Wednesday, August 29, 2007

Astrópía

Þegar ég fór á myndina var ég ekki alveg viss hvers konar mynd þetta var og fattaði ekki alveg fyrstu grínatriðin því ég var ekki viss hvort atriðin hefðu átt að vera fyndin plús það hve mörg börn voru á sýningunni sem hlóu ekkert. Ég var mjög hrifinn af stíl myndarinnar, mér fannst hún mjög frumleg og söguþráðurinn skemmtilegur. Nördahúmorinn var góður og sérstaklega larpið í Öskjuhlíðinni. Ég var mjög sáttur með leikarana í myndinni, Ragnhildur Steinunn skilaði sínu. Þó fannst mér dálítið asnalegt hve mikið var gert uppúr kjánalegum skilmingaratriðum í lokin en þetta var auðvitað grínmynd.

Eftir að hafa hlustað á leikstjóra myndarinnar varð ég enn hrifnari af myndinni. Það heillaði mig hvernig hann lýsti því fyrir okkur hvernig hann bjó myndina til. Brellurnar sem voru ótölvugerðar, aðallega þá þegar veggirnir féllu í spilaherberginu.

Fyndin hugmynd að sjálfri myndinni líka, hvernig hún varð til. Hot gella labbar óvart inn í Nexus nördaverslun í leit að Eskimo Models, og allt spann þetta frá því.

Ég gef myndinni 3 stjörnur af 5

Saturday, August 25, 2007

Rush Hour 3

Fín mynd. Hún kom á óvart og mér fanns hún óútreiknanleg og skemmtileg. Mikill hasar, flott kvenfólk, ekkert langdregin og fyndin með góðum söguþráð. Vel gerð mynd.

Chris Tucker getur verið þreytandi en one linerarnir hans í þessari mynd voru ágætir. Ég hafði allavega gaman af honum.

Fátt annað að segja um þessa mynd, fín afþreying.

Friday, August 24, 2007

Transformers

Ég vil byrja á að segja að ég var ekkert inní þessu Transformers æði á þessum tíma og var að sjá þetta allt í fyrsta sinn í myndinni. Mér fannst myndin skemmtileg útaf tæknibrellunum og húmor en var að búast við öðruvísi characterum hjá þessum vélmönnum, ég fékk kjánahrollinn frekar oft.
Vélmennin minntu á Matt Damon í Team America grínmyndinni. Og mér fannst raddirnar hjá þeim svo misheppnaðar að ég fann til. Ræðan sem Optimus Prime fór með í lokin gaf mér leiðilegan kjánahroll. Aðalpersónan var líka svo asnalega dæmigerður bandarískur unglingur. Plotið var augljóst og ófrumlegt og ég vissi einhvern veginn alltaf hvað var að fara að gerast. En myndin átti kannski að vera þannig.
Hins vegar var ég mjög hrifinn af tæknibrellunum. Þær gerðu myndina worth watching. Enda fór ég á myndina til að sjá tæknibrellurnar.
Fín mynd ef maður er Transformers fan.