
Í stuttu máli segir myndin frá Trevor Reznik, vélvirkja með ofsóknargeðklofa sem hefur þjáðst af svefnleysi í heilt ár. Hann er traustur viðskiptavinur einnar vændiskonu sem er einnig besti vinur hans. Í myndinni fer allt í háaloft í hausnum á honum þegar hann veldur því að vinnufélagi hans missir höndina í vinnustaðaslysi. Myndin byrjar á endinum og segir söguna skemmtilega fannst mér. Ég persónulega dýrka myndir þar sem ég þarf stanslaust að pæla hvað sé raunverulegt og hvað ekki. Mér fannst þessi mynd allavega vera með þeim flóknari sem ég hef séð. Atburðarásin er ruglandi og fékk mig til að pæla og framhaldið af byrjunarsenu myndarinnar sem kemur í lokinn fannst mér geðveikt. Ég fann fyrir miklum áhrifum Memento og Psycho. Ég hef því miður ekki séð neitt annað eftir leikstjórann, Brad Anderson, en hann er aðallega að leikstýra sjónvarpsþáttum.
Tónlistin var geðveik. Mér fannst hún lýsa líðan aðalpersónunnar svo vel gegnum myndina og skapa mjög dramatískt andrúmsloft. Flottust fannst mér tónlistin þegar hann byrjaði að missa vitið, þá fór ég a.m.k. að taka eftir því hvað hún var flott.
Ég gef þessari mynd 5 stjörnur af 5 mögulegum og set hana í top10 listann minn. Ég setti trailerinn fyrir neðan sem kynningu fyrir þá sem hafa ekki séð myndina og vona að hann hvetji ykkur til að sjá hana. Must-see mynd.
SPOILER:
Eins og ég skildi þetta þá keyrði hann á litla krakkann á þessum rauða bíl sínum ári áður en söguþráður myndarinnar hefst, flýr og losar sig við bílinn. Samviskubitið veldur svefnleysi sem þróast í ofsóknargeðklofa. Hann missir minnið tímabundið og gleymir öllu sem tengdist hit'n'runninu og fer að skapa persónurnar sem tengdust þessu hit'n'runni í sínu núverandi lífi án þess að vita það, sér þjónustukonuna á flugvellinum sem mömmu stráksins sem hann keyrði á og býr til gaur á vinnustaðnum sínum sem á að vera hann sjálfur. Endilega commentið.
3 comments:
Það eru nokkur ár síðan ég sá hana, og ég átti í hálfgerðum vandræðum með að skilja hana þá, þannig að ég get lítið kommentað á plottið. Christian Bale er skuggalegur í þessari mynd. Plottið er kannski í flóknari kantinum. A.m.k. fattaði ég ekki fyrr en mjög seint í myndinni út á hvað þessi geðveiki hans gekk. Hann virðist alveg hafa blokkað minninguna um áreksturinn og eins og ég skildi það þá gat hann ekki sofið eða borðað fyrr en hann hafði játað þennan verknað fyrir sjálfum sér, sem hann virðist gera í lok myndar.
5 stig.
Endurskoðað. 6 stig.
Post a Comment