Monday, December 3, 2007

The Shawshank Redemption

Ég horfði á The Shawshank Redemption með pabba eftir endajaxlatökuna um daginn og fannst ég vera að sjá hana í fyrsta skipti. Ég veit ekki hvort það var morfínið en mig minnti ekki að hún hafi verið svona góð enda var ég frekar lítill þegar ég sá hana síðast. Þetta er án efa ein besta mynd sem hefur nokkurn tíman verið gerð. The Green Mile er önnur mynd sem Frank Darabont skrifar handrit að og leikstýrði og þó hún sé ekki alveg jafngóð að mínu mati þá svipar hún mjög til The Shawshank Redemption að því leiti hvernig hún hefur áhrif á mann og nær til manns, mjög tilfinningaþrungnar fangelsismyndir. Þessi mynd er án efa hápunktur Tim Robbins sem er í aðalhlutverki en þó fannst mér Morgan Freeman betri en hann er aldrei aðalpersónan. Myndin vann þó engan Oscar en það er líklega vegna þess að hún var að keppa við Forrest Gump og Pulp Fiction á sínum tíma. Hún er nærri 2 og hálfur tími að lengd og nær að halda manni hæfilega spenntum allan tíman.
En í stuttu máli segir hún frá bankastjóranum Andy Dufresne sem er dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna gruns um morða á eiginkonu sinni og manninum sem hún var að halda fram hjá honum með og reynslu hans í Shawshank fangelsinu.
Eftirfarandi atriði fannst mér eitt af þeim bestu í þessari mynd en þetta er þegar Red vinur Andy's er orðinn þreyttur á endurhæfingarkerfinu í fangelsinu og drullar yfir liðið.

No comments: