Thursday, March 6, 2008

Hold Up Down

Þessi mynd var betri en ég bjóst við, mér fannst hún frekar skemmtileg. Ég hef alltaf verið veikur fyrir myndum sem segja sögur margra persóna sem tengjast og mér fannst þessi mynd ná því skemmtilega.

Mér fannst myndatakan mjög góð, leiðinlegt að ég finn engar myndir úr þessari mynd á netinu aðrar en þetta plakat. Þó bardagasenurnar í lokin hafi verið dálítið súrar þá fannst mér þær mjög vel gerðar og vel myndaðar. Ég var alltaf að búast við brjáluðum bardagasenum bara vegna þess að myndin er japönsk.

Myndin minnti mig á það hversu skapstórir japanir eru í bíómyndum. Ég veit ekkert um það hvort þeir hegði sér almennt svona asnalega en mér finnst frekar sjaldgæft að sjá chillaðan japana í bíómynd nema honum sérstaklega sé ætlað að vera ýkt cool. Annars tel ég mig ekki hafa séð nóg af japönskum myndum til að fullyrða það.

Ég fattaði ekki alveg söguþráðinn. Mér fannst senan þar sem allir koma inn í kirkjuna og allir klikkast og fara að slást koma alveg out of nowhere og fattaði ekkert hvernig hún tengdist endanum. Þetta var eins og einhvers konar innskot í myndina sem hafði engin áhrif á söguþráðinn miðað við það hvernig allt er í góðu þegar hún endar. Ég fattaði heldur ekkert í þessum draugum.

Grínið í myndinni var ágætt. Japanir eru voða mikið fyrir svona "tilgerðarlegt grín" eða "japanskt grín" hvort sem á betur við. Voða ýktar tjáningar og allir alltaf með rosaleg svipbrigði og minna af hnitmiðuðum kaldhæðnishúmor. En mér fannst þessi mynd ágæt og ég gef henni 3/5 stjörnur.

1 comment:

Siggi Palli said...

Ágætis færsla.
Er svo sem ekkert mikið nær um hótelsenuna. Held að þetta hafi átt að vera einhvers konar twisted Shining tilvísun, nema með kung-fu bardagaatriðum...

4 stig.