Friday, September 28, 2007

The General

Snilldarmynd. Ótrúlega vel gerð. Stemmningin í myndini var mjög góð og ég fílaði tónlistina í botn. Klippingin var snilldarleg og ég fékk virkilega á tilfinninguna að þessi mynd væri meistaraverk. Mikið og gott comic releaf, Buster Keaton lék þetta frábærlega og ég gat hlegið helling að öllum fíflalátunum. Mér fannst ákveðin stemmning í því að lesa textana í stað þess að heyra í leikurunum, þetta er önnur silent myndin sem ég sé, sú fyrri var Nosferatu. Gaman að sjá hvað allt var útpælt eins og þegar Buster fokkaði upp teinunum og brenndi brúnna og svo auðvitað atriðið þegar lestin hrundi á henni var rosalegt. Mér fannst húmorinn mjög góður og hafði virkilega gaman af þessari mynd, hún fær fullt hús stiga frá mér.

No comments: