Monday, September 17, 2007

The Crying Game

Um helgina horfði ég á The Crying Game. Vel gerð mynd og á fullkomlega rétt á sér á þessum bíómyndalista. Góður leikur í myndinni en hún hefur ekki kostað mjög mikið þar sem lítið action er í myndinni. Twistið í myndinni shockeraði mig doldið þó mig hafi grunað það fyrst en svo sannfærði ég sjálfan mig um að það gæti varla verið og svo BOOM! þarna var það eftir allt saman(þeir sem hafa séð myndina vita hvað ég á við). Söguþráðurinn var mjög skemmtilegur en mér fannst myndin mjög kjánaleg á pörtum, eins og þegar Forest Whitaker var sífellt hlaupandi í hvíta gallanum sínum í draumum aðalpersónunnar. Ég fattaði aldrei hvað var í gangi í hausnum á aðalpersónunni, þessi mynd ruglaði mig dálítið.

No comments: