Sunday, October 7, 2007

Help Me Eros

Ég ákvað að skella mér á þessa mynd því þetta var ein af þeim myndum sem Árni talaði um að vilja sjá og mig langaði að nýta restina af RIFF kortinu mínu og bauð vini mínum með mér. Þetta var síðasta RIFF myndin sem ég fór á og ég var ánægður með hana eins og hinar tvær. Líkt og með Shotgun Stories sökk ég inn í þessa mynd. Hún gerist í Japan og fjallar um mann sem ræktar og reykir marijuana allan daginn og sekkur í þunglyndi þegar hlutabréfin hans falla og kærastan hans yfirgefur hann. Sagan segir frá lífi hans og konunnar hjá hjálparlínunni sem reynir að fá hann til að hætta við að fremja sjálfsmorð. Á sama tíma kynnist hann einni af stelpunum á myndinni sem vinna í búð fyrir neðan íbúðina hans og síðar þeim öllum. Mörg flott atriði í þessari mynd, hún heldur manni límdum. Hún hefur líka opinn endi sem ég fíla mikið. Gef henni 4 af 5 stjörnum.
Hér má sjá trailer úr myndinni.

1 comment:

Siggi Palli said...

Ég missti einmitt af þessari, og er hundfúll með það, var kominn með miða og allt, en ákvað að fara frekar á Greenaway, enda "once-in-a-lifetime" dæmi þar á ferð. Sé svo sem ekki eftir því, en maður verður bara að bíða eftir að hún komi á DVD eða netið, og það getur tekið sinn tíma.