Monday, December 3, 2007

Chinatown

Chinatown er ein besta mynd Polanski's ef ekki sú albesta. Hún kom út 1974 og vann Oscar og 17 önnur verðlaun og er nú í 46. sæti á top250 lista IMDb.
Ég sá hana fyrst þegar við vorum að undirbúa fyrirlestur um Polanski og ég var límdur við skjáinn í þessa rúmu 2 tíma.
Í þessari mynd er eitt besta plot sem ég hef séð í bíómynd enda vann hún Oscar fyrir besta handrit. Jack Nicholson er snilld í þessu aðalhlutverki og segir myndin söguna frá hans sjónarhorni. Í stuttu máli fjallar myndin um það þegar einkaspæjarinn JJ 'Jake' Gittes uppgötvar leynilega glæpastarfsemi þegar hann tekur að sér mál Evelyn Mulwray sem heldur að eiginmaður sinn sé að halda framhjá sér.
Þessi mynd er skylduáhorf og ætla ég mér ekki að tala mikið meira um hana. Gef henni 5 af 5 stjörnum

No comments: