Sunday, September 16, 2007

Veðramót

Ég var mjög ánægður með þessa mynd. Hún kom mjög á óvart þar sem ég bjóst við lélegri mynd eftir að hafa séð trailerinn. Klárlega besta íslenska mynd sem ég hef séð sem eru því miður fáar. Hún var vel leikin og dramatíkin var miklu meiri en ég var að búast við. Hilmir Snær frændi minn stóð sig prýðilega í aðalhlutverkinu eins og svo oft áður og hann fær feitt prik fyrir þessa mynd. Mér fannst túlkunin á geðkvillunum í myndinni áhugaverðir. Ég hef verið að vinna með fólki með svipaða röskun og ég var mjög ánægður með hvernig þeir túlkuðu geðveikina í myndinni. Ég er mikill áhugamaður um sálfræði og var frekar sáttur með þá hlið á myndinni. Burt séð frá því hve rosalega ógeðsleg myndin var þá var hún virkilega áhrifarík og ég var frekar shockeraður eftir hana. Ekki mjög oft sem það kemur fyrir mig. Þessi mynd er klárlega ein af þessum góðu íslensku myndum sem fólk ætti að sjá.

No comments: