Friday, September 28, 2007

Du Levande

Þó mér hafi fundist þessi mynd mjög góð var hún síst af þeim þremur sem ég sá á kvikmyndahátíðinni. Þetta var sú fyrsta sem ég sá og kom frekar mikið á óvart eins og þær allar reyndar. Miðað við það sem Siggi vissi um leikstjórann Roy Andersson gat hann fullvissað okkur um að þessi mynd yrði snilld sem hún var. Ótrúlega súrrealísk og fyndin. Í stuttu máli fjallar hún um mannkynið, það góða og slæma, fyndna og sorglega, kvíða og öryggi, ást og hatur og þörf fólks til að elska og vera elskaður. Myndin fjallar um nokkrar persónur og flakkar milli þeirra gegnum myndina og segir frá þeirra lífsreynslum og þráum. Hún er eins og samansafn af fyndnum sketchum og segir nokkurs konar sögu af þessum persónum og þeirra vandamálum á kómískan hátt. Það var mjög fyndinn andi í myndinni og mikið af endurtekningum sem gerði þetta mjög flott, kúl stíll líka. Góður og mjög spes húmor, allir geðveikt repulsive og þunglyndir í ógeðslegu samfélagi, svo ýkt að það varð geðveikt fyndið. Atriðið í byrjun þar sem konan öskraði og skellti hurðinni var fullkomið opening á myndinni og besta atriðið var þegar gaurinn reif dúkinn af borðinu í matarboðinu, á eftir því var konan með hjálminn.. mér fannst líka gott þegar sálfræðingurinn came clean. Mjög fyndin mynd. Eins og sést á myndinni fyrir neðan er þetta frekar steikt mynd og margir eru eitthvað svo út úr heiminum. Mér finnst myndin ná raunveruleikanum mjög vel þó hann sé frekar þunglyndur í myndinni. Eins og Siggi sagði var Roy Anderson mjög lengi að plana þessa mynd og mér fannst það sjást. Atriðin voru útpæld og sögðu hvert um sig. Maður kynntist persónunum mjög vel eftir fyrsta atriðið um þær enda voru flest atriðin mjög löng og sum frekar gróf. Framar öllu var þetta mjög frumlegtl, 3,5 af 5 stjörnum.

No comments: