Sunday, April 6, 2008

Man Bites Dog

Ben: Usually I start the month with a postman.

Mér finnst Man Bites Dog vera áhugaverðasta myndin sem við höfum horft á í skólanum í vetur en hún fjallar um heimildarmyndagerð um ógeðslegustu persónu sem ég hef séð í bíómynd hingað til. Benoît Poelvoorde tekst með ótrúlega góðum leik að skapa fjöldamorðingja sem er algjörlega iðrunarlaus og sterkt dæmi um mann með alvarlega andfélagslega persónuleikaröskun sem Árni flutti einmitt fyrirlestur um í tímanum á undan þeim sem við sáum þessa mynd í. Það sem er svo ógeðslegt við hann er hversu eðlilegur og kammó hann getur verið en myrðir og rænir saklaust fólk sér til viðurværis eins og ekkert sé eðlilegra. Besta dæmið um þetta úr myndinni fannst mér vera clipið að neðan úr afmælinu hans þegar hann er nýkominn af spítala.


Það sem mér fannst svo shockerandi við þessa mynd var hversu trúverðug hún var. Ég vissi ekkert um þessa mynd áður en ég sá hana og var lengi að fatta mig á því hvað væri í gangi vegna þess að við sjáum hana sem low-budget heimildarmynd.

Það sem situr samt fastast í mér var atriðið þegar hann kæfði lítinn krakka eftir að hafa myrt foreldra hans og heldur á meðan smá ræðu fyrir myndavélina um það hvað hann sé í raun minnst fyrir að drepa börn. Benoît var óhugnarlega sannfærandi í þessari mynd og nú er einn af mínum uppáhalds leikurum.

Aðalpersónan og upptökucrew-ið heita allir sínum raunverulegu nöfnum í myndinni og eru allir skráðir leikstjórar myndarinnar. Ég gef myndinni 5/5 stjörnur fyrir frumleik, geðveika persónusköpun og leik og mæli eindregið með henni.

1 comment:

Siggi Palli said...

Ágætisfærsla. 4 stig.

... og þá ertu kominn upp í 101½.