Sunday, March 9, 2008

Being John Malkovich

Ég horfði á Being John Malkovich strax eftir að ég sá American Beauty síðustu helgi. Það besta við þessa mynd finnst mér hvað hún er frumleg. Mér fannst hún aðeins missa sig í lokin en hún var annars mjög góð. Upplifun mín á myndinni var ekkert stórkostleg því mér fannst American Beauty svo ógeðslega góð að ég var ennþá að melta hana þegar ég byrjaði að horfa á þessa og í samanburði finnst mér hún ekki komast nálægt American Beauty. Samt eru þær báðar mjög frumlegar og það er orðið sjaldgæft í dag finnst mér.

Plot myndarinnar.

Í fyrsta lagi fjallar myndin um það að komast inn í huga annars og geta upplifað allt sem hann upplifir með því að fara í gegnum einhver falin göng. Þetta tengist aðalpersónunni Craig því hann er brúðuleikari og hefur alltaf dreymt um slíkt enda er hann ýkt sorglegur og leiður á sínu eigin lífi. Konan hans Lotte er hrifnari af apanum sínum en honum og vill fara í kynskiptaaðgerð og sofa hjá vinkonu eiginmanns síns Maxine í gegnum John Malkovich. En Craig vill líka sofa hjá Maxine svo þarna er kominn ástarþríhyrningur. Charlie Kaufman skrifar þarna geðveikt handrit líkt og hann gerði líka fyrir Eternal Sunshine of the Spotless Mind en báðar þessar myndir eru mjög frumlegar og góðar og segja sögur af stórskrítnu fólki.

Þessi mynd sýnir hvað maðurinn getur auðveldlega brenglast af losta, eigingirni og frægð. Mér finnst þessi mynd frekar þunglyndisleg því hún einblínir svo rosalega á ömurleika mannsins en hún gerir það vel því það er fátt sorglegra en að vilja vera einhver annar en maður sjálfur.

7½ hæð

Húmorinn er frábær í þessari mynd. Mér fannst Floris algjör snilld, kona með doktorsgráðu í talgallafræði sem heyrir illa / þykist heyra illa og tekst að sannfæra Dr. Lester yfirmanninn hennar um að hann sé með alvarlega talgalla.


Svo er atriðið þegar John Malkovich fer inn í hausinn á sjálfum sér snilld og ótrúlega vel gert. En vegna þess að mér fannst þessi mynd aðeins missa sig í lokin gef ég henni 4/5 stjörnur. Skylduáhorf samt sem áður.

2 comments:

Siggi Palli said...

Fín færsla. 5 stig.

Siggi Palli said...

Endurskoðuð stigagjöf. 6 stig.