Sunday, October 28, 2007

The Seeker: The Dark is Rising

Þessi færsla er aðallega hugsuð í forvarnatilgangi og fer eftirfarandi texti í að drulla yfir þessa bíómynd. Þessi mynd er byggð á vinsælli bók og miðað við það sem ég sá af trailernum gerði eg ráð fyrir að The Seeker: The Dark is Rising væri ævintýramynd sem ég gæti þolað að horfa á með litla frænda mínum en þetta var alls ekki virði 300kr. kl. 1 á laugardegi. Þegar ég fór á myndina gerði ég mér grein fyrir að þessi myndi yrði ekkert meistaraverk en bókin fékk fína dóma. Myndin var hræðilega misheppnuð. Gagnrýnendur á IMDb.com segja allir það sama. Í stuttu máli fjallar hún um strák sem uppgötvar á 14 ára afmælisdegi sínum að hann einn getur bjargað heiminum með undarlegum kröftum sem hann uppgötvar smám saman. Eins og sjá má er David L. Cunningham enginn meistaraleikstjóri og myndin er gott dæmi um það. Brellurnar voru svo misheppnaðar að þær voru langt frá markmiði sínu að vera kúl. Og það hefði ekki verið mikið mál að gera vonda kallinn kúl. En hann var alls ekki kúl. Hann var ömurlegur. Ég trúði engum tilfinningum sem leikararnir áttu að sýna, sérstaklega ekki aðalhetjunnar, Will Stanton, sem Alexander Ludwig lék illa. Klisjukennd og ömurleg bíómynd sem enginn ætti að sjá. Hálf af 5 stjörnum.

No comments: