Monday, February 18, 2008

Star Wars Episode II: Attack of the Clones

Þá er það næstlélegasta Star Wars myndin, Attack of the Clones. Mér fannst þessi mynd góð þegar ég sá hana fyrst enda sá ég ekkert nema svalar tæknibrellur. Hún segir söguna á ágætan hátt en sem bíómynd út af fyrir sig fannst mér hún ekki góð. Það sem mér fannst fara úrskeiðis í þessari mynd er nokkurn vegin útskýrt í eftirfarandi myndbandi.


Hayden Christensen er ömurlegur í þessari mynd.

Ég fílaði Anakin engan vegin í þessari mynd og fannst þessi fyrirsæta, Hayden Christensen, leika þetta hlutverk ömurlega. Og þar sem öll myndin fjallar um persónuna sem hann leikur finnst mér það vera honum að kenna hvað þessi mynd er léleg.

Mér finnst eins og George Lucas hafi bara leikstýrt þessari mynd lélega. Meira að segja
Samuel L. Jackson er kjánalegur. Allir leikararnir hljóma eins og þeir séu að lesa handritið upphátt. Þó Ewan McGregor sé geðveikur leikari finnst mér hann ekkert ná Obi-Wan Kenobi eins og Alec Guinness gerði meistaralega.

Count Dooku fannst mér líka asnalegur. Christopher Lee náði hlutverkinu illa að mínu mati og mér fannst asnalegt að sjá hann eða áhættuleikarann hans hoppandi í heljarstökk enda var klippingin á milli hans og áhættuleikarans léleg.

Svo er annað tengt gömlu Star Wars myndunum sem mér finnst fáránlegt. Jango Fett, geðveikasti bounty hunter Star Wars myndanna, klónar sig til þess að búa til her af fullkomnum hermönnum fyrir stríðið gegn vélmönnunum og þeir eru geðveikt góðir. En í gömlu myndunum er búið að "fela þá alla í einhverju fjalli" og í staðinn eru komnir Storm Troopers sem eru algjörir aumingjar.


Í stuttu máli fannst mér Lucas vera að flýta sér of mikið við tökur myndarinnar og gera miklu minni kröfur en til þeirra gömlu.
Gef myndinni 3 af 5 stjörnum.

3 comments:

Siggi Palli said...
This comment has been removed by the author.
Siggi Palli said...

Talandi um gamla kalla í action-senum. Versta dæmið um það sem ég hef séð hlýtur að vera The Avengers, þar sem Sean Connery er beinlínis vandræðalegur.

Senurnar milli Haydens Christensen og Natalie Portman í þessari mynd eru náttúrulega "beyond embarassing".

Stigagjöf: 4 stig.

Siggi Palli said...

Endurskoðað. 5 stig.