Friday, September 28, 2007

Shotgun Stories

Þetta var önnur myndin sem ég sá á kvikmyndahátíðinni og jafnframt sú besta. Ég sá hana fyrra föstudagskvöldið strax á eftir You, the Living. Siggi sagði að þessi mynd væri ein þeirra sem hann langaði að sjá á myndinni og með þeim sem voru fyrst síndar svo ég skellti mér á hana með nokkrum vinum mínum. Hún kom mjög á óvart. Miðað við hvernig hún byrjaði var ég ekki að búast við svona rosalega flottri mynd. Þetta var svona mjög kúl smalltown hillbilly mafíudrama. Ég sökk gjörsamlega í þessa mynd. Söguþráðurinn var flottur og góð twists, persónurnar góðar og gott feel yfir myndinni í heild, hélt manni límdum. Í stuttu máli segir hún frá þremur fremur ólíkum bræðrum sem voru yfirgefnir af föður sínum á ungum aldri og deilum þeirra við hálfbræður sína sem faðir þeirra ól upp. Báðir bræðrahóparnir sjá hversu langt þeir munu fara til þess að vernda fjölskyldu sína. Sá elsti er mjög territorial spilafíkill og er við það að missa konuna sína, honum er mjög annt um son sinn og reynir að hitta hann eins oft og hann getur. Sá næsti býr hálfpartinn einn í bílnum sínum og kennir nokkrum strákum í bænum körfubolta og ég myndi lýsa honum sem frekar einmana aumingja, allavega mýkstur af þeim bræðrum. Sá yngsti hins vegar á góða kærustu sem hann ætlar að giftast og á sér besta framtíð af þeim þremur. Hann býr í tjaldi við hús stóra bróður og er mjög árásargjarn og skammar mjúka bróður sinn mikið fyrir það. Mér fannst hún rosalega vel leikin. Strax og ofbeldið byrjaði fór ég að finna til með bræðrunum og loks þeim öllum. Síðan var auðvitað naðran í sögunni sem ýtir undir deilurnar með því að slúðra og sú persóna sinnti sínu hlutverki vel. Mér fannst mjög flott hvernig þögnin spilaði sitt hlutverk í myndinni, það var ekki mikið um tónlist, þá fannst mér ég taka meira eftir tilfinningum persónanna. Miðað við hversu low budget þetta var verð ég að gefa henni 4,5 af 5. Frábær mynd.

Du Levande

Þó mér hafi fundist þessi mynd mjög góð var hún síst af þeim þremur sem ég sá á kvikmyndahátíðinni. Þetta var sú fyrsta sem ég sá og kom frekar mikið á óvart eins og þær allar reyndar. Miðað við það sem Siggi vissi um leikstjórann Roy Andersson gat hann fullvissað okkur um að þessi mynd yrði snilld sem hún var. Ótrúlega súrrealísk og fyndin. Í stuttu máli fjallar hún um mannkynið, það góða og slæma, fyndna og sorglega, kvíða og öryggi, ást og hatur og þörf fólks til að elska og vera elskaður. Myndin fjallar um nokkrar persónur og flakkar milli þeirra gegnum myndina og segir frá þeirra lífsreynslum og þráum. Hún er eins og samansafn af fyndnum sketchum og segir nokkurs konar sögu af þessum persónum og þeirra vandamálum á kómískan hátt. Það var mjög fyndinn andi í myndinni og mikið af endurtekningum sem gerði þetta mjög flott, kúl stíll líka. Góður og mjög spes húmor, allir geðveikt repulsive og þunglyndir í ógeðslegu samfélagi, svo ýkt að það varð geðveikt fyndið. Atriðið í byrjun þar sem konan öskraði og skellti hurðinni var fullkomið opening á myndinni og besta atriðið var þegar gaurinn reif dúkinn af borðinu í matarboðinu, á eftir því var konan með hjálminn.. mér fannst líka gott þegar sálfræðingurinn came clean. Mjög fyndin mynd. Eins og sést á myndinni fyrir neðan er þetta frekar steikt mynd og margir eru eitthvað svo út úr heiminum. Mér finnst myndin ná raunveruleikanum mjög vel þó hann sé frekar þunglyndur í myndinni. Eins og Siggi sagði var Roy Anderson mjög lengi að plana þessa mynd og mér fannst það sjást. Atriðin voru útpæld og sögðu hvert um sig. Maður kynntist persónunum mjög vel eftir fyrsta atriðið um þær enda voru flest atriðin mjög löng og sum frekar gróf. Framar öllu var þetta mjög frumlegtl, 3,5 af 5 stjörnum.

The General

Snilldarmynd. Ótrúlega vel gerð. Stemmningin í myndini var mjög góð og ég fílaði tónlistina í botn. Klippingin var snilldarleg og ég fékk virkilega á tilfinninguna að þessi mynd væri meistaraverk. Mikið og gott comic releaf, Buster Keaton lék þetta frábærlega og ég gat hlegið helling að öllum fíflalátunum. Mér fannst ákveðin stemmning í því að lesa textana í stað þess að heyra í leikurunum, þetta er önnur silent myndin sem ég sé, sú fyrri var Nosferatu. Gaman að sjá hvað allt var útpælt eins og þegar Buster fokkaði upp teinunum og brenndi brúnna og svo auðvitað atriðið þegar lestin hrundi á henni var rosalegt. Mér fannst húmorinn mjög góður og hafði virkilega gaman af þessari mynd, hún fær fullt hús stiga frá mér.

Tuesday, September 25, 2007

Ratatouille

Góð teiknimynd. Skemmtileg með flottum og spes söguþráð. Ein af þessum alvöru teiknimyndum, imdb.com gefur henni 8.4 sem mér finnst reyndar fullmikið því mér fannst hún ekkert epísk. Og mig langaði ekkert að sjá hana eftir að hafa séð trailerinn en fór eftir að ég frétti af einkunninni sem imdb gaf henni. Þegar ég pæli í því var hún alveg meistaralega gerð, teikningin og raddirnar og hvernig allt var eitthvað svo smooth. Fyndnar persónur og skemmtilegur endir. Mér finnst einmitt mjög pirrandi þegar svona grínteiknimyndir fara út í allt of sorglegt drama, drama parturinn í þessari mynd var í mesta lagi í eina mínútu svo maður sökk ekkert í niður í það. Mæli með þessari mynd.

Friday, September 21, 2007

Guðný Halldórsdóttir

Ég hafði mjög gaman af þessari heimsókn Guðnýjar. Það fór ekki milli mála að hún hefur lengi verið í þessum bransa. Hún var hress og skemmtileg og hafði held ég bara frekar gaman af því að tjá sig. Ég tel mig hafa lært helling af þessum fyrirlestri hvað varðar kvikmyndagerð og leikstjórn. En þó hún sé á móti miklum auglýsingum sé ég eftir að hafa ekki nefnt trailer myndarinnar við hana því hann var ömurlegur. Ég var að búast við frekar slakri mynd eftir að hafa séð trailerinn og hefði ekki farið á hana ef hópurinn hefði ekki farið saman. Í bæði skiptin sem við höfum fengið að spjalla við leikstjóra íslenskra mynda hefur mér þótt skemmtilegast þegar leikstjórarnir segja frá ódýru trickunum sem þeir nota í myndunum og auðvitað fyndnu uppákomunum eins og með hundinn sem var hengdur.

Monday, September 17, 2007

The Crying Game

Um helgina horfði ég á The Crying Game. Vel gerð mynd og á fullkomlega rétt á sér á þessum bíómyndalista. Góður leikur í myndinni en hún hefur ekki kostað mjög mikið þar sem lítið action er í myndinni. Twistið í myndinni shockeraði mig doldið þó mig hafi grunað það fyrst en svo sannfærði ég sjálfan mig um að það gæti varla verið og svo BOOM! þarna var það eftir allt saman(þeir sem hafa séð myndina vita hvað ég á við). Söguþráðurinn var mjög skemmtilegur en mér fannst myndin mjög kjánaleg á pörtum, eins og þegar Forest Whitaker var sífellt hlaupandi í hvíta gallanum sínum í draumum aðalpersónunnar. Ég fattaði aldrei hvað var í gangi í hausnum á aðalpersónunni, þessi mynd ruglaði mig dálítið.

Sunday, September 16, 2007

Veðramót

Ég var mjög ánægður með þessa mynd. Hún kom mjög á óvart þar sem ég bjóst við lélegri mynd eftir að hafa séð trailerinn. Klárlega besta íslenska mynd sem ég hef séð sem eru því miður fáar. Hún var vel leikin og dramatíkin var miklu meiri en ég var að búast við. Hilmir Snær frændi minn stóð sig prýðilega í aðalhlutverkinu eins og svo oft áður og hann fær feitt prik fyrir þessa mynd. Mér fannst túlkunin á geðkvillunum í myndinni áhugaverðir. Ég hef verið að vinna með fólki með svipaða röskun og ég var mjög ánægður með hvernig þeir túlkuðu geðveikina í myndinni. Ég er mikill áhugamaður um sálfræði og var frekar sáttur með þá hlið á myndinni. Burt séð frá því hve rosalega ógeðsleg myndin var þá var hún virkilega áhrifarík og ég var frekar shockeraður eftir hana. Ekki mjög oft sem það kemur fyrir mig. Þessi mynd er klárlega ein af þessum góðu íslensku myndum sem fólk ætti að sjá.

Kvikmyndalistinn

Bráðlega horfi ég á margar af þessum myndum á kvikmyndalistanum og ætla þá að velja top 10 af því sem ég hef séð þar og hafa það á þessum top10 lista. Ég hef séð of lítið af svona must-see bíómyndum og ætla taka mig til og horfa á slatta af þessum lista og blogga um þær um leið og ég set þær í top10. Svo á ég eftir að horfa á og blogga um American Movie því ég komst ekki í miðvikudagstímann eftir skóla þegar hún var sýnd.

Maraþonið

Við fengum myndavélina ekki fyrr en 16:30 daginn sem við áttum að taka upp stuttmyndina þegar nokkrir okkar voru búnir í skólanum 13:10 svo við fengum litlan tíma til þess að stúdera myndavélina almennilega áðuren við þurftum að hefjast handa við að skjóta þessa mynd. Sjálfum fannst mér myndin heppnast vel miðað við aðstæður en við klúðruðum lýsingunni gjörsamlega. Pældum allt of lítið í ljósopinu og þegar við vorum að klára myndina um kvöldið neyddumst við því miður til þess að taka lokaatriðið upp úti. Það varð til þess að birtan varð ávallt minni og minni með hverri klippu sem er frekar kjánalegt. Ég var samt ánægður með effectana sem við höfðum í myndinni, hvernig við létum Andrés hoppa úr fötunum í karategallann og hvernig búálfurinn hvarf. Forföll leikara höfðu líka sín áhrif en við fengum Steinar í 6.B til þess að leika búálfinn sem heppnaðist ótrúlega vel. Við hefðum viljað miklu lengri tíma til þess að gera þetta og hvað þá læra á vélina. Tíminn sem það tók vélina að byrja að skjóta og stoppa tafði helling líka. Þetta var gert í allt of miklum flýting.