Saturday, March 29, 2008

The Spiderwick Chronicles

Ég vil byrja á að nefna að ég hef ekki lesið neinar af þessum bókum og geri mér enga grein fyrir samræmi bíómyndarinnar og bókanna. Vil einnig taka fram að það eru engar kóngulær í myndinni.


The Spiderwick Chronicles er bíómynd gerð eftir metsölubókum Tony DiTerlizzi og Holly Black. Mér fannst hún keimlík The Chronicles of Narnia sem allir ættu að kannast við en þær fengu báðar 7.2 á IMDb. Þær eru báðar hæfilega brútal barnaævintýramyndir sem náð hafa miklum vinsældum. Ég hef lúmskt gaman af svona ævintýramyndum sem eru vel gerðar og mér fannst þessi skemmtileg.

Myndin fjallar um lítinn strák sem flytur með mömmu sinni, systur og tvíburabróður í gamalt hús sem gamall frændi hans átti eitt sinn og uppgötvar leyndardóma sem frændi hans eyddi lífi sínu í að rannsaka. Ætli maður myndi ekki flokka þetta sem töfraraunsæi því hann uppgötvar ósýnilegan töfraheim innan þess sem við eigum að þekkja. Þessi frændi hans hafði eytt lífi sínu í að skrifa bók um rannsóknir sýnar sem gegna svipuðu hlutverki og hringurinn í LOTR. Þessi mynd er svipuð Home Alone myndunum að því leyti að hún fjallar basically um verur sem vilja ræna hús krakka sem beitir öllum ráðum til þess að halda þeim frá. Ég hafði gaman af því hvað margt er absurd í þessari mynd og fyndnasta atriði myndarinnar fannst mér vera þegar tómatsósusprengjan í bakarofninum drap alla svartálfana en tómatsósa fyrir þá er eins og sólarljós fyrir vampírur.


Ég er svo hrifinn af vel sömdum samtölum og því þegar krakkar eru ýkt mikil gáfnaljós í bíómyndum og sem dæmi tek ég andlega gerólíkan tvíburabróður aðalpersónunnar í þessari mynd sem er einmitt leikin af sama leikaranum, Freddie Highmore, sem stóð sig prýðilega að mínu mati. Í byrjun myndarinnar er aðalpersónan að slást við systur sína og biður tvíburabróður sinn um hjálp sem svarar einfaldlega:
"I'm a pacifist"

og labbar í burtu.
Mér fannst það líka frekar gott þegar gamla krúttlega frænkan sem þau heimsækja á eins konar geðveikrahæli fyrir aldraða sýnir þeim ör eftir svartálfa og útskýrir hvers vegna hún sé á þessu hæli:

"If they say 'suicide' and you say 'goblins',
this place is where they put you. "

Stór hluti myndarinnar fer í tölvuteiknaðar persónur sem eru meðal aðalpersóna myndarinnar og mér fannst það koma geðveikt vel út. Ég tók ekki eftir neinu sem var asnalega tölvuteiknað.

Mér fannst persónurnar mjög góðar og sem dæmi vil ég nefna mínar uppáhalds í þessari mynd sem mynduðu comic relief myndarinnar sem mér fannst snilld. Þær eru báðar ýkt asnalegar með geðveikan veikleika fyrir ákveðnum mat:

Thimbletack er eins konar ógeðslegur vitfirrtur búálfur sem býr í húsinu og gætir bókarinnar. Hann er með sjúkleg anger issues og er líkur Hulk að því leiti að hann breytist alltaf í stærri græna gerð af sjálfum sér þegar hann verður pissed off nema hann verður engin ofurhetja, bara sjúklega pirraður vitfirrtur búálfur sem rífur kjaft eins og hann eigi lífið að leysa og það eina sem róar hann í þessu ástandi er hunang sem hann er skemmtilega sjúkur í. Mér fannst Martin Short standa sig geðveikt vel sem raddleikari þessarar persónu.


Hogsqueal er eins konar góðhjartaður svínaálfur sem elskar ekkert meira en að éta litla sæta fugla lifandi. Ekkert getur haldið athygli hans þegar fugl flýgur hjá og hann hættir öllu sem hann er að gera sama hversu mikilvægt það er til þess að ná í og éta viðkomandi fugl.

Myndatakan og klippingin í þessari mynd var góð. Ég tók fyrst eftir því í byrjun myndarinnar þegar strákurinn er að lesa bók frænda síns í myrkri með vasaljós hvað ljósið var notað á flottan hátt til að skapa viðeigandi stemmningu. Mér finnst myndatakan og klippingin eiga stóran þátt í því hversu vel ég næ að lifa mig inn í myndir og það tókst vel í þessari mynd.

Almennt fannst mér myndin vel leikin. Ég get eiginlega ekki sett út á leik neinnar persónu í myndinni og fannst hún alveg laus við klisju barnamynda og vel gerð fyrir börn sem fullorðna. Ég gef henni 3,5/5 stjörnur.

2 comments:

Siggi Palli said...

Ansi fín færsla. 7½ stig.

Siggi Palli said...

Birkir, þú ert kominn með 97,5 stig.