Monday, March 3, 2008

American Beauty

Ég horfði á American Beauty í fyrsta sinn síðastliðin laugardag. Ég var búinn að ætla að sjá hana í mjög langan tíma og lét loksins verða af því og grunaði engan veginn að hún væri svona góð. Það er svo sannarlega ekki af ástæðulausu sem hún vann Óskarsverðlaun fyrir bestu mynd, bestu leikstjórn, besta handrit, besta leikara í aðalhlutverki og bestu kvikmyndagerð. Alls 5 Óskarsverðlaun og 3 aðrar Óskarstilnefningar. Þetta er meistaraverk og ein besta mynd sem ég hef séð og fer beint í top10 listann hjá mér. Plottið í myndinni er með þeim betri sem ég hef séð og persónurnar eru tær snilld.

Þetta er besta frammistaða Kevin Spacey sem ég hef séð hingað til. Hann er svo fokking geðveikt góður í þessari mynd. Hann nær kaldhæðnislegu framkomu og kjánasakap Lester Burnham svo vel allt frá því að vera ógeðslegur perri í það að vera fáránlega kúl stoner. Þetta er svo meistaralega leikið hjá honum enda fær hann Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í þessari mynd.

"I rule!"

Annette Bening stendur sig líka geðveikt vel í þessari þessari mynd enda fékk hún tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir besta leik í aukahlutverki. Hún nær þessari bitchy-wife týpu svo vel að ég var farinn að fokking hata persónuna hennar undir lokin.

Þó Thora Birch og Wes Bentley sýni ekki beint einhverja afburðarframmistöðu í þessari mynd finnst mér þau samt koma miklu til skila í myndinni með leik þeirra sem þetta emo-par. Svo ég gerist mjög klisjulegur og vitni í 3. bekkjar íslenskunámsefnið finnst mér þau vera nokkurs konar "málpípa höfundar" ásamt Lester Burnham þar sem þau eru eins konar "rebels" í myndinni og gefa skít í nánast allt sem hægt er að gefa skít í en hafa samt margt fram að færa eins og ræðan sem bæði Wes Bentley og Kevin Spacey fara með í myndinni um fegurð lífsins.

Plottið í myndinni er með þeim betri sem ég veit um. Það að Angela Hayes hafi verið hrein mey eftir allt saman og að Frank Fitts pabbi Ricky's hafi verið hommi meikaði svo sense en kom samt svo á óvart. Það að Frank hafi síðan skotið Lester en ekki konan hans var líka frekar töff twist en myndin í heild er með geðveikt góðan söguþráð enda fékk hún Óskarinn fyrir besta handrit.

Mér fannst Angela Hayes áhugaverð persóna í þessari mynd. Það þegar hún segist vera hrein fannst mér geðveikt punchline. Hún hegðar sér druslulega sem svona cover fyrir það hvað hún er í raun óörugg með sig og playar svona dæmigerða hot two-faced teenage bitch. En í lok myndarinnar þegar hún reynist vera allt annað kemur í ljós að hún er í raun frekar nice. Þó hún sé hot get ég ekki verið alveg sammála Lester um að hún sé það fallegasta sem ég hafi séð, mér fannst hún freekar creepy looking á pörtum.


Mér fannst ádeilan í myndinni einnig mjög beitt og góð. Það hvernig fer fyrir Frank og samband þeirra feðga sýndi mjög vel heimskulega hommafóbíu bandarískra hermanna og enn betur þar sem Frank var hommi eftir allt saman. Líka í fyrirtækinu sem Lester vann hjá í byrjun myndarinnar hvernig hann er kúgaður fyrir að vera of mikill nice guy og hvernig maður getur gleymt sér og látið lífið fara illa með mann ef maður er ekki nógu fastur á sínu.

Það er bara svo margt sem gerir þessa mynd svona góða. Það að hún hafi fengið Óskarsverðlaun fyrir alla mikilvægustu þætti bíómyndar segir sig sjálft svosem. Mjög góðar og djúpar pælingar út í lífið og tilveruna og góður boðskapur fannst mér setja punktinn yfir i-ið. Ég gæti rakið allt upp til enda í þessari mynd og talað endalaust um hana. Þetta er ein af þeim myndum sem manni líður vel eftir að hafa horft á og gaf mér persónulega hálfgerða uppljómun eftir að ég sá hana. Ég gef henni umsvifalaust 5/5 stjörnur.

Mér finnst eftirfarandi atriði mjög lýsandi fyrir þessa mynd og sýna afbragðsgóðan leik Kevin Spacey. Enjoy.

3 comments:

Árni Þór Árnason said...

Þessi mynd er svo frábær. Það er reyndar komið svolítið síðan ég horfði á hana síðast en það eru svo mörg atriði eins og þetta hér að ofan sem bara er of góð til að gleyma!

5/5

Siggi Palli said...

Mér fannst þessi mynd frábær þegar ég sá hana í bíó og ég held ég hafi ekki séð hana síðan. Núna eiginlega þori ég ekki að sjá hana aftur - ég hef lesið svo margar fáránlega neikvæðar umsagnir um hana frá fólki sem ég er yfirleitt sammála (t.d. Jim Emerson), að ég held ég vilji bara láta myndina njóta sín í minningunni.

Flott færsla. Sterkar skoðanir. 6 stig.

Siggi Palli said...

Endurskoðuð stigagjöf. 8 stig.