Friday, August 24, 2007

Transformers

Ég vil byrja á að segja að ég var ekkert inní þessu Transformers æði á þessum tíma og var að sjá þetta allt í fyrsta sinn í myndinni. Mér fannst myndin skemmtileg útaf tæknibrellunum og húmor en var að búast við öðruvísi characterum hjá þessum vélmönnum, ég fékk kjánahrollinn frekar oft.
Vélmennin minntu á Matt Damon í Team America grínmyndinni. Og mér fannst raddirnar hjá þeim svo misheppnaðar að ég fann til. Ræðan sem Optimus Prime fór með í lokin gaf mér leiðilegan kjánahroll. Aðalpersónan var líka svo asnalega dæmigerður bandarískur unglingur. Plotið var augljóst og ófrumlegt og ég vissi einhvern veginn alltaf hvað var að fara að gerast. En myndin átti kannski að vera þannig.
Hins vegar var ég mjög hrifinn af tæknibrellunum. Þær gerðu myndina worth watching. Enda fór ég á myndina til að sjá tæknibrellurnar.
Fín mynd ef maður er Transformers fan.

No comments: