en ofleikur Japanana fór dálítið í taugarnar á mér. Mér fannst myndatakan mjög góð. Gef henni 3,5 af 5 stjörnum.

Við horfðum á myndina 8 1/2 eftir ítalska leikstjóran Federico Fellini í kvikmyndafræði um daginn og mér fannst hún vægast sagt skrítin. Þessi mynd er að sjálfsögðu mjög spes en hún var á ítölsku og hljóðið sett inná á eftir sem því miður fór ógeðslega í taugarnar á mér.
En myndin segir frá leikstjóranum Guido sem fær engan frið eftir síðustu stórmyndina sína er að undirbúa aðra mynd og flýr inn í draumaheim og fantasíur sem gerir myndina frekar súrrealíska og ruglinslega á pörtum enda finnst flestum hún betri í annað skiptið. Opnunaratriðið í henni er talið eitt það besta í kvikmyndasögunni en það clip má skoða hér að neðan. Þessi mynd er mjög flott og tilkomumikil en hún höfðaði ekki til mín. Ég fann allavega fyrir því að ég var ekki að meta það sem var svona frábært við þessa mynd en gat samt notið hennar á pörtum. Hún er nærri 2 og hálfur tími að lengd og hún virtist enn lengri fyrir mér því ég var að bíða eftir að komast á æfingu sem ég missti svo af því hún var svo fokkin lengi. En þetta er svo tilkomumikil mynd að ég verð eiginlega að gefa henni 4 af 5 stjörnum.

The Seventh Seal

Við horfðum á The Seventh Seal, eða Det Sjunde inseglet, í skólanum um daginn og ég verð að segja að þetta er án efa besta myndin sem við höfum horft á í tímum.
Myndin er eftir sænska leikstjórann Ingmar Bergman og fjallar um riddara sem teflir við dauðann upp á líf sitt á tímum svarta dauða í Evrópu. Fáránlega kúl. Myndin er full af gríni en samt hæfilega alvarleg og heldur sér við efnið. Max von Sydow er í langflestum myndum Bergmans og leikur riddarann í þessari mynd og var mjög góður fannst mér.
Það sem mér fannst merkilegast við þessa mynd voru flott skot. Myndin var full að geðveikt flottum skotum þar sem allt spilaði inní einhvernveginn. T.d. skotið þegar dauðinn kemst að skákleyndarmáli riddarans í kirkjunni þegar andlit dauðans er svo sýnt. Byrjunarskotið sem er hér að neðan er samt flottast fannst mér, þegar riddarinn og dauðinn sitja og spila skák við fjöruna.

Fearless Vampire Killers

Fearless Vampire Killers var ein af þremur myndum eftir Polanski sem við horfðum á þegar við vorum að undirbúa fyrirlesturinn.
Þessi mynd er eins konar grín-spennu-hryllingsmynd sem segir frá professor Abronsius og aðstoðarmanninum hans Alfred og ferð þeirra til Transylvaníu að rannsaka vampírur. Alfred verður ástfanginn af Sarah dóttur húsbondans á bænum sem þeir stoppa á og þeir fara í leiðangur að bjarga henni frá kastala Dracula eftir að hann rænir henni. Polanski sjálfur leikur Alfred og eiginkona Polanski's, Sharon Tate leikur Sarah. Þessi mynd hefur verið fyrirmynd margra mynda eins og t.d. Dracula: Dead and Loving It með Leslie Nielsen og er undir miklum áhrifum þöglu myndanna að mínu mati.
Í clipinu að neðan rænir Dracula Sarah rétt eftir að Alfred hittir hana í fyrsta skipti og verður ástfanginn af henni.


Gef henni 4 af 5 stjörnum.

Rosemary's Baby

Ég horfði á Rosemary's Baby þegar við vorum að undirbúa Polanski fyrirlesturinn okkar. Þó hún sé mjög löng/langdregin fannst mér hún ekki leiðinleg. Mér fannst plotið gott og Mia Farrow lék þetta stórkostlega enda fékk hún Oscar fyrir þetta hlutverk. Auk þess fannst mér tónlistin ótrúlega creepy og man eftir henni frá því ég var lítill, smá svona nostalgíuhryllingur fyrir mig.
Í stuttu máli fjallar myndin um hjónin Rosemary og Guy Woodhouse sem eru að flytja í nýja íbúð í New York þegar margt dularfullt fer að gerast. Þar sem ég er að reyna stuðla að því að fólk drífi sig og horfi á myndir sem það hefur ekki séð sem ég er að blogga um vil ég ekki tala of mikið um söguþráðinn í þessari mynd því myndin er bara söguþráður.
Klassíks hryllingsmynd sem allir ættu að sjá.
Gef henni 4 af 5 stjörnum.

The Shawshank Redemption

Ég horfði á The Shawshank Redemption með pabba eftir endajaxlatökuna um daginn og fannst ég vera að sjá hana í fyrsta skipti. Ég veit ekki hvort það var morfínið en mig minnti ekki að hún hafi verið svona góð enda var ég frekar lítill þegar ég sá hana síðast. Þetta er án efa ein besta mynd sem hefur nokkurn tíman verið gerð. The Green Mile er önnur mynd sem Frank Darabont skrifar handrit að og leikstýrði og þó hún sé ekki alveg jafngóð að mínu mati þá svipar hún mjög til The Shawshank Redemption að því leiti hvernig hún hefur áhrif á mann og nær til manns, mjög tilfinningaþrungnar fangelsismyndir. Þessi mynd er án efa hápunktur Tim Robbins sem er í aðalhlutverki en þó fannst mér Morgan Freeman betri en hann er aldrei aðalpersónan. Myndin vann þó engan Oscar en það er líklega vegna þess að hún var að keppa við Forrest Gump og Pulp Fiction á sínum tíma. Hún er nærri 2 og hálfur tími að lengd og nær að halda manni hæfilega spenntum allan tíman.
En í stuttu máli segir hún frá bankastjóranum Andy Dufresne sem er dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna gruns um morða á eiginkonu sinni og manninum sem hún var að halda fram hjá honum með og reynslu hans í Shawshank fangelsinu.
Eftirfarandi atriði fannst mér eitt af þeim bestu í þessari mynd en þetta er þegar Red vinur Andy's er orðinn þreyttur á endurhæfingarkerfinu í fangelsinu og drullar yfir liðið.

Some Like It Hot

Some Like It Hot er önnur önnur mynd sem ég missti af og hafði loksins tíma til að horfa á. Í þessu meistaraverki eftir Billy Wilder er Marilyn Monroe í essinu sínu. Epísk mynd. Þetta er fyrsta mynd sem ég sé Marylin Monroe leika í og ég var mjög hrifinn. Klassísk, fyndin og skemmtileg mynd.
Hún fjallar um 2 tónlistarmenn sem verða vitni af St. Valentine's Day blóðbaðinu og reyna að forða sér undan mafíunni sem er að reyna að drepa þá. Þeir dulbúast sem konur og komast að því að eina leiðin til að meika pening er með því að stofna stelpuband. Annar þeirra verður ástfanginn af Marilyn en má ekki segja henni að hann sé gaur því þá fokkast allt upp og hinn er með erfiðan ríkann gamlan kall slefandi yfir sér sem lætur hann ekki í friði. Klassískt grín, mæli eindregið með þessari mynd.
Gef henni 4,5 af 5 stjörnum.
Hér má sjá söngatriði úr myndinni:

American Movie

Ákvað að drífa mig og horfa á American Movie því ég missti af henni á sínum tíma. Mér fannst hún ágæt. Í stuttu máli er þetta heimildarmynd um kvikmyndagerðarmanninn Mark Borchardt sem vinnur að því að gera hryllingsstuttmynd. Hann fær vini og ættingja til að hjálpa sér og eltir drauminn í 3 ár sama hvað bjátar á.
Þessi mynd er fyndin og mjög steikt á pörtum eins og sjá má á clipinu hér fyrir neðan en mér fannst hún verða dálítið langdregin undir lokin og var frekar hæg á pörtum.
Eina sem mér fannst athugavert við myndina var hvað klippingin var skemmtileg.
Gef henni 3 af 5 stjörnum.

Chinatown

Chinatown er ein besta mynd Polanski's ef ekki sú albesta. Hún kom út 1974 og vann Oscar og 17 önnur verðlaun og er nú í 46. sæti á top250 lista IMDb.
Ég sá hana fyrst þegar við vorum að undirbúa fyrirlestur um Polanski og ég var límdur við skjáinn í þessa rúmu 2 tíma.
Í þessari mynd er eitt besta plot sem ég hef séð í bíómynd enda vann hún Oscar fyrir besta handrit. Jack Nicholson er snilld í þessu aðalhlutverki og segir myndin söguna frá hans sjónarhorni. Í stuttu máli fjallar myndin um það þegar einkaspæjarinn JJ 'Jake' Gittes uppgötvar leynilega glæpastarfsemi þegar hann tekur að sér mál Evelyn Mulwray sem heldur að eiginmaður sinn sé að halda framhjá sér.
Þessi mynd er skylduáhorf og ætla ég mér ekki að tala mikið meira um hana. Gef henni 5 af 5 stjörnum

Stardust

Ég fór með litla frænda minn á Stardust fyrir skömmu og fannst hún furðulega góð. Ástæðan fyrir því að ég valdi þessa mynd var sú að engin önnur kom til greina, mig langaði ekkert að sjá þessa mynd því trailerinn hreif mig alls ekki.
Það var nefnilega þannig að aðalleikarinn, Charlie Cox, sem ég hef aldrei séð áður og var ekki að búast við neinu frá, lék þetta geðveikt vel. Ég var að búast við klisjukenndri væmri ævintýramynd en ég fílaði hana í botn. Robert De Niro leikur líka klæðskipting og stendur sig vel í því.
Í stuttu máli fjallar myndin um fátækan búðarstrák sem er staðráðinn í að giftast einhverri ríkri tussu og segist ætla færa henni stjörnu sem þau sjá hrapa. Eitt leiðir af öðru og hann endar á að ferðast inn í einhvern töfraheim og ég vil ekki segja mikið meira.
Ég komst að því þegar ég fór að skoða IMDb að leikstjórinn Matthew Vaughn leikstýrði og skrifaði handrit Layer Cake m.a. svo það var kannski engin tilviljun að þessi mynd hitti í mark, enda fær hún 8.1 á IMDb. Þetta er ein af þeim fáu típísku ævintýramyndum þar sem ég trúði leik aðalpersónunnar og datt inn í myndina. Þetta kom á óvart því ég er vanalega ekki fyrir svona myndir.
Gef henni 4 af 5 stjörnum.