Monday, October 1, 2007

Fargo

Mig er búið að langa að sjá þessa mynd mjög lengi. Ég hef heyrt frá mörgum að þessi mynd sé með þeim betri sem þeir hafa séð og svo er hún með top rated myndum á imdb.com og einnig á þessum bíómyndalista sem Siggi lét okkur hafa. Svo ég dreif mig og downloadaði henni um helgina. Myndin fjallar um bílasala sem lætur ræna konunni sinni til þess að fá pening út úr ríkum tengdaföður sínum. Hún segir tvær sögur sem tengjast líkt og í myndinni Crash, annars vegar af lögreglukonu sem segir ítrekað "Ya..." og tekur að sér morðmál myndarinnar og hins vegar af manninum sem lætur ræna konunni sinni og persónum þeirrar hliðar sögunnar og allt endar í fári líkt og í Crash. Söguþráðurinn var góður, ég tók eftir því að klippingin var hæg sem skapaði dramatískari stemmningu í myndinni enda var hún róleg og mikið gert úr tilfinningum persónanna nema ljóshærða gaursins hér að neðan sem er skilgreiningin á illum manni. Ég sá þessa mynd víst á sínum tíma en var lítill og man lítið eftir henni og fékk svona skemmtileg flashbacks þegar ég horfði á myndina meðan kunnulegu atriðin runnu saman, eins og þegar illi maðurinn tróð félaga sínum í tætarann. Mæli eindregið með þessari mynd, 4,5 af 5 mögulegum stjörnum.

No comments: