Sunday, March 16, 2008

Rambo

Ég setti Rambo ekkert ofarlega á To-Do listann minn fyrr en Arnar sagði mér í gær að ég yrði að sjá þessa mynd svo ég horfði á hana í morgun. Ég var búinn að heyra frá mörgum að hún væri mjög brútal en ég verð að segja að þetta er ofbeldisfyllsta mynd sem ég hef séð lengi. Ég er ánægður með að hafa ekki horft á neina trailera úr myndinni því hún kom svo skemmtilega á óvart. Ég ætla ekkert að fara í gömlu Rambómyndirnar því ég man voða lítið úr þeim ef ég sá þær allar yfir höfuð þó það hefði verið gaman að sjá þær áður en ég horfði á þessa.

Rambo að fjarlægja barkann.

Það sem mér fannst flottast í þessari mynd var hversu raunverluleg hún er. Mér fannst hún koma með nýja kynslóð af ofbeldi í bíómyndum. Hún sýnir svo fullkomlega hvað vopn geta gert við mannslíkamann og ég nefni sem dæmi þegar sniperinn skaut verðina í hausinn þegar Rambo var að flýja og hausarnir á þeim bókstaflega sprungu og þeir flugu marga metra. Við höfum séð áður hvernig fer fyrir fólki sem lendir á jarðsprengjum en þessi mynd sýndi vel öll smáatriðin. Maður getur séð kjötflyksurnar slettast út um allt þegar Rambo skýtur Tælendingana í tætlur með byssunni hérna fyrir neðan í að mér fannst svalasta atriði myndarinnar.


En mér fannst ofbeldið alls ekki hafa farið yfir línuna. Þvert á móti er ég hlynntur því þegar bíómyndir sýna ofbeldi eins og það er en ekki eitthvað fantasy based kjaftæði með engum afleiðingum sem vekur áhuga hjá ungum krökkum. Ofbeldi á að vera ógeðslegt og eitthvað sem maður vill halda sig fjarri og þessi mynd ásamt mörgum öðrum nýlegum myndum koma þeim boðskap vel til skila finnst mér.

Sylvester Stallone er búinn að standa sig vel undanfarið. Ég bjóst ekki við því að þessi mynd né nýja Rocky myndin yrðu nálægt því svona góðar. Kallinn er orðinn 62 ára og er ennþá bringing it. Ég fílaði hann í tætlur í þessari mynd auk þess sem hann leikstýrði henni sjálfur og skrifaði handritið með Art Monterastelli.

Það eina sem ég fílaði ekki í þessari mynd var Julie Benz. Hún lék þetta ekki vel og mér fannst hún hafa mjög vond áhrif sérstaklega þar sem hún er hvatning Rambo í myndinni. Ég vil helst ekki sýna nein myndbönd því mér finnst það of mikill spoiler. Ég gef myndinni 4/5 stjörnur og hvet fólk til að sjá hana.

4 comments:

Siggi Palli said...

Fín færsla. 5 stig.

Varðandi ofbeldið. Nú hef ég ekki séð þessa mynd, en mér finnst raunin oft vera sú að ef maður sýnir of mikið ofbeldi og of mikið blóð, þá kemur svona teiknimyndafílingur í þetta, þ.e. ofbeldið verður svo rosalegt að það er ekki lengur raunverulegt. Splattermyndir eru augljósasta dæmið um þetta.

Haffi said...

Þetta er svo geeeeðveik mynd. Fór á hana á powersýningu og salurinn nötraði þegar skotrhríðirnar stóðu sem hæst. Klárlega ein af betri Rambó myndunum.

Árni Þór Árnason said...

fokk.. þarf að sjá þetta.

Siggi Palli said...

Endurskoðuð stigagjöf. 6 stig.