Friday, September 28, 2007

Shotgun Stories

Þetta var önnur myndin sem ég sá á kvikmyndahátíðinni og jafnframt sú besta. Ég sá hana fyrra föstudagskvöldið strax á eftir You, the Living. Siggi sagði að þessi mynd væri ein þeirra sem hann langaði að sjá á myndinni og með þeim sem voru fyrst síndar svo ég skellti mér á hana með nokkrum vinum mínum. Hún kom mjög á óvart. Miðað við hvernig hún byrjaði var ég ekki að búast við svona rosalega flottri mynd. Þetta var svona mjög kúl smalltown hillbilly mafíudrama. Ég sökk gjörsamlega í þessa mynd. Söguþráðurinn var flottur og góð twists, persónurnar góðar og gott feel yfir myndinni í heild, hélt manni límdum. Í stuttu máli segir hún frá þremur fremur ólíkum bræðrum sem voru yfirgefnir af föður sínum á ungum aldri og deilum þeirra við hálfbræður sína sem faðir þeirra ól upp. Báðir bræðrahóparnir sjá hversu langt þeir munu fara til þess að vernda fjölskyldu sína. Sá elsti er mjög territorial spilafíkill og er við það að missa konuna sína, honum er mjög annt um son sinn og reynir að hitta hann eins oft og hann getur. Sá næsti býr hálfpartinn einn í bílnum sínum og kennir nokkrum strákum í bænum körfubolta og ég myndi lýsa honum sem frekar einmana aumingja, allavega mýkstur af þeim bræðrum. Sá yngsti hins vegar á góða kærustu sem hann ætlar að giftast og á sér besta framtíð af þeim þremur. Hann býr í tjaldi við hús stóra bróður og er mjög árásargjarn og skammar mjúka bróður sinn mikið fyrir það. Mér fannst hún rosalega vel leikin. Strax og ofbeldið byrjaði fór ég að finna til með bræðrunum og loks þeim öllum. Síðan var auðvitað naðran í sögunni sem ýtir undir deilurnar með því að slúðra og sú persóna sinnti sínu hlutverki vel. Mér fannst mjög flott hvernig þögnin spilaði sitt hlutverk í myndinni, það var ekki mikið um tónlist, þá fannst mér ég taka meira eftir tilfinningum persónanna. Miðað við hversu low budget þetta var verð ég að gefa henni 4,5 af 5. Frábær mynd.

No comments: