Tuesday, February 12, 2008

Star Wars Episode I: The Phantom Menace

Þessi færsla og næstu 5 fara í umfjöllun um Star Wars bíómyndirnar frægu og ég ætla að fjalla um þær í réttri röð ólíkt höfundi myndanna, George Lucas.

Ég vil byrja á að nefna að ég er talsverður aðdáandi og ég held að flestir geti verið sammála mér um að The Phantom Menace sé án efa sú slappasta. Gungans eru bara óþolandi og ef eitthvað eyðilagði þessa mynd þá var það Jar Jar Binks.

En auðvitað var þessi mynd kúl að mörgu leiti. Darth Maul er fokkin geðveikur. Þessi mynd var líka mesta lightsaber action sem sést hafði á sínum tíma enda fannst mér hún mjög kúl þegar ég sá hana fyrst.


Hún vakti mikla athygli á sínum tíma en þá höfðu allir harðkjarna Star Wars nördarnir beðið í 16 ár frá því Return of the Jedi kom út.
Þó gæði þessarar myndar séu ekkert miðað við þær gömlu þá kom hún samt með margt nýtt á sjónarsviðið. Miklu betri tæknibrellur, fokkin double-bladed lightsaber action, fullt af nýjum Jedi hæfileikum, Star Wars heiminn fyrir Sith byltinguna og fullt af drasli sem George Lucast datt í hug á þessum 16 árum.

Það breytir því samt ekki að hún er með leiðinlegustu atburðarásina og lélegasta comic reliefið af þeim öllum. Mér fannst hún líka langdregin á köflum. Kafli myndarinnar þar sem aðalpersónurnar eru fastar á Tattooine fannst mér afskaplega óspennandi en þar sjáum við engin geislasverð í langan tíma. Mér fannst líka lélegt hvað George Lucast tróð mikið af nýjum og illa gerðum geimverum í þessa mynd sem aldrei höfðu sést í gömlu myndunum.
Gef myndinni 2,5 af 5 stjörnum.

En ég vil enda þessa færslu á frægu myndbandi sem sýnir ungan dreng leika lystir sínar með ímynduðu geislasverði og gefur gott dæmi um hversu mikil áhrif þessi mynd hafði á suma. Þessi gaur er æðislegur.

2 comments:

Siggi Palli said...

Ég man hvað þessi mynd var massíf vonbrigði...

Stigagjöf: 4 stig

Siggi Palli said...

Endurskoðað. 5 stig.