Tuesday, March 11, 2008

The Bourne Ultimatum

Ég var ekkert að drífa mig í að horfa á þessa mynd því ég var ekkert að búast við einhverju sérstöku. Hún kom samt á óvart. Ég verð að segja að þetta er með betri high-budget háhraða spennumyndum sem ég hef séð. Mér fannst klippingin eiga stærstan þátt í að gera myndina að því sem hún er að undanskildum öllum peningunum.

Þó ég fíli
Matt Damon ekki þá fannst mér hann fínn í þessu hlutverki. Tilfinningalaus og ringlaður. Ég veit ekki um neinn leikara sem hefði náð Jason Bourne eitthvað betur því það er lítið til að ná.

"He just drove off the roof."

Þessi mynd er aftur á móti frábær í sinni grein enda vann hún Óskarsverðlaun fyrir besta hljóð, bestu klippingu og bestu hljóðklippingu, hehe. Það er líka allt sem þessi mynd er, brjálaður hasar. Eftir að myndin kom í bíó var ég að forvitnast um hvað fólki finndist um þessa mynd og spurði að gamni nokkra í fjölskyldunni sem eru yfir fimmtugt. Þeim fannst hún ömurleg því þau vissu aldrei hvað var í gangi. Mér finnst það svolítið lýsandi fyrir þessa mynd því hún er svo fast-paced að gamalt fólk á engan séns í að fylgjast með henni. Þessi mynd hefði aldrei getað orðið eitthvað meira en hún varð, góður hasar.

Það sem gerði þessa mynd að því sem hún er var klippingin, hljóðið og peningarnir. Sem smá innskot þá kostaði þessi mynd 110 milljónir dollara. Það eru um það bil 7,5 milljarða íslenskra króna á meðan t.d. American Beauty kostaði 15 milljónir dollara eða 1 milljarð. Auðvitað eru þessar myndir á tveimur mismunandi sviðum en þetta gefur alveg til kynna þennan gríðarlega budget. Klippingin er ógeðslega hröð og án efa sjúk vinna. En hún er ógeðslega flott líka. Myndavélin er alltaf á hreyfingu og mér fannst ýkt töff hvernig þeir léku sér með fókusinn og skuggana, maður lifir sig svo vel inn í hana. Ég sá þessa mynd því miður ekki í bíó þannig ég tók ekkert eftir einhverju geðveiku hljóði nema bara hvað allt var klippt vel saman.

Spoiler:
Mér fannst endirinn á myndinni mjög fyndinn. Svo ég komi með samlíkingu við fyrri myndir sem ég er nýbúinn að blogga um þá fannst mér atriðið þar sem hann komst að því hann skráði sig í þetta sjálfur minna mig á atriðið í Star Wars Episode III: Revenge of the Sith þegar Darth Vader var krýndur.

Þessi mynd er frábær í sínum flokki og ég gef henni 4/5 stjörnur.

3 comments:

Siggi Palli said...

Ágætisfærsla. 4 stig.

Mér fannst þessi stíll alveg virka vel í myndinni, en maður spyr sig samt hvort það sé ekki svolítið mikið að hafa þessa rosalega keyrslu alla myndina. Ef þú ert alltaf með þessa rosa færslu á myndavélinni og þessar hröðu klippingar, hvað ætlarðu þá að gera í senum sem eiga að vera sérstaklega spennandi. Myndin verður svolítið öll eins, og ef önnur hver mynd væri svona þá held ég að ég myndi fljótt gefast upp á þessum stíl.
Mér finnst líka asnalegt að gefa Óskar í klippingu og hljóðblöndun fyrir svona mynd. Það er ekki eins og klippingin sé eitthvað ógeðslega góð, það er bara svo mikið af henni og hún er svo áberandi. Mér finnst bara ekki að eigi að verðlauna svoleiðis.

birkir said...

Sammála, kannski verðlaunin hafi að hluta til verið vegna allrar þeirrar vinnu sem fór í klippinguna og ekki bara vegna þess hve hún var viðeigandi.

Siggi Palli said...

Endurskoðuð stigagjöf. 6 stig.