Monday, December 3, 2007

American Movie

Ákvað að drífa mig og horfa á American Movie því ég missti af henni á sínum tíma. Mér fannst hún ágæt. Í stuttu máli er þetta heimildarmynd um kvikmyndagerðarmanninn Mark Borchardt sem vinnur að því að gera hryllingsstuttmynd. Hann fær vini og ættingja til að hjálpa sér og eltir drauminn í 3 ár sama hvað bjátar á.
Þessi mynd er fyndin og mjög steikt á pörtum eins og sjá má á clipinu hér fyrir neðan en mér fannst hún verða dálítið langdregin undir lokin og var frekar hæg á pörtum.
Eina sem mér fannst athugavert við myndina var hvað klippingin var skemmtileg.
Gef henni 3 af 5 stjörnum.

No comments: