Wednesday, October 10, 2007

The Cabinet of Dr. Caligari

Í morgun horfðum við á expressionism hryllings-myndina The Cabinet of Dr. Caligari. Mér fannst hún frábær. Klikkuð tónlist sem hélt myndinni gangandi, scary og intense. Ég var alveg að fíla expressionismann, fannst þetta vel leikið og kúl. Þetta er næstbesta silent mynd sem ég hef séð á eftir The General en þær fá sömu einkunn á imdb.com. Í stuttu máli fjallar myndin um tvo vini, Francis og Alan, sem fara í tívolí og sjá sýningu hjá Dr. Caligari þar sem hann hefur til sýnis Cesare, sem getur spáð fyrir um framtíð fólks, Alan þeirra spyr hve lengi hann muni lifa, og Cesare segir að hann muni deyja fyrir dögun. Svo rætist það og Caligari er grunaður um morð og flýr á geðveikrahæli þar sem Alan ásakar forstjórann um að vera Caligari.. ef þið hafið ekki séð myndina vil ég helst ekki segja meira en ég mæli virkilega með þessari mynd. Gef henni 4 af 5 stjörnum.

No comments: