Sunday, October 21, 2007

Top 10 listinn (1. Hluti): Fear and Loathing in Las Vegas

Eftir að heyra Árna tala um hvað Fear and Loathing in Las Vegas sé mikil snilld og ein af 7 langbestu myndum sem hann hefur séð ákvað ég að horfa á hana. Meistaraverk. Hún er svo ótrúlega fokkin vel leikin. Johnny Depp og Benicio Del Toro fara á kostum í henni. Leikstjóri myndarinnar, Terry Gilliam, hefur leikstýrt snilldarmyndum á borð við 12 Monkeys og Monty Python and the Holy Grail. Í stuttu máli segir myndin sögu blaðamannsins Raoul Duke og lögfræðingsins Dr. Gonzo. Þeir eru á leið til Las Vegas til að horfa á einhvern kappakstur í eyðimörkinni sem Raoul Duke á að skrifa grein um. Í myndinni er sagt frá reynslu þeirra af hinum ýmsu eiturlyfjum í Las Vegas. Hún er troðfull af geðveikum línum og eftirfarandi quote lýsir ferðalaginu þeirra frekar vel:

Raoul Duke: We had two bags of grass, seventy-five pellets of mescaline, five sheets of high-powered blotter acid, a saltshaker half-full of cocaine, and a whole galaxy of multi-colored uppers, downers, laughers, screamers... Also, a quart of tequila, a quart of rum, a case of beer, a pint of raw ether, and two dozen amyls. Not that we needed all that for the trip, but once you get into locked a serious drug collection, the tendency is to push it as far as you can. The only thing that really worried me was the ether. There is nothing in the world more helpless and irresponsible and depraved than a man in the depths of an ether binge, and I knew we'd get into that rotten stuff pretty soon.

Þessi mynd er í sérflokki. Hún er ótrúlega spes. Hvert einasta atriði er ógeðslega fyndið og kúl. Myndatakan sýnir vel hvernig þeim líður undir áhrifum og túlkar vel áhrifin meðan Johnny Depp er eins konar þulur myndarinnar og segir okkur frá hverju smáatriði.

Hér er snilldarquote úr myndinni þegar Raoul rankar við sér eftir klikkað blackout:

Raoul Duke: When I came to, the general back-alley ambience of the suite was so rotten, so incredibly foul. How long had I been lying there? All these signs of violence. What had happened? There was evidence in this room of excessive consumption of almost every type of drug known to civilized man since 1544 AD. What kind of addict would need all these coconut husks and crushed honeydew rinds? Would the presence of junkies account for all these uneaten french fries? These puddles of glazed ketchup on the bureau? Maybe so. But then why all this booze? And these crude pornographic photos smeared with mustard that had dried to a hard yellow crust? These were not the hoofprints of your average God-fearing junky. It was too savage. Too aggressive.

Hér er eitt af bestu atriðum myndarinnar þegar þeir taka ether og fara í spilavítið. Þetta atriði er gott dæmi um hvernig myndin fjallar um hvert eiturlyf fyrir sig og gerir vel grein fyrir áhrifum þess með hjálp frábærra leikara og snilldarmyndatöku:


Þessi mynd fer beint í top 10 listann minn. Ég gef henni auðvitað 5 af 5 mögulegum stjörnum. Nú er ég búinn að blogga um 1 af 10 bíómyndunum sem eru á top 10 listanum mínum og næstu 9 færslur ættu að vera um top 10 listann.

No comments: