Sunday, October 28, 2007

American Psycho

Þegar American Psycho var nýkomin á videoleigur sá ég hluta af henni þegar bróðir minn leigði hana en það var ekki fyrr en síðustu helgi að ég horfði á alla myndina. Ég var vægast sagt mjög hrifinn. Í stuttu máli fjallar myndin um myndarlegan, gáfaðan og moldríkan CEO, Patrick Bateman, sem býr á Wall Street. Hann þjáist af geðklofa og er vanur að komast upp með að myrða fólk. Hann þolir ekki kærustuna sína sem hann grunar að sé að halda fram hjá sér og er að halda fram hjá henni með þunglyndri kærustu samstarfsmanns síns. Myndin segir frá því hvernig geðveikin hans þróast og hvernig það hefur áhrif á hann. Við sjáum inn í hugarheim hans meðan hann er eins konar þulur gegnum myndina. Eftirfarandi quote er gott dæmi:

Patrick Bateman: I have all the characteristics of a human being: blood, flesh, skin, hair; but not a single, clear, identifiable emotion, except for greed and disgust. Something horrible is happening inside of me and I don't know why. My nightly bloodlust has overflown into my days. I feel lethal, on the verge of frenzy. I think my mask of sanity is about to slip.

Mér finnst eftirfarandi clip lýsa persónu Patrick's mjög vel en það er þegar hann myrðir Paul Allen samstarfsmann sinn sem fer mikið í taugarnar á honum. Snilldaratriði. Mig minnir að bróðir minn hafi bannað mér að horfa á meira af myndinni eftir þetta atriði snemma í myndinni:


Christian Bale leikur aðalhlutverkið snilldarlega eins og flest önnur hlutverk sem hann fær eins og sjá má á clipinu að ofan. Mér fannst hann ná þessu hlutverki sérstaklega vel í þessari mynd og ég náði alveg að sökkva mér inn í hugarheim Patrick's. Þessi mynd er meistaraverk sem allir ættu að sjá. Ég gef henni 4,5 af 5 stjörnum.

The Seeker: The Dark is Rising

Þessi færsla er aðallega hugsuð í forvarnatilgangi og fer eftirfarandi texti í að drulla yfir þessa bíómynd. Þessi mynd er byggð á vinsælli bók og miðað við það sem ég sá af trailernum gerði eg ráð fyrir að The Seeker: The Dark is Rising væri ævintýramynd sem ég gæti þolað að horfa á með litla frænda mínum en þetta var alls ekki virði 300kr. kl. 1 á laugardegi. Þegar ég fór á myndina gerði ég mér grein fyrir að þessi myndi yrði ekkert meistaraverk en bókin fékk fína dóma. Myndin var hræðilega misheppnuð. Gagnrýnendur á IMDb.com segja allir það sama. Í stuttu máli fjallar hún um strák sem uppgötvar á 14 ára afmælisdegi sínum að hann einn getur bjargað heiminum með undarlegum kröftum sem hann uppgötvar smám saman. Eins og sjá má er David L. Cunningham enginn meistaraleikstjóri og myndin er gott dæmi um það. Brellurnar voru svo misheppnaðar að þær voru langt frá markmiði sínu að vera kúl. Og það hefði ekki verið mikið mál að gera vonda kallinn kúl. En hann var alls ekki kúl. Hann var ömurlegur. Ég trúði engum tilfinningum sem leikararnir áttu að sýna, sérstaklega ekki aðalhetjunnar, Will Stanton, sem Alexander Ludwig lék illa. Klisjukennd og ömurleg bíómynd sem enginn ætti að sjá. Hálf af 5 stjörnum.

Sunday, October 21, 2007

Top 10 listinn (1. Hluti): Fear and Loathing in Las Vegas

Eftir að heyra Árna tala um hvað Fear and Loathing in Las Vegas sé mikil snilld og ein af 7 langbestu myndum sem hann hefur séð ákvað ég að horfa á hana. Meistaraverk. Hún er svo ótrúlega fokkin vel leikin. Johnny Depp og Benicio Del Toro fara á kostum í henni. Leikstjóri myndarinnar, Terry Gilliam, hefur leikstýrt snilldarmyndum á borð við 12 Monkeys og Monty Python and the Holy Grail. Í stuttu máli segir myndin sögu blaðamannsins Raoul Duke og lögfræðingsins Dr. Gonzo. Þeir eru á leið til Las Vegas til að horfa á einhvern kappakstur í eyðimörkinni sem Raoul Duke á að skrifa grein um. Í myndinni er sagt frá reynslu þeirra af hinum ýmsu eiturlyfjum í Las Vegas. Hún er troðfull af geðveikum línum og eftirfarandi quote lýsir ferðalaginu þeirra frekar vel:

Raoul Duke: We had two bags of grass, seventy-five pellets of mescaline, five sheets of high-powered blotter acid, a saltshaker half-full of cocaine, and a whole galaxy of multi-colored uppers, downers, laughers, screamers... Also, a quart of tequila, a quart of rum, a case of beer, a pint of raw ether, and two dozen amyls. Not that we needed all that for the trip, but once you get into locked a serious drug collection, the tendency is to push it as far as you can. The only thing that really worried me was the ether. There is nothing in the world more helpless and irresponsible and depraved than a man in the depths of an ether binge, and I knew we'd get into that rotten stuff pretty soon.

Þessi mynd er í sérflokki. Hún er ótrúlega spes. Hvert einasta atriði er ógeðslega fyndið og kúl. Myndatakan sýnir vel hvernig þeim líður undir áhrifum og túlkar vel áhrifin meðan Johnny Depp er eins konar þulur myndarinnar og segir okkur frá hverju smáatriði.

Hér er snilldarquote úr myndinni þegar Raoul rankar við sér eftir klikkað blackout:

Raoul Duke: When I came to, the general back-alley ambience of the suite was so rotten, so incredibly foul. How long had I been lying there? All these signs of violence. What had happened? There was evidence in this room of excessive consumption of almost every type of drug known to civilized man since 1544 AD. What kind of addict would need all these coconut husks and crushed honeydew rinds? Would the presence of junkies account for all these uneaten french fries? These puddles of glazed ketchup on the bureau? Maybe so. But then why all this booze? And these crude pornographic photos smeared with mustard that had dried to a hard yellow crust? These were not the hoofprints of your average God-fearing junky. It was too savage. Too aggressive.

Hér er eitt af bestu atriðum myndarinnar þegar þeir taka ether og fara í spilavítið. Þetta atriði er gott dæmi um hvernig myndin fjallar um hvert eiturlyf fyrir sig og gerir vel grein fyrir áhrifum þess með hjálp frábærra leikara og snilldarmyndatöku:


Þessi mynd fer beint í top 10 listann minn. Ég gef henni auðvitað 5 af 5 mögulegum stjörnum. Nú er ég búinn að blogga um 1 af 10 bíómyndunum sem eru á top 10 listanum mínum og næstu 9 færslur ættu að vera um top 10 listann.

Shark Bait með íslensku tali

Drasl.

Wednesday, October 10, 2007

The Cabinet of Dr. Caligari

Í morgun horfðum við á expressionism hryllings-myndina The Cabinet of Dr. Caligari. Mér fannst hún frábær. Klikkuð tónlist sem hélt myndinni gangandi, scary og intense. Ég var alveg að fíla expressionismann, fannst þetta vel leikið og kúl. Þetta er næstbesta silent mynd sem ég hef séð á eftir The General en þær fá sömu einkunn á imdb.com. Í stuttu máli fjallar myndin um tvo vini, Francis og Alan, sem fara í tívolí og sjá sýningu hjá Dr. Caligari þar sem hann hefur til sýnis Cesare, sem getur spáð fyrir um framtíð fólks, Alan þeirra spyr hve lengi hann muni lifa, og Cesare segir að hann muni deyja fyrir dögun. Svo rætist það og Caligari er grunaður um morð og flýr á geðveikrahæli þar sem Alan ásakar forstjórann um að vera Caligari.. ef þið hafið ekki séð myndina vil ég helst ekki segja meira en ég mæli virkilega með þessari mynd. Gef henni 4 af 5 stjörnum.

Sunday, October 7, 2007

Help Me Eros

Ég ákvað að skella mér á þessa mynd því þetta var ein af þeim myndum sem Árni talaði um að vilja sjá og mig langaði að nýta restina af RIFF kortinu mínu og bauð vini mínum með mér. Þetta var síðasta RIFF myndin sem ég fór á og ég var ánægður með hana eins og hinar tvær. Líkt og með Shotgun Stories sökk ég inn í þessa mynd. Hún gerist í Japan og fjallar um mann sem ræktar og reykir marijuana allan daginn og sekkur í þunglyndi þegar hlutabréfin hans falla og kærastan hans yfirgefur hann. Sagan segir frá lífi hans og konunnar hjá hjálparlínunni sem reynir að fá hann til að hætta við að fremja sjálfsmorð. Á sama tíma kynnist hann einni af stelpunum á myndinni sem vinna í búð fyrir neðan íbúðina hans og síðar þeim öllum. Mörg flott atriði í þessari mynd, hún heldur manni límdum. Hún hefur líka opinn endi sem ég fíla mikið. Gef henni 4 af 5 stjörnum.
Hér má sjá trailer úr myndinni.

Monday, October 1, 2007

Fargo

Mig er búið að langa að sjá þessa mynd mjög lengi. Ég hef heyrt frá mörgum að þessi mynd sé með þeim betri sem þeir hafa séð og svo er hún með top rated myndum á imdb.com og einnig á þessum bíómyndalista sem Siggi lét okkur hafa. Svo ég dreif mig og downloadaði henni um helgina. Myndin fjallar um bílasala sem lætur ræna konunni sinni til þess að fá pening út úr ríkum tengdaföður sínum. Hún segir tvær sögur sem tengjast líkt og í myndinni Crash, annars vegar af lögreglukonu sem segir ítrekað "Ya..." og tekur að sér morðmál myndarinnar og hins vegar af manninum sem lætur ræna konunni sinni og persónum þeirrar hliðar sögunnar og allt endar í fári líkt og í Crash. Söguþráðurinn var góður, ég tók eftir því að klippingin var hæg sem skapaði dramatískari stemmningu í myndinni enda var hún róleg og mikið gert úr tilfinningum persónanna nema ljóshærða gaursins hér að neðan sem er skilgreiningin á illum manni. Ég sá þessa mynd víst á sínum tíma en var lítill og man lítið eftir henni og fékk svona skemmtileg flashbacks þegar ég horfði á myndina meðan kunnulegu atriðin runnu saman, eins og þegar illi maðurinn tróð félaga sínum í tætarann. Mæli eindregið með þessari mynd, 4,5 af 5 mögulegum stjörnum.