Monday, December 3, 2007

Rosemary's Baby

Ég horfði á Rosemary's Baby þegar við vorum að undirbúa Polanski fyrirlesturinn okkar. Þó hún sé mjög löng/langdregin fannst mér hún ekki leiðinleg. Mér fannst plotið gott og Mia Farrow lék þetta stórkostlega enda fékk hún Oscar fyrir þetta hlutverk. Auk þess fannst mér tónlistin ótrúlega creepy og man eftir henni frá því ég var lítill, smá svona nostalgíuhryllingur fyrir mig.
Í stuttu máli fjallar myndin um hjónin Rosemary og Guy Woodhouse sem eru að flytja í nýja íbúð í New York þegar margt dularfullt fer að gerast. Þar sem ég er að reyna stuðla að því að fólk drífi sig og horfi á myndir sem það hefur ekki séð sem ég er að blogga um vil ég ekki tala of mikið um söguþráðinn í þessari mynd því myndin er bara söguþráður.
Klassíks hryllingsmynd sem allir ættu að sjá.
Gef henni 4 af 5 stjörnum.

No comments: