Sunday, September 16, 2007

Maraþonið

Við fengum myndavélina ekki fyrr en 16:30 daginn sem við áttum að taka upp stuttmyndina þegar nokkrir okkar voru búnir í skólanum 13:10 svo við fengum litlan tíma til þess að stúdera myndavélina almennilega áðuren við þurftum að hefjast handa við að skjóta þessa mynd. Sjálfum fannst mér myndin heppnast vel miðað við aðstæður en við klúðruðum lýsingunni gjörsamlega. Pældum allt of lítið í ljósopinu og þegar við vorum að klára myndina um kvöldið neyddumst við því miður til þess að taka lokaatriðið upp úti. Það varð til þess að birtan varð ávallt minni og minni með hverri klippu sem er frekar kjánalegt. Ég var samt ánægður með effectana sem við höfðum í myndinni, hvernig við létum Andrés hoppa úr fötunum í karategallann og hvernig búálfurinn hvarf. Forföll leikara höfðu líka sín áhrif en við fengum Steinar í 6.B til þess að leika búálfinn sem heppnaðist ótrúlega vel. Við hefðum viljað miklu lengri tíma til þess að gera þetta og hvað þá læra á vélina. Tíminn sem það tók vélina að byrja að skjóta og stoppa tafði helling líka. Þetta var gert í allt of miklum flýting.

No comments: