Monday, December 3, 2007

Við horfðum á myndina 8 1/2 eftir ítalska leikstjóran Federico Fellini í kvikmyndafræði um daginn og mér fannst hún vægast sagt skrítin. Þessi mynd er að sjálfsögðu mjög spes en hún var á ítölsku og hljóðið sett inná á eftir sem því miður fór ógeðslega í taugarnar á mér.
En myndin segir frá leikstjóranum Guido sem fær engan frið eftir síðustu stórmyndina sína er að undirbúa aðra mynd og flýr inn í draumaheim og fantasíur sem gerir myndina frekar súrrealíska og ruglinslega á pörtum enda finnst flestum hún betri í annað skiptið. Opnunaratriðið í henni er talið eitt það besta í kvikmyndasögunni en það clip má skoða hér að neðan. Þessi mynd er mjög flott og tilkomumikil en hún höfðaði ekki til mín. Ég fann allavega fyrir því að ég var ekki að meta það sem var svona frábært við þessa mynd en gat samt notið hennar á pörtum. Hún er nærri 2 og hálfur tími að lengd og hún virtist enn lengri fyrir mér því ég var að bíða eftir að komast á æfingu sem ég missti svo af því hún var svo fokkin lengi. En þetta er svo tilkomumikil mynd að ég verð eiginlega að gefa henni 4 af 5 stjörnum.

No comments: