Friday, March 14, 2008

25th Hour

Ég ákvað að kíkja á 25th Hour því ég sá hana í listanum hjá Sigga Palla og því ég fíla Edward Norton. Þetta er þung ádeilu-atmó-mynd og mér fannst ég hafa horft á hana við góðar aðstæður, einn heima, þunnur og nývaknaður. Ég er oft á þeim nótum sem þessi mynd er á þegar ég er þunnur og ég datt alveg inn í þessa mynd. Hún byrjar og endar mjög vel og er með opinn endi sem ég er persónulega mjög hrifinn af og ætla ekkert að fara í því það myndi spoila helling fyrir þeim sem hafa ekki séð þessa mynd.

Hún byrjar snilldarlega. Maður heyrir í hundi vera misþyrmt áður en opnunarskotið kemur. Það fyrsta sem aðalpersóna myndarinnar gerir í þessari mynd er það besta sem honum finnst hann hafa gert á allri ævi sinni. Hann stoppar á leið sinni að selja eiturlyf til þess að bjarga þessum hundi. Í fyrstu ætlar hann einfaldlega að skjóta hann í hausinn til að binda enda á kvalir aumingja hundsins en þegar hundurinn byrjar með kjaft og ætlar að bítann ákveður hann að fara með hann á sjúkrahús og annast hann þaðan í frá. Strax í byrjun myndarinnar fer manni að líka við Monty Brogan aðalpersónu myndarinnar þó hann lifi á þjáningu annarra.


Ég tók eftir einu flottu í klippingunni á þessari mynd sem ég kannast við að hafa séð einhvers staðar áður. Oft þegar Monty er að gera eitthvað tilfinningaríkt þá er það sýnt tvisvar eða þrisvar mjög stutt frá mismunandi sjónarhornum sem mér fannst koma vel út t.d. þegar hann skellir niður skottinu í byrjun myndarinnar þegar hann ætlar með hundinn á sjúkrahús.

Persónur myndarinnar eru frábærar og þá sérstaklega þær sem eru næst Monty. Monty og tveir bestu vinir hans eru allir moldríkir en ótrúlega ólíkir. Mér fannst Philip Seymour Hoffman sem leikur Jacob vin Monty's geðveikt góður. Í öllum þeim myndum sem ég hef séð Hoffman leikur hann persónu sem fólki líkar illa við af mismunandi ástæðum og hann nær því svo vel. Ég veit ekkert um hans persónulega líf en hann er allavega mjög góður í því að vera antisocial. Jacob er ríkur erfingi sem er kennari í menntaskóla og er hrifinn af fucked up gellu sem er undir aldri. Hann er mjög bældur gaur sem veit ekkert hvernig hann á að lifa lífinu.
Frank er þessi ideal hlutabréfabraskari sem er geðveikt successful á blaði með algjört asshole attitude. Lítið annað að segja um hann finnst mér nema það hvað Monty og vinir hans eru allir losers á mismunandi sviðum.
Pabbi Monty's er alkóhólisti og fyrrverandi slökkviliðsmaður sem á bar í New York. Hann er góður maður og samband þeirra feðga er gott þrátt fyrir að hann kenni sjálfum sér um það hvernig fór fyrir Monty því hann var alltaf blindfullur heima eftir að mamma Monty's dó.

Þessi mynd er mjög jarðbundin og alvarleg og einblínir harkalega á neikvæðu hliðar lífsins. Þessi mynd sýnir iðrun og tilfinningalíf hans á síðasta sólarhringnum áður en hann verður sendur í fangelsi. Mér fannst Edward Norton jafngóður og alltaf í þessari mynd og honum tekst að vekja mikla samúð á Monty þrátt fyrir það sem hann hefur gert. Myndbandið að neðan fannst mér besta clip myndarinnar og það er gott dæmi um ádeiluna í myndinni.


Ég vil ekki að kryfja plot myndarinnar þó mér finnist það vera flottast við þessa mynd því það væri bara alltof mikill spoiler. Í stað þess hvet ég fólk til að sjá þessa mynd. Ég veit um fáa sem hafa séð hana enda er þetta ein af þessum góðu myndum sem fóru algerlega framhjá manni. Frábær mynd, ég gef henni 5/5 stjörnur.

2 comments:

Siggi Palli said...

Gaman að sjá hvað þér líkar myndin. Hiklaust snilldarmynd og mörg ótrúlega flott móment, eins of t.d. klippið (sem var virkilega vel valið).

6 stig.

Siggi Palli said...

Endurskoðuð stigagjöf. 8 stig.