Monday, December 3, 2007

The Godfather

Ég horfði á myndina The Godfather eftir skáldsögu Mario Puzo síðast þegar ég var í 10. bekk og þá leigði ég allar 3 myndinar og eyddi deginum í að horfa á þær. Ég horfi á þríleikinn aftur í jólafríinu eftir hálskirtlatökuna og lengi þessa færslu. Ég efa að betri mafíumynd eigi eftir að koma út og þessi kom út 1972, Marlon Brando er svo mikill meistari í þessari mynd. Þegar ég horfi á hana aftur ætla ég að reyna að sjá hana með nýju sjónarhorni og reyna að taka eftir þeim smáatriðum sem við höfum farið í í tímum. Núna er hún í efsta sæti í 250 top movies listanum á IMDb svo það ætti að vera hellingur til að taka eftir. Clip-ið hér að neðan er eitt uppáhalds atriðið mitt með Marlon Brando.

1 comment:

Siggi Palli said...

Taktu eftir því hvernig Brando er lýstur - hann er rosalega oft lýstur ofan frá sem myndar óvenjulega skugga í andlitinu á honum og oft sér maður ekki augun á honum. Hvaða áhrif hefur það?