Monday, February 18, 2008

Star Wars Episode III: Revenge of the Sith

Þó Hayden Christensen leiki í nýjustu Star Wars myndinni, Revenge of the Sith, er ég alls ekki eins ósáttur með hana eins og episode I og II. Þvert á móti er þessi mynd semi í uppáhaldi hjá mér því mér finnst þessi hluti sögunnar svo svalur. Þessi hluti er mest brutal af þeim öllum og by far sá dramatískasti enda er þetta "risið" í allri sögunni.

En Hayden kom dálítið á óvart. Mér fannst hann talsvert betri í þessari mynd en episode II en þar var hann með kúkinn langt upp eftir bakinu.


Já mér fannst Hayden ekki standa sig eins ógeðslega í þessari mynd eins og þeirri síðustu en það var kannski aðeins auðveldara fyrir hann að pulla svona svalan character sem er alltaf með hettu á hausnum, hann fékk líka 3 ár til að æfa sig frá Attack of the Clones.

Mér fannst Ian McDiarmid standa sig mjög vel í þessari mynd. Þó var örlítið asnalegt þegar hann hvæsti á Samuel L. Jackson. Ég man að ég byrjaði virkilega að hlakka til myndarinna þegar ég heyrði hann segja "...Rise" í trailer myndarinnar og fæ semi hroll þegar ég heyri ræðuna þar sem hann krýnir Vader.

John Williams var eiginlega sá eini sem stóð sig fullkomlega í þessari mynd. Tónlistin er svo geðveik. Honum tókst að gera myndina geðveikt dramatíska eins og mér finnst myndbandið að neðan sýna ágætlega. Þakka "antidonnie" fyrir að senda þetta myndband inná youtube.
Svalasta atriði myndarinnar að mínu mati er þegar Anakin slátrar The Separatists á Mustafar en það byrjar á 2:06 í myndbandinu að neðan.


Mér fannst Lucas leggja miklu meiri vinnu í þessa mynd en hinar tvær á undan og takast vel í að gera þessa mynd dramatíska.
Ég gef þessari mynd 4 af 5 stjörnum.

3 comments:

Siggi Palli said...

Tek undir það, þessi var bara alveg ágæt. Annars hef ég heyrt að Hayden Christensen sé bara alls ekkert slappur leikari og að ömurleikinn í senunum milli hans og Natalie Portman í mynd nr. 2 sé annað hvort nákvæmlega það sem George Lucas vildi fá fram eða einfaldlega klúður í leikstjórn og klippingu. Þessu til stuðnings mætti benda á þar sem hann ku eiga fína frammistöðu.

Stigagjöf: 4 stig

Siggi Palli said...

Eitthvað klúðraðist þetta komment. Linkurinn er á imdb síðuna fyrir Shattered Glass, þar sem Hayden Christensen stendur sig vel.

Siggi Palli said...

Endurskoðað. 5 stig.