Saturday, March 8, 2008

The Big Lebowski

Ég var að sjá The Big Lebowski í fyrsta sinn í gær. Coen bræður eru alltaf jafngóðir. Þessi mynd er með þeim betri sem ég hef séð og ég ætla að fara stuttlega í þrjá helstu þættina sem ég fílaði við þessa mynd.

Í fyrsta lagi fíla ég boðskap myndarinnar. Það mætti gefa út fleiri svona myndir sem kenna manni á lífið. Á vissan hátt má líkja þessari mynd við American Beauty sem ég horfði einnig á í fyrsta sinn nýlega. Í báðum þessum myndum kemur fram djúpur boðskapur um lífið og tilveruna. Kannski eru þetta aðeins of djúpar pælingar hjá mér en fyrir mér var hún álíka innblástur og American Beauty þó mér finnist hún ekki komast nálægt henni í kvikmyndagæðum.

Í öðru lagi fíla ég persónurnar í þessari mynd. Þessi mynd skilgreindi dude nútímans svo segja má að þessi persóna hafa haft talsverð áhrif. Þarna tókst Coen bræðrum að skapa persónu sem er komin í uppáhald hjá mér. Þó svo hann eigi sína galla þá er mjög margt sem fólk gæti lært af þessari persónu enda flokka ég þessa mynd sem skylduáhorf. Bara við að sjá hann sitja í stól tjáir hann manni hversu innilega hann langar að láta fara vel um sig. Hann er nautnaseggur sem drekkur white russian í öll mál og rakar sig ekki né fer í klippingu og gengur um í baðslopp allan daginn bara því það er svo fokking þægilegt. Þó ég komist ekki nálægt því að vera eins og hann þá finnst mér ég hafa hluta af honum í mér og það er kannski þess vegna sem mér fannst þessi mynd svona góð. Jeff Bridges náði þessu hlutverki fullkomlega að mínu mati.

Jesus Quintana: You ready to be fucked, man? I see you rolled your way into the semis. Dios mio, man. Liam and me, we're gonna fuck you up.
The Dude: Yeah, well, you know, that's just, like, your opinion, man.

Kunnulegt skot.

Walter var líka ótrúlegur. Hann minnti mig á gamlan vin minn sem ég ætla ekki að nefna nafni. Hann vill bara hafa rétt fyrir sér og gerir hvað sem er til að vinna rifrildi. Samt eru Walter og The Dude bestu vinir. John Goodman fannst mér besti leikarinn í þessari mynd. Það er ekki auðvelt að ná svona karakter og hann náði því meistaralega.

Ríki Lebowski-inn er algjör andstæða The Dude og endurspeglar næstum alla þá vondu persónueiginleika sem maður getur búið yfir. Það er ekki alltaf sem maður hatar manneskju í hjólastól, maður ætti að vorkenna þeim en Coen bræðrum tókst að búa til persónu í hjólastól sem ég gat hatað og það finnst mér vel af sér vikið.

The Big Lebowski: You don't go out looking for a job dressed like that? On a weekday?
The Dude: Is this a... what day is this?
The Big Lebowski: Well, I do work sir, so if you don't mind...
The Dude: I do mind, the Dude minds. This will not stand, ya know, this aggression will not stand, man.

Í þriðja lagi er plottið geðveikt í þessari mynd. Þó mér finnist söguþráðurinn þannig séð ekkert sérstaklega áhugaverðurþó hann sé mjög skemmtilegur en mér fannst ótrúlega töff hvernig allir lausu endarnir, sem ég var orðinn semi pirraður á því mér fannst myndin ekki vera að fara neitt, komu saman á flottan hátt. Walter hafði fokkin rétt fyrir sér allan tímann, þessir gaurar voru bara fakes og pussur og gellan rændi sjálfri sér og þessi rich asshole var bara erfingi og loser.

5 pottþéttar stjörnur.

3 comments:

Árni Þór Árnason said...

Ein af uppáhaldsmyndunum mínum.. fokking klassísk! Það eru líka svo ógeðslega mikið af fyndnum setningum í henni:

The Dude: "I do mind, the Dude minds. This will not stand, ya know, this aggression will not stand, man."

Elskana! 5/5

Siggi Palli said...

Með betri myndum. Líka flott færsla. 5 stig.

Siggi Palli said...

Endurskoðuð stigagjöf. 7 stig.