Saturday, January 19, 2008

Oldboy

Þá er það fyrsta færslan mín á árinu. Ég var latur í jólafríinu og bloggaði ekkert en horfði þó á góðan slatta af bíómyndum og ætla meðal annars að skrifa ítarlegar færslur um Godfather þríleikinn allar Star Wars myndirnar. En nú er það myndin Oldboy sem ég sá síðasta sumar ef ég man rétt.
Þessi margverðlaunaða kóreska mynd er ein af bestu myndum sem ég hef séð og ég gæti vel hugsað mér að hafa hana í top10 listanum mínum. Hún fjallar í stuttu máli um líf manns sem er eyðilagt þegar honum er rænt og hann fangelsaður í eins konar íbúð í 15 ár án nokkurra útskýringa. Honum er svo sleppt og gefnir peningar, sími og fín föt. Hann kemst svo að því þegar hann hefnir sín og reynir að koma einhverri reglu á líf sitt að maðurinn sem læsti hann inni er ennþá með plön fyrir hann.
Mér fannst þessi mynd ótrúlega vel gerð. Aðalleikarinn Min-sik Choi sýndi reiði sína príðilega og mér fannst myndin ekkert tilgerðarleg á neinn hátt. Ég hef ekki séð neina aðra mynd eftir leikstjóra myndarinnar, Chan-wook Park, en gæti vel hugsað mér að gera það. Það svalasta við þessa mynd fannst mér hvernig hún náði að tjá tilfinningar aðalpersónunnar.
Að neðan má sjá clip úr myndinni þar sem hann hefnir sín á starfsfólki "fangelsisins". Flottasta atriði myndarinnar að mínu mati byrjar 2:50 í clipinu.


3 comments:

Siggi Palli said...

Tek undir það. Frábær mynd, og hans besta. Sympathy for Mr. Vengeance og Lady Vengeance eru líka ansi góðar.

Einar Sverrir. said...

Ég get líka mælt með Three Extremes.
Chan-wook Park á eina stuttmyndanna þriggja.
Gott sjitt.

Siggi Palli said...

4 stig.