
Þessi mynd er eins konar grín-spennu-hryllingsmynd sem segir frá professor Abronsius og aðstoðarmanninum hans Alfred og ferð þeirra til Transylvaníu að rannsaka vampírur. Alfred verður ástfanginn af Sarah dóttur húsbondans á bænum sem þeir stoppa á og þeir fara í leiðangur að bjarga henni frá kastala Dracula eftir að hann rænir henni. Polanski sjálfur leikur Alfred og eiginkona Polanski's, Sharon Tate leikur Sarah. Þessi mynd hefur verið fyrirmynd margra mynda eins og t.d. Dracula: Dead and Loving It með Leslie Nielsen og er undir miklum áhrifum þöglu myndanna að mínu mati.
Í clipinu að neðan rænir Dracula Sarah rétt eftir að Alfred hittir hana í fyrsta skipti og verður ástfanginn af henni.
Gef henni 4 af 5 stjörnum.
1 comment:
Aðal-vampírugæinn er því miður ekki Drakúla elskan, hann er upprunalegur karakter myndarinnar og heitir Von Krolock greifi ^^ Ég meina varstu að fylgjast með??? Síðan hvenær á Drakúla samkynhneigðan son? x)
(Herbert rokkar!)
Guðdómlega skemmtileg mynd, hún þessi ^^
Post a Comment