Monday, February 25, 2008

Star Wars Episode V: The Empire Strikes Back

Þessi mynd er ein af þeim fáu "framhaldsmyndum" sem eru umdeilanlega betri en myndin sem kom á undan. Ég held að ástæðan fyrir því sé samspil af því að hún fékk miklu stærri budget eftir vinsældir fyrstu myndarinnar og það hvað söguþráðurinn í þessari mynd er miklu þéttari og með fullt af nýjum persónum án þess að missa neitt af því frábæra sem fyrsta myndin hafði. Þessi mynd mynd er með betri tæknibrellur, meiri hasar, fleiri djúpar persónur, fleiri plánetur, meiri dramatík, eftirminnilegri atriði og 3 mínútum lengri en fyrsta myndin.


Eitt frægasta atriði kvikmyndasögunnar.

Mér finnst bestu leikararnir í þessari mynd vera Harrison Ford og Billy Dee Williams sem leikur Lando Calrissian. Þó Mark Hamill standi sig príðilega eins og í hinum myndunum þá finnst mér hann ekki nærri því eins góður leikari og Ford enda verður Hamill engin stjarna eftir leik sinn í þessum myndum.

Ég verð að hrósa John Williams fyrir tónlistina í þessari mynd enda vann hann Óskarsverðlaun fyrir vikið. Öll tónlistin í myndinni finnst mér ótrúlega góð og The Imperial March finnst mér eitt flottasta theme song sem ég hef heyrt.

Stríðið á Hoth var líka alveg vel epískt. Þar komu fullt af nýjum vélmennum og tækjum til sögunnar og fyrsta svona stríðið sem við sjáum í Star Wars. Þar sést greinilega að þessi mynd hafði mun stærri budget en sú fyrri. Í þessari mynd sjáum við líka Yoda og Emperor Palpatine koma fyrir í fyrsta sinn en þeir eru mikilvægar persónur í öllum myndunum nema þeirri fyrstu.

Irvin Kershner með Yoda í hendi sér.

En svo það komi örugglega fram þá leikstýrði George Lucas ekki þessari mynd heldur var það Irvin Kershner en hann leikstýrði meðal annars RoboCop 2.
Þetta er ein besta bíómynd sem ég hef séð og ég hef ekkert til að setja út á hana. Ég gef henni 5/5 stjörnur.

3 comments:

Siggi Palli said...

Ég veit að ég hljóma eins og fáviti þegar ég segi þetta, en ég hef aldrei fílað John Williams. Mér finnst tónlistin hjá honum of áberandi, of "in your face", reyna of mikið að stýra upplifun manns. Darth Vader stefið er samt kúl.

4 stig.

birkir said...

Það er að mörgu leiti rétt hjá þér. Mér finnst þessi lög sem hann samdi fyrir þessar myndir bara svo epísk að ég fíla eiginlega að hafa þau in my face.

Siggi Palli said...

Endurskoðað. 5 stig.