Tuesday, February 26, 2008

Star Wars Episode VI: Return of the Jedi

Þá er það síðasta Star Wars færslan í bili. Mér finnst Return of the Jedi góð en ekki koma með margt nýtt til sögunnar og því eiginlega típískt framhald af The Empire Strikes Back sem sló svo rosalega í gegn enda erfitt að gera betur.

Þessi mynd er svolítil nostalgía fyrir mig. Mér fannst hún lengi best af gömlu Star Wars myndunum og horfði langmest á hana þegar ég var lítill. Mér fannst Luke bara eitthvað svo svalur með þetta græna geislasverð, kominn með svarta skikkju og farinn að kyrkja fólk líkt og pabbi sinn.

Hressir feðgar.

Stríðssenurnar í skóginum með litlu Ewokunum finnst mér æðislegar. Ég gat horft aftur og aftur á atriðin þar sem Ewokarnir rústuðu AT-ST vélmennunum og hló alltaf jafnmikið.

Ég tók eftir einu sem versnaði í myndinni við endurnýjunina á tæknibrellunum. Sarlacc skrímslið á Tatooine í byrjun myndarinnar þegar Jabba ætlar að aflífa Luke og félaga varð svo gervilegt eftir breytinguna að mér finnst að það ætti að breyta því aftur.

Stríðin í geimnum verða alltaf flottari og flottari með hverri Star Wars myndinni vegna vaxandi tölvutækni og það er miklu meira gert úr þeim í þessari mynd en hinum tveimur fyrri nú þegar það á að stúta Death Star í annað sinn.

Mér finnst þetta góður endir á sögunni. Hæfilega dramatískur með happy ending og hæfilega lokaður. Ég gef myndinni 5/5 stjörnur því hún er í svo miklu uppáhaldi hjá mér. Persónulega vona ég að George Lucas taki sér góðan tíma áður en hann gerir næstu Star Wars mynd ef hann ákveður að gera það og geri það þá almennilega.

Svona í tilefni þess að þetta er loka Star Wars færslan set ég myndband með epískum lokabardaga Luke og Vader og svo dauða Vader's klippt saman. Ég man hvað ég gat endalaust horft á þetta þegar ég var lítill og spólaði alltaf yfir geimflaugasenurnar.

4 comments:

Siggi Palli said...

Mér hefur alltaf fundist ótrúleg skammsýni að uppfæra tæknibrellurnar. Með því að skipta út gömlu animatronix brellunum og módelunum fyrir tölvugrafík þá er verið að tryggja að myndirnar eldist verr. Þróunin í tölvutæknibrellum er svo hröð að þær eru orðnar frekar gamaldags og lélegar á nokkrum árum (eins og hiklaust er raunin með þessar - nýja útgáfan af Jabba the Hut er t.d. ömurleg).
Af hverju var verið að uppfæra brellurnar? Það er ekki eins og myndirnar hefðu ekki selst í bílförmum hvort eð er. Er einu sinni hægt að fá gömlu útgáfurnar á DVD?

Siggi Palli said...

5 stig

birkir said...

Mjög sammála. Allt of margt við þessar myndir er óútpælt.

Ingólfur said...

Það er reyndar hægt að kaupa gömlu útgáfurnar á dvd núna... ég var reyndar svo heimskur að kaupa mér hinar á sínum tíma en ég held það sé alveg pæling að uppfæra í gamla stöffið, enda eru þær miklu betri. Hvað er t.d. málið með að Han Solo tali við glataðan CG Jabba í fyrstu myndinni?